Vikan


Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 13

Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 13
KONUR í STJÓRNUNAR- STÖRFUM: „ÞAÐ VEL ÁLLTÁ PERSÖNUNNISJÁLFRI. Cathy fyrir utan skrifstofuna þar sem nokkrir bílar eru geymdir. „Við erum nánast eingöngu með bíla frá Ford.“ - SEGIR CATHY BEYER JÓHANNSSON, FRAMKVÆMDA- STJÓRILUXVIKING, í VIKUVIÐTALI Cathy Beyer Jóhanns- son er frönsk stúlka sem vinnur hjá íslensku fyrir- tæki í Lúxemborg. Hún er við- kunnanleg að hætti franskra, hefur þýska ákveðni og saman blandast þetta ágætlega með íslensku samstarfsfólki. Cathy er framkvæmdastjóri Lux Vik- ing bílaleigunnar sem flestir Islendingar kannast við. Hún er gift íslendingi og eiga þau tvö börn. Nýlega keyptu þau sér einbýlishús í Frakklandi, rétt við landamæri Lúxem- borgar. „Það hefur ekki gengið átakalaust að fá viðurkenn- ingu í þessu franska samfé- lagi,“ sagði Cathy þegar nýja húsið bar á góma. „Frakkar eru kreddufullir og vegna þess að maðurinn minn er útlend- Cathy á skrifstofunni sinni í námunda við flugvöllinn. Þar er hún allt í öllu. ingur á ekki að veita okkur sömu félagslegu þjónustu og öðrum í þorpinu. Þettagengur þó allt upp að lokum en ég hef þurft að beita mér því þorps- yfirvöld hafa dregið í efa að ég hafi franskt vegabréf. Þetta er óþolandi. Að tala um að Evr- ópa verði einn markaður á ekki við rök að styðjast. Þetta verður kannski á borðum ein- hverra stjórnmálamanna en ekki í reynd næstu árin. Evr- ópubúar eru alltof ólíkir inn- byrðis." Cathy vann áður hjá Avis bílaleigunni í Lúxemborg og þar var hún þegar henni var boðið starf framkvæmdastjóra hjá Lux Viking. En hvað varð til að frönsk stúlka réð sig í vinnu hjá íslensku fyrirtæki í Lúx- emborg? „Ég hafði nokkra reynslu á bílaleigumarkaðn- um, var meðal annars fimm ár hjá Avis og tvö ár hjá Budget. Þegar eigendur Lux Viking höfðu samband við mig fannst mér það mjög eðlilegt því ég er gift íslendingi og hef því nokkur samskipti við íslend- inga. Þetta gekk ekki alveg á- fallalaust fyrir sig í byrjun. Hér störfuðu aðeins íslendingar og það getur verið reglulega erfitt að vera útlendingur og vinna eingöngu með íslendingum. Þeir eru eins og lítil fjölskylda, mjög samheldnir og ef þeir vilja ekki láta vita um hvað ver- ið er að tala nota þeir ísiensk- una. Þegar maður skilur ekki málið veröur maður utangátta. Ég kom líka með nýja siði inn í fyrirtækiö, siði sem tíðkast í al- þjóðaviðskiptum. Það þýddi uppstokkun á litla íslenska fjölskyldufyrirtækinu. Það tók menn tvo mánuði að sætta sig við nýjar aðferðir en eftir það var mér tekið sem einni af hópnum. Það er gott að vinna með íslendingum. Þeir eru ó- sérhlífnir og duglegir. Ég hafði áður unnið með Frökkum og þeir vinna bara sína átta tíma, hvað sem tautar og raular. ís- lendingarnir vinna eins og þeir eigi fyrirtækið. Flestir við- skiptavinir okkar eru íslend- Frá afgreiðslu Lux Viking á flugvellinum i Lúxemborg. Kristín afgreiðslustjóri (vinstra megin) leiðbeinir viðskiptavini. ingar þótt Bandaríkjamenn og aðrir Evrópubúar hafi aukið viðskipti sín til muna síðustu misseri. Bandaríkjamenn vilja nýlega og góða bíla. Budget, sem Lux Viking hefur nú um- boð fyrir, er í beinu sambandi við viðskiptavini sína og fá þeir því alltaf bestu kjör sem völ er á.“ Mikið hefur verið rætt um konur í viðskiptalífinu. Dyrnar virðast aðeins vera að opnast fyrir þær í Evrópu. Margar eru farnar aö vinna við hótelstjórn og eru yfirmenn á ferðaskrif- stofum. Er ef til vill betra að hafa konu sem stjórnanda í þjónustufyrirtæki? Gefum Cathy orðið: „Það veltur auð- vitað allt á persónunni sjálfri, reynslu hennar og menntun. Þegar ég var ráðin hjá Budget í byrjun var það vegna þess að ég fylgdist með og vissi hvað var að gerast í fyrirtæk- inu, ekki vegna þess að ég var kona. Nýr starfsmaður er einskis virði í upphafi ef hann kann ekki neitt, ef byrja þarf á að kenna viðkomandi allt.“ - Fá (slendingar betri kjör á bílum en aðrir? „Já, þeir fá betri kjör. Við erum í mjög góðu sambandi við íslenskar ferðaskrifstofur og þær fá besta verð sem hægt er að fá. (slenskir við- skiptavinir eru okkur mjög dýr- mætir og því viljum við gera allt sem við getum til að gera þá ánægða. Við höfum dýrar geröir af bílum og allir okkar bílar eru með útvarpi og flestir með sóllúgu. Þetta er dýrara hjá öðrum bílaleigum.“ Cathy er mjög ákveðin og maður kemur ekki að tómum kofanum hjá henni. Við segj- um nú skilið við viðskipta- sögurnar og taliö berst aö fs- landi. „Ég hef komið fjórum sinnum til íslands," segir hún, „og það sem mér líkar best er heita vatnið. Það er frábært að geta verið í heitu vatni og synt allan liðlangan daginn. Lita- dýrðin i landslaginu er mjög eftirminnileg, sterkir og fallegir litir þegar sólin skín. Ég ætla að heimsækja ísland oft í framtíðinni," sagði fram- kvæmdastjórinn Cathy Beyer Jóhannsson hjá Lux Viking bílaleigunni í Lúxemborg að lokum. 8. TBL. 1990 VIKAN 13 VIÐTAL OG MYNDIR: PÉTUR STEINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.