Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 45
um á þér aö dæma."
Hann gloiti kindarlega og svaraöi:
„Tímarnir eru erfiöir."
Þetta var í sjálfu sér engin skýring en samt
skildi hún hvernig í pottinn var búið á þessari
stundu.
Hún hallaöi sér að honum og hvíslaöi:
„Ég á meira en nóga peninga og get hjálpað
þér. Þeir eru uppi á herbergi. Ég ætla að fara
og sækja þá. Bíddu á meöan."
„Nei, þaö kemur ekki til mála," sagöi hann
og kreppti hnefann.
„Ég get ekki þegið hjálp frá þér í þessum
efnum. Mér er það ómögulegt."
„Láttu ekki svona," sagði hún og rauk af
staö.
Jerry virtist alltaf skjóta upp þegar hún þurfti
á honum að halda. Nú mætti hún honum í lyft-
unni. Hann vildi ekki segja hvert hann væri að
fara; sagöi aö þaö væri leyndarmál. Hún var
forvitin að vita um ferðir hans en sagöi ekkert.
Hún velti því fyrir sér hversu undarlegt það
væri hve sumt fólk fyndi hjá sér sterka þörf til
aö stjórna lífi annars fólks, hjálpa því og
vernda þaö sýknt og heilagt. Jerry gat valdið
henni erfiöleikum ef hann héldi áfram að elta
hana svona á röndum. En hvað sem því leið
gat hann orðið henni að liði núna.
„Jerry, þegar þú hefur tíma vildi ég
gjarnan..."
„Ég hef góðan tima einmitt núna.“
Hann fór úr lyftunni ásamt henni á þriðju
hæð. Hún leit eftir ganginum til þess að full-
vissa sig um að enginn væri nálægur. Síðan
hvíslaði hún að honum:
„Sennilega hefur þú rétt fyrir þér hvað þess-
um hr. McGrath viðkemur. En ég verð að játa,
að mér finnst gaman að vera með honum.
Gætir þú komist að því fyrir mig hvort hann er
heiðarlegur eða ekki?“
„Hann er ekki heiðarlegur," fullyrti Jerry.
„Yður er alveg óhætt að trúa mér, frú. Ég þekki
svona náunga eins og hann.“
„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, Jerry,
að maður sem gengur í vel burstuðum skóm
og vel pressuðum buxum og borgar alla sína
reikninga sé strangheiðarlegur maöur. Nú,
skór hr. McGrath eru alltaf gljáandi þannig að
maður getur speglað sig í þeim og buxurnar
hans eru svo vel pressaðar að maður er
hræddur um að skera sig á þeim. En mér þætti
gaman að vita hvort hann borgar reikningana
sína. Gætir þú - á laun auðvitað - komist að
því hvort hann skuldar nokkuð hérna á hótel-
inu?“
„Já, það get ég meö góðu móti. Ég læt yður
vita rétt strax. Það tekur ekki nema fáeinar
mínútur fyrir mig að komast að þessu.“
„Ég verð í herberginu mínu. Hringdu
þangað.“
Jerry hringdi fáeinum mínútum síðar.
„Já, halló?“ sagði frú Beauvais.
„Það er ég.“
„Ertu búinn að þessu?"
„Já. Hann skuldar ekki svo mikið sem græn-
an eyri. Hann hefur verið hér í þrjá mánuði og
hefur alltaf borgað reglulega.
Frú Beauvais brosti og kinkaöi kolli. Við
Jerry sagöi hún:
„Hvað sagði ég? Ég vissi alltaf að hann er
strangheiðarlegur maður. En þakka þér samt
fyrir hjálpina. Það er þungu fargi af mér létt. En
meðal annarra orða, á hvaða herbergi býr hr.
McGrath?"
„701.“
Frú Beauvais lagði tólið á. Jæja, svo að
hann skuldaði ekkert en kvaðst þurfa peninga
til að borga hótelreikninginn! Þorparinn sá
arna! Hún lagaði á sér hárið í snatri og fór út úr
herberginu.
Eins og hún hafði búist viö var McGrath ekki
í anddyrinu þegar hún kom niður en Jerry var
þar hins vegar. Hann gekk til hennar um leið
og hann sá hana og sagði:
„Það eru skilaboð til yðar. Frá HONUM. Hr.
McGrath. Ég sá hann tala við þá í afgreiðsl-
unni.“
„Og hver eru skilaboðin?"
„Af óviöráðanlegum orsökum varð hr.
McGrath að skreppa frá en hann kemur aftur
eftir hálftíma, í mesta lagi klukkutíma. Hann
vill aö þér bíðið eftir honum hér.“
Þegar Jerry var farinn gerði frú Beauvais
nákvæma hernaðaráætlun. Enn hafði alltgerst
nákvæmlega eins og hún bjóst við eins og allt-
af áður í lífi hennar, með smávægilegum
undantekningum þó. McGrath kvaðst hafa
þurft að skreppa frá. Það var trúlegt eöa hitt þó
heldur. Og hún átti að bíða hérna eftir honum
í klukkutíma. Hann vildi að hún væri sem
lengst frá þeim stað sem hún hafði nýlega trú-
að honum fyrir að hún geymdi meira en nóg af
peningum. 0, refurinn! Sennilega hefur hann
verið einhvers staðar í felum og fylgst með
ferðum hennar. Hann hefur séð þegar hún
kom í anddyrið og fékk skilaboðin og skotist þá
upp I herbergið hennar.
