Vikan


Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 37

Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 37
Appelsínuhúð úr sögunni Hún ræður sér ekki fyrir gleði þegar hún sér mikilfengleik náttúrunnar. Það er sjaldgæft að hitta stúlku í nautsmerkinu sem ekki hefur verið í sveit eða ferðast um óbyggðar slóðir. Þær elska útreiðartúra og veiðiferðir. Þó konur í þessu merki séu virkilegir munaöar- seggir eru þær þó ósköp miklir strákar í hjarta sínu. Jörðin höfðar til þeirra á lokkandi hátt og þær bregðast við með því að faðma móður náttúru í full- komnum fögnuði. GÓÐMENNSKA Nautskonan getur verið auð- mýktin holdi klædd og gert ýmislegt fyrir aöra af hreinni góðmennsku. Sviðsljósið heill- ar hana ekki en þegar fólk man eftir henni tekur hún því með þökkum. Hin hliðin á þessu eðli er þegar innri hvöt hennar fyrir öryggi er óheft, þá gæti það endað með græðgi. Hún tengir velgengni beint við efnislegan auð og ef hún er ekki þroskuð andlega þá víkur eðlislæg umhyggja hennarfyr- ir öðru fólki úr sessi og hún nýtur lífsins minna. GLÆÐIR KULNAÐAR VONIR Kona í nautsmerkinu er aldrei tepruleg, hún barmar sér sjaldan og kvartar ekki oft. Mörg nautskonan aðstoðar mann sinn í námi eða vélritar fyrir hann viðskiptabréf sem hann kemur með heim af skrif- stofunni. Hún býst aldrei við því að einhver sjái algerlega fyrir henni án þess að hún leggi neitt af mörkum og henni líður hræðilega með manni sem ekki leggur neitt til heim- ilisins, þó svo hún reyni að láta það ekki á sig fá. Konur f nautsmerkinu þola Illa veik- lyndi, í hvaða formi sem það birtist. Það gengur kraftaverki næst hvað þessi kona þolir af sárs- auka og tilfinningalegu álagi enda getur hún meira að segja verið duglegri en kona í sporð- drekamerkinu. Þetta er kona sem getur af varfærni glætt kulnaðar vonir eiginmanns síns nýju lífi þegar honum finnst hann hafa orðið undir í einhverri baráttu. Þá gefur hún honum hlutdeild í sínum mikla kjarki. Hjá henni er ætíð nægi- legt húsrúm og hjartarúm til að bjóða ókunnuga eða ættingja velkomna og þér hlýnar fljótt hjá henni þegar þú kemur inn úr kuldanum. Nú fer sumarið að ganga í garð, við drögum fram stutt- buxur og læsum lopapeysuna inni í skáp með von um að veðurguðirnir verði okkur hlið- hollir hér á Fróni. Sumir hafa jafnvel hugsað sér að eyða fríinu fáklæddir við Miðjarðar- hafið, en ekki eru allir jafn- ánægðir með líkama sinn. „Appelsínuhúð" er vanda- mál sem flestar konur hafa miklar áhyggjur af. Ástæður fyrir henni geta verið tvenns konar: 1. „Appelsínuhúð" á feitum konum. Aukist fitulagið mynd- ast álag á trefjarnar en þær hafa lítinn teygjanleika. Þetta aukaálag orsakar „appelsínu- húð“. 2. „Appelsínuhúð“ á grönn- um konum. Slakni á húðinni sem er yfir fitulaginu mynda trefjarnar óaðlaðandi „polla" eða „appelsínuhúð“. Gel Concentré Multi-Actif Anti-Capiton er nýtt hlaup frá Clarins. Þetta er samband áhrifaríkra virkra efna sem leysast úr læðingi og vinna gegn „appelsínuhúð" þegar hlaupið er borið á hörundið. Þessi efni eru koffín, guarana, I. carnitine og silanol. Hlaupið er hálfgegnsætt og geymir rauðar og bláar örsmáar agnir sem hafa mikla flæðieiginleika og leysa einstök áhrif hlaups- ins úr læðingi. Mælt er með að því sé nuddað létt inn í húð- ina. Hlaupið á að skila skjótum árangri á erfiðum stöðum og styrkja útlínuáferð líkamans. Það gerir húðina stinna og dregur úr „appelsínuhúð“. Tefur fitusöfnun á ákveðnum svæðum, dregur úr og kemur í veg fyrir að „appelsínuhúð" myndist. Einnig tryggir það hraðan og varanlegan árangur sem eykst jafnt og þétt jafnvel eftir að strangri meðferð er lokið. Prófanir, sem gerðar hafa verið undir læknaeftirliti, stað- festa margþættan árangur Gel Concentré Multi-Actif Anti- Capiton frá Clarins. Áhrif og gæði hlaupsins voru einnig staðfest í athugasemdum neytenda: 100% voru ánægðir með áferðina, 98% voru ánægðir með ilminn og 79% fannst húðin mýkri eftir að hlaupið var borið á. Allir vita að til að grennast verður að fylgja réttu matar- æöi. Gott er að drekka mikið af vatni, stunda teygju- og önd- unaræfingar, borða mikið af fiski, prótíni og trefjaríkum mat. Forðast skal áfengi, sykur, dýrafitu, tóbak, álag, of- þreytu og erilsama lífshætti. Gel Concentré Multi-Actif Anti-Capiton er sérstök meö- ferö í tengslum við heilnæmt, vel skipulagt mataræði og skynsamlega lífshætti. □ 8. TBL.1990 VIKAN 37 diiioasNor siQNAda iogí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.