Vikan


Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 47

Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 47
„Svona er ég nú oftast,“ sagði Bjartmar um leið og Ijósmyndari Vikunnar smelti af. þetta mál því þá Ijóstra ég upp hernaðarleyndarmáli." María lítur hissa á Bjartmar: „Er eitthvað sem ég veit ekki varðandi þetta mál?“ „Ég hef alltaf talið henni trú um aö hún hafi áttfrumkvaeðið," heyrist frá Bjartmari, „en ég vann að þessu leynt og Ijóst, hafði meira að segja útsendara á mínum snærum. Ég vissi hver hún var því hún var í rokk- inu og söng inn á plötur og ég var því búinn að fá augastað á henni.“ Þau byrjuðu ekki að vera saman strax heldur myndaðist fyrst vinátta milli þeirra. Þetta fór hægt af stað en á þjóðhátíð í Eyjum 1983 byrjuðu þau að vera saman. Bjartmar var að vinna í Eyjum og hringdi í Mar- íu rétt fyrir þjóðhátíð og bauð henni þangað, sem hún þáöi. „Þjóðhátíð í Eyjum er eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað," segir María. „Bjartmar fór með mig um allt, kynnti mig fyrir öllum og við átt- um saman mjög rómantískar stundir." Þá heyrist í Bjartmari, þar sem hann stendur og hellir uppákaffi: „Þaðereitthvað bil- að fólk sem er ekki ástfangið á þjóðhátíð." KUKKAÐ FÓLK - SEMEKKIERÁSTFANGIÐÁ ÞJÓÐHÁTÍÐ, SEGIR BJARTMAR GUÐLAUGSSON Það er misjafnt hvað dregur fólk hvort að ööru og fyrstu kynnin verða með ýmsum hætti, stundum hversdagsleg en oft á tíðum skemmtileg og minnisstæö. Við hér á Vikunni ætlum að forvitnast um fyrstu kynni fólks og það eru þau Bjartmar Guð- laugsson og María Helena Haraldsdóttir sem rifja upp sín fyrstu kynni. Við fengum okkur sæti í eld- húsinu í vinalegu húsi þeirra í Skerjafirðinum, í húsinu þar sem þau kynntust árið 1983. María hlær þegar hún rifjar upp fyrsta skiptið sem hún sá Frá brúðkaupsveislu Bjartmars og Maríu. Bjartmar. „Við áttum sameiginlegan vin og mér var boöið í partí heim til Bjartmars, sem ég hafði aldrei séð fyrr. Þegar ég kom inn í stofuna sat minn maður á gólfinu í svörtum plastpoka með belti um sig miðjan, hár niður á herðar og sítt skegg og spilaði á gítar. Þegar ég sá hann fyrst leið mér eins og ég væri á frumsýningu og hann væri í aöalhlutverki. Mér leist ekkert á hann til að byrja með en þegar hann fór aö tala breyttist viöhorfið því mér fannst hann hafa skemmtilega framkomu og góðan húmor.“ „Ertu að segja að ég hafi tal- o að mig inn á þig?“ skýtur ! Bjartmar inn í og bætir síöan 0 við: „Þó ég hafi nú ekki farið að 'í klúðra lokaorrustunni." g Þegar Bjartmar er spurður “ nánar út í þetta kemur skrítinn sí svipur á hann: „Ég get eigin- □ lega ekki tjáð mig mikið um Þau Bjartmar og María hafa verið saman síðan og eiga saman dóttur, sem heitir Berg- lind og er á fimmta ári. En for- vitnin er aö drepa blaðamann og hann spyr Bjartmar hvort hann hafi fært Maríu blóm og þess háttartil að heilla hana. „Nei, þaöfór lítiðfyrir því. Ég kann það eiginlega ekki. En þegar ég gef eitthvað þá er það almennilegt og vekur hrifningu því það er svo sjaldan. Og ég get alveg sagt þér eins og er að ef fer að halla undan fæti hjá blómabúðum borgarinnar er það ekki vegna þess að ég hafi dregið saman viðskiptin." María fær sömu spurningu og svarið er neitandi. „Við kaupum yfirleitt ekki blóm handa hvort öðru, það er miklu frekar að við förum saman og kaupum blóm. Annars er svo mikið af þessu í garðinum hjá okkur að við þurfum þess ekki.“ 8.TBL. 1990 VIKAN 47 TEXTI: GYÐA DRÖFN TRYGGVADÓITIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.