En hún hafði tíma til að leika svolítiö á hann.
Fimm mínútum síðar stóö hún fyrir framan
dyrnar á herbergi númer 701. Hún bankaði.
Enginn svaraöi, eins og hún hafði búist við. Til
öryggis bankaði hún aftur og enn hærra í þetta
sinn. Ekkert svar. Hún fálmaði í handtösku
sinni og var á kafi að leita í henni, þegar
þjónustustúlka kom út úr tómu herbergi.
„Ó,“ kallaði hún upp yfir sig. „Nú hefur það
komið fyrir aftur! Ég hef gleymt aö taka lykilinn
I afgreiðslunni. Jæja, það er víst ekkert við því
að gera, býst ég við, nema arka aftur alla leið
niöur og sækja hann. Ef höfuðið gleymir ein-
hverju bitnar þaö á fótunum!"
Að svo mæltu bjó hún sig undir að leggja af
staö í áttina að lyftunni en þá vék þjónustu-
stúlkan sér aö henni og spurði:
„Er eitthvað að, frú?“
„Lyklarnir mínir. Ég hef gleymt þeim ennþá
einu sinni. Ég er á herbergi númer 701.“
Stúlkan tók lista upp úr svuntuvasa sínum
og leit yfir nöfnin.
„McGrath. Frú McGrath," sagöi frú Beauva-
is.
„Það stendur nú bara „herra“ viö hans
nafn,“ sagði stúlkan.
„En það hljóta að vera einhver mistök."
„Það hlýtur að vera. Ég get opnað fyrir yður,
frú McGrath."
Þjónustustúlkan opnaði dyrnar og rétt áður
en frú Beauvais hvarf inn í herbergið sneri hún
sér við og spurði stúlkuna hvað hún héti.
„Mae,“ var svarið.
„Mae,“ endurtók frú Beauvais. „Ég mun
minnast á kurteisi yðar við hótelstjórann. Þér
getið reitt yður á það.“
Mae Ijómaði um leið og dyrnar lokuðust.
Þegar frú Beauvais var komin inn I herbergi
hr. McGraths stóð hún kyrr andartak og hugs-
aði sig um. Hún vissi mætavel að það er erfitt
að fela verðmæta hluti í hótelherbergjum án
þess að þjónustufólkiö eöa leynilögreglumenn
fyndu þá. Hún hafði slæma reynslu í þeim
efnum, þar til hún fékk hugmyndina um tann-
burstann sem felustað fyrir peninga. Hvar
mundi nú McGrath fela sína peninga? Hún
vildi óska að hún vissi það. Hún opnaði klæða-
skápinn hans, renndi augunum fljótt yfir skyrtur
hans og föt en staðnæmdist síðan við skóna
sem voru með óvenjulega háum hælum. Eng-
inn maður, sem var sex fet á hæð, gekk í skóm
með háum hælum nema tilgangurinn væri
annar en sá að auka nokkrum sentímetrum við
hæðina. Hún virti fyrir sér hæl á einum skó.
Hún kom fljótt auga á að í honum leyndist hólf
og það var ekki aldeilis tómt. Frú Beauvais dró
varlega fram dýrindis brjóstnælu alsetta rúbín-
steinum. Hún stakk henni í handtösku sína og
tók síðan upp hinn skóinn. í hælnum á honum
reyndist vera vandlega hringuö perlufesti.
Frábært, hugsaði hún, nærri því eins gott og
reiðufé. Veðlánarinn í áttundu götu mundi
verða himinlifandi. Og hún mundi hafa ánægju
af að leika enn einu sinni ruglaða ekkju af
háum stigum sem heföi fallið úr hásæti alls-
nægtanna og niður í rennustein örbirgðarinn-
ar. Hún mundi geta lifað af andvirði þessara
dýrmætu skartgripa mánuðum saman. Hún
óskað þess heitt og innilega að hún vissi hvað
það væri sem leyndist í hælunum á skónum
sem nú skýldu býfum þessa hr. McGrath. En
hún hafði ekki tíma til að hugsa um þaö. Hún
varð aö láta sér þetta nægja I bili að minnsta
kosti. Maður getur ekki fengið allt sem maður
vill, sagði hún við sjálfa sig.
Annar þáttur hernaðaráætlunarinnar var
hafinn: Hún fór út úr herberginu og niður á
þriðju hæð, gekk hljóðlega eftir teppalögðum
ganginum uns hún stóð fyrir utan dyrnar á sínu
eigin herbergi. Hún sá þegar í stað rispur á
hurðinni fyrir ofan lásinn. Hún hraðaði sér nið-
ur og kom móð og másandi niður i anddyrið.
Hún hálfhljóp og baðaöi út höndunum. Þegar
hún kom að afgreiðsluborðinu öskraöi hún upp
yfir sig:
„Það er maður í herberginu mínu! Hann
reyndi að myrða rnigl"
Hún lék þetta af hreinni snilld.
Á augabragði hópaðist fólk í kringum frú Be-
auvais. Leynilögreglumaður gistihússins kom
á vettvang, klæddur köflóttum tweed-jakka, og
tók að spyrja hana spjörunum úr. Hún endur-
tók að það væri maöur í herberginu og að
vörmu spori sá hún á eftir leynilögreglu-
Frh. á næstu opnu
8. tbl. i99o VIKAN 45