Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 22
•1 ilr
Frakklandi.
„Hversu lengi ætliö þér aö dvelja?" spuröi
skrifstofumaðurinn.
„Hversu lengi? Ja, ég hef nú ekki ákveðið
þaö ennþá. Ég er nýkomin til Ameríku, skiljiö
þér. Aö minnsta kosti mánuö, býst ég við.“
Hún virtist vera að biöja skrifstofumanninn
leyfis en um hvaö var ekki gott aö segja til um.
Hann veifaði meö hendinni. Lyftustrákurinn,
sem stóö álengdar, kom hlaupandi og glotti
framan í hann. Skrifstofumaöurinn rétti honum
lykil.
Frú Beauvais hikaöi en síðan spuröi hún
afar kurteislega:
„Hvaö kostar þaö?“
„Fjóra og hálfan dollar á dag, greiðist um
leiö og þér fariö."
„Nei, nei. Ég vil heldur borga fyrirfram, ef
yöur er sama. Ég kann betur við aö góð regla
sé á fjármálum rnínum."
„Þaö er sjálfsagt ef þér óskiö þess,“ sagöi
skrifstofumaðurinn. „Þér skuluð bara koma viö
hjá gjaldkeranum og segja honum, aö þér
séuð á herbergi númer 312.“
„Fyrirgefðu," sagði frú Beauvais um leiö og
hún sneri sér viö og rakst á lyftustrákinn. Hún
hélt á handtösku sinni I fanginu eins og ung-
barni.
„Ég skal vísa yður leiöina, frú,“ sagöi strák-
urinn. Hann gekk á undan henni til gjaldker-
ans, vék sér að stúlku sem sat þar viö borö og
sagði:
„Þetta er frú Beauvais. Hún býr á herbergi
númer 312. Hún ætlar aö borga fyrirfram.
Þessi unga stúlka mun sjá um þetta, frú Be-
auvais."
„Þakka þér fyrir," sagöi hún.
Hún greiddi mánuö fyrirfram. taldi pening-
ana hægt og nákvæmlega úr samanvööluðu
seðlabúnti sem teygju var brugöiö utan um.
Hún hafði dregiö þetta seðlabúnt djúpt upp úr
handtösku sinni. Lyftustrákurinn leit viljandi
undan þegar hún smeygöi teygjunni aftur utan
um búntið og stakk því í handtösku sína. Hún
tók reikninginn af boröinu, sneri sér við og
brosti:
*
T UNDA UONIÐ
SMÁSAGA EFTIR LEO P. KELLY
aö er ekki hægt aö segja aö hún hafi
gengiö rösklega inn í anddyri gisti-
hússins, þvi síöur aö hún hafi
skálmað. Ekki er heldur hægt aö
segja aö hún hafi gengið í hægöum
sínum. Hún læddist varfærnislega eins og lítiö
dýr. Hún var um sextugt en bar aldur sinn vel.
Ekki var hægt aö merkja neinar áhyggjur í
andlitsdráttum hennar. Húöin var nærri
gagnsæ eins og gamalt, dýrmætt postulín sem
er gætt vandlega en alltaf vofir yfir sú hætta aö
þaö brotni. Grátt hár hennar var úfiö og ekki
greitt samkvæmt nýjustu tísku. Lýjur stóöu
undan svörtum, flötum hatti.
Hún hikaöi á miöju gólfinu og fitlaöi ó-
styrkum höndum viö sylgju á handtöskunni
sinni. Hún horföi um öxl og andvarpaði fegin-
samlega þegar hún sá lyftustrákinn bera
töskurnar hennar inn. Hún lét strákinn, hlaðinn
farangrinum, vísa sér leiðina aö afgreiöslu-
boröinu. Skrifstofumaður lá fram á boröiö og
las í blaði. Hann leit upp og sagöi:
„Ætliö þér aö fá herbergi?"
Hún kinkaði kolli og brosti:
„Já, kyrrlátt herbergi ef þaö er hægt.“
Skrifstofumaöurinn ýtti gestabók í áttina til
hennar og setti penna ofan á hana um leið og
hún tók af sér svarta hanska. Hún skrifaöi nafn
sitt I bókina: Frú Celine Beauvais, Toulons,
„Jæja, þá er því lokið! Hvert förum við
næst?“
„Þessa leið, frú. Lyftan er hér rétt hjá.“
Hún fylgdi á eftir honum yfir anddyriö,
framhjá gömlum og virðulegum frúm sem sátu
eins og uppstilltar brúöur [ umbúðamiklum
stólum, framhjá karlmönnum sem tottuöu píp-
ur sínar og lásu dagblöðin - og aö lyftunni og
upp á þriðju hæð. Þegar þau voru komin inn í
herbergið setti strákurinn töskurnar á gólfið,
opnaöi glugga, kveikti Ijós I baöherberginu,
setti kort, sem haföi aö geyma upplýsingar um
þjónustu gistihússins, upp við spegilinn og
gekk síðan í áttina að dyrunum.
„Augnablik, ungi rnaður," sagöi frú Beauva-
is. Hún fálmaði niður í handtöskuna sína, tók
22 VIKAN 8. TBL. 1990