Vikan


Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 20

Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 20
An trúarinnar hefði ég aldrei komist heil í gegnum þetta - segir Liz, mamman í Boney M. Þeir eru ófáir sem ein- hvern tíma hafa stigið dans eftir taktföstu hljómfalli Boney M laganna eða sönglað þau fyrir munni sér, svo velþekkt eru þau. Boney M söngsveitin tilheyrir dans- og diskóæðinu sem gekk yfir heimsbyggðina um miðjan áttunda áratuginn og plötur sveitarinnar hafa fram á 20 VIKAN 8. TBL. 1990 þennan dag selst í yfir 100 milljónum eintaka víða um heim. Þegar dansfárið hjaönaði fór gengi Boney M sömu leið en á síðustu árum hefur sveitin aft- ur átt velgengni að fagna og undirtektir sannað að lögin eru langt frá því að vera gleymd - þvert á móti falla þau vel I kramið nú á tímum upprifjun- artískunnar þegar dansað er og sungið í anda liðinna tíma út um allar trissur. Liz Mitchell heitir hún, fyrir- liði Boney M, en hún söng nær öll lög sveitarinnar sem fræg- ust urðu. Má þar nefna Rivers of Babylon, Sunny, No woman no cry og Marys boy child. „Margir reyndu að kalla sig Boney M og græða á því eftir að við hættum aö starfa um tíma en það varð til þess að við tókum upp þráðinn að nýju og eftirspurnin reyndist vera mikil. Við áttuðum okkur eigin- lega ekki á því hvað lögin höfðu náð miklum vinsældum út um allan heim. Síðan hefur lífið verið samfellt ferðalag til allra heimshorna," segir þessi rólega og geðþekka söng- kona. „Eins og aðrir útlendingar hélt ég að hér væri allt á kafi í snjó allan ársins hring. Það var þegar ég kom hingað fyrst en ég fann fljótt hlýjuna í viðmóti gesta hér á landi og ég hef o eignast nokkra ágæta vini hér q c* :d C5 3 5 z Llz Mltchell - forsöngvari 3 Boney M, hamingjusöm : þrtggja barna móðlr sem talar við Guð sinn i hvert sinn sem 3 hún stígur á svið. eftir að hafa komið hingaö þrisvar sinnum til að skemmta. Yfir veðrinu kvarta ég ekki. Gestir Danshallarinnar hafa tekið okkur opnum örmum og verið vel með á nótunum. í raun eru allir áhorfendur eins, ef þér tekst að nálgast þá af einlægni. Skelin er bara mis- jafnlega þykk, en þar fyrir inn- an kemur manneskjan í Ijós. Ég er gjarnan spurð aö þvf hvort ekki sé leiðigjarnt að syngja sömu lögin mörg þús- und sinnum, en svarið í mín- um huga er einfalt: Á því augnabliki sem ég geng inná svið hugsa ég til Guðs og fæ þaðan öryggi og þá gieði sem ég þarf til að gera mitt besta og ná til fólks. Það skiptir ekki máli hvaða lög við syngjum, ef einlægnin og ánægjan er fyrir hendi koma gestir til móts við þig. Já, ég er alin upp í trúnni og án hennar hefði ég ekki siglt í gegnum Ijósum glitrandi dansveröld andlega ósködd- uð. Ég hef aldrei þurft að nota „efnin" til að „fegra“ veröldina og mér hefði aldrei gengið svona vel í mínu starfi ef ég væri ekki innst í hjarta mínu hamingjusöm. Ég á þrjú börn og gef þeim það vegarnesti sem foreldrar mínir gáfu mér. Þaö hefur gefist vel án þess að ég geti kannski talist fyrir- myndarmóöir. Starfs míns vegna er ég mikið að heiman en ég á góða að svo einhvern veginn blessast þetta,“ Þegar hún segir þetta vill hún komast í síma til að hringja heim til London. Barnapían veiktist og önnur komin á heimilið í staðinn. Það er stundum erfitt að fjarstýra heimilishaldinu landa á milli. fe TEXTI: ÞORGEIR ÁSIVALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.