Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 61
með
Veitingastaðir
nýjum, ferskum blæ
Lónid - Blómasalur - Koníaksstofa
Lónið - morgunn, hádegi, síðdegi.
Klukkan 5 að morgni, meðan borgin sefurenn, minnirand-
rúmsioft Lónsins um margt á líflegt veitingahús í erlendri
stórborg. Morgunverðarhlaðborðið svignar undan Ijúffeng-
um morgunkrásunum sem hótelgestir á fáraldsfæti notfæra
sér óspart af, td. áður en haldið er til Kefiavíkur. Milli kl.
7 og 10 er Lónið öllum opið. Árrisuiir borgarbúar koma
hér gjaman við, fá sér góðan morgunverð eða bara kaffi,
og líta í dagblöðin áður en vinnudagur hefst
I hádeginu kveður svo við annan tón. Hádegishlaðborðið,
með heitum og köldum réttum, ístenskum sem alþjóðleg-
um, laðar að fólk úr öllum áttum. Fólk úr viðskiptalífinu
með lítinn tfma jafnt og fólk sem vill njóta góðrar máltíðar
í ró og næði.
Sfðdegis breytir enn um svip. Ilmur af ítölsku espressokaffi,
tilheyrandi hviss kaffivélanna og lágvært en þægilegt skvald-
ur gesta, á mörgum tungum, Ijær Lóninu örlftið af þeim
heimsborgarblæ sem einkennir kaffihús stórborganna. Það
er sama hvenær þú kemur, þér mætir alltaf elskulegt við-
mót okkar ágæta starfsfólks.
Koníaksstofan - fyrir eða eftir máltíð.
I eilítið „aristókratísku" andrúmslofti Koníaksstofunnar,
sem minnir um margt á breskan klúbb, er notalegt að tylla
sér niður ídjúpa leðursófana meðglas í hönd eða kaffibolla,
ræða málin eða Ifta í íslensk eða erlend blöð og tfmarit I
Koníaksstofunni gefst einnig gott tóm til að líta á matseðil
og vfnlista Blómasalarins fyrir kvöldverðinn.
Blómasalur - þegar kvölda tekur.
I rómantísku andrúmslofti Blómasalarins er sannarlega
hægt að njóta kvöldsins. Þar blómstrar fleira en nýafskorín
blómin á borðunum. í eldhúsinu blása ferskustu straumar
mið-evrópskrar matargerðarlistar og þar blómstra hæfi-
leikar metnaðarfullra matreiðslumeistara okkar. Vínlistinn
er forvitnilegur kapftuli út af fyrír sig og gefur góða hug-
mynd um þá faglegu þjónustu sem við veitum og þann
metnað sem við höfum.
Viðhafnar- og veislusalir.
Viðhafnar- og veislusalir okkar, fyrir 10 eða 250 manns,
standa þér ávallt til boða. Hafðu samband og nefndu óskir
þínar - við uppfyllum þær. Síminn okkar er 91-22 3 22.
FLUGLEIDIR
llliN
i jm jy miilM1 a
MIKLU MEIRA EN COTT HÓTEL
AUK/SlA k321-4