Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 30
Flest höfum viö lent í því
aö vera tímabundiö á
milli tannanna hvert á
öðru. Engum finnst gaman aö
veröa bitbein rógs eöa kjafta-
sagna. Viö erum viökvæm fyrir
umtali, nema náttúrlega að
umræöan gangi út á hæfileika
okkar og kosti. Því miður er
þessu oftast öfugt farið, þaö er
ýmist verið aö fjalla um galla
okkar eða hugsanlegar syndir
á hásgekingslegan hátt, okkur
til mikillar mæöu. Oftast þarf
sáralítiö til aö koma kjafta-
gangi af staö. Mikið er talaö
um náungann í kaffitímum hjá
hinum ýmsu stofnunum og
fyrirtækjum. Eins þrífast slúö-
ursögur ágætlega á sumum
heimilum og í félagasamtök-
um. Þær geta lifaö góöu lífi á
kaffihúsum og raunar hvar
Jóna Rúna Kvaran hóf að rita greinar fyrir Vikuna í síðasta tölublaði. Nú skrifar hún um
sögusmetturnar sem eru oft ótrúlega vinsælar þegar fólk er saman komið í boðum, á vinnustöðum
og kaffihúsum. Af hverju?
sem okkar athvarf er. Sumir
segja að kvennaklúbbar séu
stigahæstir í þessum efnum.
Því er að sjálfsögöu vísað á
bug því karlpeningurinn er
framtakssamur í þessu sem
ööru en fer leynt meö þaö. Oft-
ast bera karlar líka einhverja
konu fyrir slúðrinu, sem sagði
náttúrlega karlvini söguna í al-
gjörum trúnaöi.
Hvaö sem öllum getgátum
líður í þessum efnum er hvim-
leitt aö veröa aö viðundri, þeg-
ar illar tungur hafa gefiö okkur
vitnisburö sinn, yfirleitt án
þess aö þekkja haus né sporö
á okkur. Best væri ef allir
fengju aö gefa þá mynd af sér
sem gefur gleggsta hugmynd
um hvaða mann viö raunveru-
lega höfum aö geyma. Til þess
aö slík bjartsýni sé möguleg
verðum viö aö hafa fyrir því aö
kynnast persónulega öllum
þeim sem okkur eru sagöar
kjaftasögur af. Heldur óáhuga-
vert eða hvaö?
SLÚÐURVÉLIN
FER í GANG
ímyndum okkur aö þrjár
manneskjur hittist af tilviljun í
gamla miðbænum í höfuö-
borginni. Þær hafa verið aö
kaupa sitt af hverju til heimilis-
ins. Þetta eru góðir kunningj-
ar og þær rabba saman um
stund. Svo stingur ein upp á
þvi að þær ættu kannski aö
skreppa inn á Skálann og fá
sér kaffisopa meöan þær tal-
ast við. Þaö er samþykkt. Þær
eru ekki búnar aö sitja þar
lengi saman við borð áöur en
ein fer aö segja einhverja
hneykslissögu af einhverjum
sem hinar tvær þekkja. Og nú
er vélin komin í gang. Þær
taka nú að keppast við að
segja eitthvað misjafnt um
aðra fjarstadda. Þær hafa
myndaö þarna eins konar mið-
stöö sem hamast viö aö senda
frá sér neikvæðar hugsanir í
allar áttir. Eru þetta þá slæmar
manneskjur? Ekki er almennt
litið svo á enda gera þær yfir-
leitt aldrei beinlínis vísvitandi
á hlut annarra. En þaö er nú
einhvern veginn svo aö þegar
slíkt fólk talar saman og vill
láta taka eftir sér velur þaö
umtalsefni sem flestir vilja
hlusta á og þaö eru einmitt
yfirsjónir annarra.
Flestir eru haldnir vanmeta-
kennd og þeim þykir draga
svolítið úr henni ef bent er á
galla annarra. Fólk gleymir því
að neikvæöar hugsanir geta
valdiö skaða eins og jákvæöar
hugsanir geta styrkt góöar
manneskjur.
SÁUM HELDUR
GULLKORNUM
Hneykslissögur um náungann
eru ekki líklegar til aö auka trú
fólks á mikilvægi jákvæös
manngildis heldur þvert á móti
eins og áður er sagt. Flestir
skammast sín eftir á fyrir slíkt
þvaöur um fjarstatt fólk en þaö
er ekki nóg. Hvers vegna ekki
að venja sig hreinlega á aö
ræöa aöra ekki neikvætt nema
sá sem umræðan fjallar um fái
aö vera viðstaddur og bera
hönd fyrir höfuö sér? Þaö væri
sanngjarnt. Eöa hvað finnst
þér? Ekki væri heldur úr vegi
aö venja sig á aö tína oftar til
áhugaverða eiginleika ann-
arra, jafnvel aö tilefnislausu.
Þannig eigum við óbeinlínis
þátt í aö greiða götu annarra
og jafnvel veröa til þess aö
gleöja fólk án þess að krefjast
endurgjalds. Ef viö kjósum aö
vinna í þjónustu kærleikans
skulum við því forðast nei-
kvæöar hugsanir eftir bestu
getu og gæta hugsana okkar
vel. Reynum heldur aö taka
þátt í hinu gagnstæða, aö
bæta heiminn svolítiö meö því
aö bæta okkur sjálf.
ALDREI OF
VARLEGA FARIÐ
Sögusmettur eru oft ótrúlega
vinsælar þegar fólk er saman
komiö í boðum, á vinnustöö-
um og kaffihúsum. Af hverju?
Því þær halda yfirsjónum ann-
arra áþreifanlega á lofti og fólk
hlustar og hefur frásagnirnar
jafnvel eftir. Ekki er fjarri lagi
að álykta aö eftir slíkan óhróö-
ur um náungann þjáist gott
fólk af óþolandi sektarkennd
og sé jafnvel hneykslaöra á
sjálfu sér en þeim sem aö
ósekju fékk umfjöllunina.
Nú er svo í lifinu að hver
persóna er á einhvern hátt
frábrugðin annarri. Til er fólk
sem alls ekki getur fariö hefð-
bundnar leiðir aö markmiðum
sínum, er sem sagt ööruvísi
en heildin. Þetta fólk liggur oft
vel viö sögusmettum. Þaö
kannski tjáir sig lítið um fyrir-
ætlanir sínar og fer á móti
straumnum til árangurs. Þann-
ig fólk á oftast undir högg aö
sækja þegar kemur aö umfjöll-
30 VIKAN 8. TBL. 1990