Vikan


Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 10

Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 10
TEXÍIi BJARNl HAUKUR ÞÓRSSON 1V1 eð frægum JON VCHGHT TIL ÍSLANDS ÁRNISAMÚELSSON LÝSIR KYNNUM SÍNUM AF LEIKARANUM Þessi mynd af þeim félögum Jon Voight og Árna Samúelssyni tók greinarhöfundur er fundum þeirra bar saman á American Film Market. Jon Voight hyggst vera viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar Eternity í Bíóborginni í sumar og taka með sér leikarann Armand Assante, sem einnig leikur í myndinni. hann er klæddur, hefur gaman af hressu fólki og er opin persóna. - Ástæöan fyrir því að ég kann svo vel við Jon er að hann er laus við alla sýnd- armennsku og yfirborðskennd sem einkennir svo marga leikara, segir Árni. Undirritaður hitti Jon Voight í Los Angeles fyrir ári, tók viö- tal við kappann fyrir Vikuna og smellti af nokkrum myndum. Þar kynntist maður því af eigin raun hversu góðir vinir Jon og fjölskylda Árna eru. Það voru fagnaðarfundir þegar þau hitt- ust eins og fram kom í viðtal- inu. Undirritaður átti góða stund með Jon og Árna og minntu þeir á gamla skólafé- laga sem voru að hittast eftir nokkur ár. Hann er væntanlegur til landsins vegna sýningar Et- ernety en hann og aðstand- endur myndarinnar ætla sér að ferðast um heiminn þar sem myndin verður sýnd. Það er ekki hægt að segja annað en Árni Samúelsson sé ókrýnd- ur bíókóngur íslands. Hann á og rekur þrjú kvikmyndahús, dreifir myndböndum og innan skamms kemst á laggirnar ný sjónvarpsstöð þar sem hann er hluthafi og stofnandi. Árni og fjölskylda hafa ferðast mik- ið og kynnst mörgu fólki, ekki síst kvikmyndaleikurum. Þegar sýningarréttur á kvik- mynd er keyptur er það mjög oft að kaupendur komast i kynni við aðstandendur mynd- arinnar. Það gerir kaupin oft áhrifameiri og skemmtilegri. Einn leikari hefur tengst Árna og fjölskyldu meira en aðrir leikarar og það er Jon Voight. Flestir ættu að kannast við Jon. Hann hefur slegið í gegn í myndum eins og Midnight Cowboy, Coming Home, Run- away Train, Table for Five o.fl. Hann hlaut einnig óskarsverð- laun fyrir aðalhlutverkið í kvik- myndinni Runaway Train. Jon Voight er því það sem kallað er toppleikari sem í senn er eftirsóttur og virtur. Árni Samúelsson hitti Jon fyrst í Cannes 1987. Þar rakst Árni á kvikmynd til sölu en ekki var búið að gera hana. Lítið kvik- myndafyrirtæki, Paul-Enter- tainment, hafði ákveðið að gera kvikmyndina Eternety með þeim Jon Voight og Ar- manda Assante í aðalhlut- verkum. Árni keypti sýningar- rétt myndarinnar og lagði pen- inga í púkkið við gerð hennar. Hann hafði trú á þessari mynd. Jon Voight hafði auövitað áhuga á að vita hvaða maður þetta væri, gaf sig á tal við hann og upp frá því hefur vin- skapur þeirra haldist. Þeir hafa hist tvisvar til þrisvar á ári síð- an þetta gerðist. Árni segir að Jon sé öðru- vísi en flestir leikarar sem hann hefur hitt. Hann er ekki á höttunum eftir frægð og frama, lifir venjulegu lífi og tekur ekki hvaða hlutverki sem er. Til marks um þetta er að Jon hef- ur ekki leikið í mynd síðan Runaway Train var gerö, fyrir utan Eternety en hún er búin að taka þrjú til fjögur ár í vinnslu. Hann vandar valið og er mikill pælari, segir Árni. Hann setur sig mjög vel inn í hlutverkin og vill frekar gera færri góðar myndir en margar lélegar. Jon Voight hefur mikinn áhuga á íslandi og getur setið tímunum saman með fjöl- skyldu Árna og rætt um landið. Hann hefur aldrei komið hing- að en draumur hans rætist í sumar, segir Árni. Ráðgert er Guðný Björnsdóttir, eiginkona Árna, ásamt Jon Voight og vinkonu hans, bandarískri. Myndin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um eilífðina og er verið að velta hinum ýmsu hugtökum fyrir sér. Eternety er ekki svo ósvipuð Highlander sem sýnd var fyrir nokkrum árum í Tónabíói. í þeirri mynd var það Christopher Lambert sem lék aðalhlutverkið. Við skulum vona að Jon verði ekki fyrir vonbrigðum með land okkar og þjóð þegar hann kemur. Hann stoppar hér ekki lengi en þó nógu lengi til að hægt verði að fara með hann út á land. - Ég verð að taka hann með mér f stuttan veiðitúr, segir Árni Samúels- son. Árni og Guðný ásamt Armand Assante. að hann komi hingað þegar Eternety verður frumsýnd. Hann hlakkar mikið til, ísland er eitthvað svo framandi og heillandi, hefur hann sagt. Jon kemur til dyranna eins og 10 VIKAN 8. TBL. íwo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.