Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 44
s -
^jmasagan Frh. aft>is. 23
Þeim kom saman um aö hittast klukkan níu
morguninn eftir. Um leiö og frú Beauvais borg-
aöi drykkinn og fór út af barnum heyröi hún, að
hr. McGrath pantaöi sér „bourbon". Hann hef-
ur því líklega drukkiö sauterne af tillitssemi við
hana.
Þessi hr. McGrath, hugsaöi hún meö sjálfri
sér, er líklega rúmlega fimmtugur. Ekki er ó-
sennilegt, að hann hafi einhvern tíma verið
tryggingasali eöa eigandi bílaleigu. Hann var
einn af þessum blíðlegu, ísmeygilegu, slyngu
mönnum sem hún þekkti svo vel. Hann var vel
klæddur og smekklegur hvar sem á hann var
litið. Neglur hans voru vandlega snyrtar og
gleraugun geröu þaö aö verkum aö hann var
eins og ugla í framan. Hún haföi veitt því eftir-
tekt aö hælarnir á skónum hans voru frekar
háir enda þótt hann væri næstum sex fet á
hæö.
Hégómans hégómi, hugsaði frú Beauvais
um leið og hún gekk yfir anddyriö.
„Frú Beauvais!"
Þetta var Jerry. Hún sneri sér viö og fagnaði
honum af barnslegri gleöi:
„Gott kvöld, Jerry! Það gleöur mig innilega
aö sjá þig. Ég...“
Hann greip fram í fyrir henni, hrukkaöi ennið
og augu hans lýstu áhyggjum og svolitlum
kvíða.
„Ég veit aö mér kemur þaö ekkert við, frú, en
mig langar samt til aö segja yður svolítiö. Þessi
maður sem þér voruð að tala viö inni á
barnurn..."
„Áttu við hr. McGrath?"
„Já. Ég mundi vara mig á honum ef ég væri
í yðar sporum, frú. Ég hef ekkert á móti honum
persónulega, skiljið þér. En hann hefur verið
að flækjast hérna á hótelinu mánuöum saman
og er alltaf á höttunum eftir, -ja, konum, ef þér
skiljið hvaö ég á við.“
Einkennileg sælukennd fór um frú Beauvais.
„Ég þakka þér kærlega fyrir hugulsemina,
Jerry minn. Og ég skil mætavel aö þú skulir
hafa haft áhyggjur af þessu. En hlustaðu nú á
mig. Það er ekki svo oft sem ungur piltur eins
og þú lætur sér annt um velferð gamallar konu.
Ég er orðin býsna veraldarvön, eins og sagt er.
Á ferðum mínum hef ég kynnst mörgum
mönnum, sem eru nákvæmlega eins og hr.
McGrath. Ég sé um hann - og sjálfa mig!“
„Jæja, allt í lagi. Mérfannst bara að ég þyrfti
endilega aö minnast á þetta við yður.“
„Og ég er þér afar þakklát fyrir hugulsemina
og umhyggjuna. En nú langar mig til aö biðja
þig að kaupa handa mér stærsta sápustykkiö
sem þú getur fundið í nágrenninu. Hérna!"
Hún rétti honum dollaraseðil.
Hann hristi höfuðið, augu hans urðu aftur
skær og glaðleg og hrukkurnar hurfu af enni
hans í einni svipan.
„Ég geri vinum mínum greiöa meö ánægju,
frú Beauvais - og fyrir ekki neitt."
Frú Beauvais hugsaöi með sjálfri sér að lífið
væri vissulega þess virði að lifa því meðan til
væri fólk eins og Jerry. Hún fór upp á herberg-
iö sitt og lagðist í rúmið en gat ekki hvílst. Ég
er ekki taugaóstyrk, sagði hún við sjálfa sig, en
ég er búin að eyða hættulega miklu af pening-
unum mínum. Ég verð að taka eitthvað til
bragðs í þeim efnum og það fyrr en seinna. Af
einhverju verö ég aö lifa í framtíðinni. Hún sá
fyrir sér andlit lans McGrath á hvítu loftinu og
brosti til þess. Hún otaði fingrinum að því en
ekki var gott að segja til um hvort hún var að
aðvara hann eða gefa honum undir fótinn með
þessu.
