Vikan


Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 21

Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 21
Liz og maður hennar, Thomas, reka fyrirtækið Bon- ey M og bókanir ná langt fram í tímann. Auk ferðalaga starfar Liz við upptökur með Frank Farian, sen bjó til Boney M og eru mörg verkefni framundan nú þegar Boney M búa við vel- gengni. „Ég hafði einu sinni miklar áhyggjur af því hvað tæki við þegar lögin frægu rynnu sitt skeið á enda - en ekki lengur. Þaö er til nóg af fólki sem vill heyra þau aftur og aftur, en það er líka nauð- synlegt að fást við ný lög og láta þau fljóta með. Það hefur sitt að segja bæöi fyrir okkur og áhorfendur. Ég er samt snortin af því að nú á árinu 1990 vilji fólk enn syngja gömlu lögin okkar, heyra þau og taka þátt í sýningum með okkur. Það er eins og þau til- heyri einhverju tímabili sem fólk saknar. Það fylgir ham- ingjunni í nútímanum að eiga Ijúfar minningar. Þær eru dýr- mætar og maður á að fara vel með þær. Ef ég á þátt í Ijúfum minningum fólks þá veitir það mér ánægju. Eins og áður segir hef ég komið þrisvar sinnum hingað til lands til að skemmta og það hefur ekkert breyst í fari fólks. Það er skap í ykkur rétt eins og í öðrum eyjabúum annars staðar í veröldinni," segir Liz og hlær, „en það er ekkert gaman þar sem alltaf er logn.“ Þessi viöfeldna og lífsglaða söngkona er öllu vön á sviði og kippir sér ekki upp við eins- taka „uppákomur" gesta. Þeg- ar leikurinn stóð sem hæst annað kvöldið sem Boney M skemmtu í Danshöllinni og salurinn söng Rivers of Baby- lon hástöfum þreif einn gest- anna hljóðnema og krafðist þess að fá að sjá betur úr sæti sínu hvað fram færi á sviðinu. Liz leysti „vandamálið" af móðurlegri umhyggju og ró- semi svo fáir tóku eftir - og rétt eins og smávægilegur ágang- ur gestanna væri sjálfsagður hluti sýningarinnar. Ágengir íslenskir ballgestir í stuði þykja þó engin lömb þegar þeir taka sig til. Liz umgengst aðra liðsmenn söngsveitarinnar af tillitsemi og umburöarlyndi - er mamm- an í hópnum hvort sem er á sviöi eða utan þess. Þau hin vita aö hún er Boney M og bera viröingu fyrir henni. Þegar Boney M, Liz Mitchell og fylgdarlið hennar, yfirgefa ísland 22. apríl hafa þau skemmt þúsundum íslend- inga, aðallega í Danshöllinni. Boney M. Gömlu lögin lifa enn og söngsveltln er á stöðugu ferðalagl heimshorna á milll. Undanfarið hafa þau skemmt á dans- og músfkháttð fDanshöllinnivið góðar undirtektlr fyrir fullu húsl. Það var tvennt sem þau báðu um þegar þau komu hingað til lands í byrjun þessa mánaðar. Annað var að skemmta börn- um endurgjaldslaust og hitt að komast í kirkju. Báðar óskir voru uppfylltar og gáfu þeim mikið. Þótt móttökur hafi verið mjög góðar var það kannski þetta tvennt sem gaf þessu at- vinnufólki í skemmtiiðnaðinum besta vegarnestið eitthvað út í heim. Næstu viðkomustaðir til hljómleikahalds eru Spánn, Júgóslavía, Tahiti, Indland, Þýskaland og áfram, áfram, áfram. Lífið er eitt samfellt syngjandi og dansandi ferða- lag þegar Boney M eru annars vegar. íslensk fegurð með NO NAME COSMETICS 8. TBL.1990 VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.