Hún tók upp símtólið og bað um harðsoðin
egg, te og ristað brauð. Að því búnu fór hún
inn á baðherbergið og háttaði. Hún kom aftur
fram að vörmu spori í rauöum silkislopp, settist
á rúmið meö tannburstann í hendinni og las ef
til vill í hundraöasta skipti það sem stóð utan á
honum: Made in Japan.
Hún tók lokið af og dró fram samanvöðlaða
seðlabúntið sem var aleiga hennar. Hún
breiddi seðlana á rúmið, hvern fyrir sig. Þetta
voru þrjú hundruð og tveir dollarar, að viðbætt-
um tveimur dollurum sem voru í handtöskunni
hennar og fjórum pennyum. Hún gat mælt
framtíð sína með þessum seðlum og kopar-
peningum!
Henni varð hverft við þegar bankað var á
dyrnar. Hún flýtti sér að safna saman pening-
unum og kallaði fram:
„Hver er það?“
„Hr. lvory,“ var svarað.
Hún varð ringluð andartak. Hún þekkti eng-
an með því nafni. Þá rann allt í einu upp fyrir
henni Ijós. Hún lét peningana eiga sig á rúminu
og opnaði fyrir Jerry sem rétti henni risastórt
sápustykki. Áður en hún gat þakkaö honum
kallaði hann upp yfir sig:
„Heyrið þér mig! Þér skuluð ekki láta alla
þessa peninga liggja svona á glámbekk! Það
er ekki öruggt að geyma peninga á svona
stað.“
Hún lofaði Jerry að hún skyldi setja þá í ör-
yggishólf gistihússins en sagði honum ekki, aö
hún treysti ekki slíkum öryggishólfum - ekki
frekar en öryggi sinnar eigin framtíðar. Þegar
Jerry var farinn og þjónn kominn með eggin og
teið tók hún til matar síns og naut sérhvers
munnbita. Hún reyndi aö horfa ekki á verð-
skrána sem stóð á borðinu og minnti hana
óþyrmilega á hversu óheyrilega mikiö svona
lítil máltíð kostaöi. Loks stóðst hún ekki mátið
lengur, stóð á fætur, reif verðskrána í tætlur og
fleygði henni í ruslakörfuna.
Hún var eins og unglingsstúlka á leið í fyrstu
skógarferðina sína og spjallaði glaölega við hr.
McGrath um leið og þau stigu um borð í
bátinn. Það var óvenju heitur júnímorgunn,
heiður himinn og glaða sólskin.
„Ég var farinn að óttast að þér kæmuð ekki,“
sagði McGrath um leið og þau settust á aftur-
dekk bátsins.
„Voru miðarnir dýrir?" spurði hún.
„Ferðir á töfrateppum eru alltaf dýrar," sagði
McGrath glaðlega. „En þær eru peninganna
virði."
Síðar tók hún eftir áhyggjufullu glotti á andliti
hans og var í þann veginn aö vekja máls á því
þegar skipsflautan var þeytt og báturinn mjak-
aðist hægt frá bryggjunni. Þau sigldu niður
Hudson-fljót og inn í mynni úthafsins þar sem
frelsisstyttan stóð tígurleg álengdar og haf-
skipin komu og fóru allt í kring. Litlu síðar
sigldu þau upp East River, snæddu pylsur,
hölluðu sér fram á handriðið og virtu fyrir sér
freyðandi slóð bátsins.
Hún tók eftir því að McGrath glotti enn, en
þegar hann varð var við aö hún gaf honum
gætur í laumi brosti hann og reyndi aö segja
eitthvað skemmtilegt. Hann sagði meðal ann-
ars að eyjan hefði einhvern tíma veriö seld fyrir
aðeins tuttugu og fjóra dollara. Einnig spurði
hann hana hvort hana langaði ekki til aö
bregöa sér í froskmannabúning og kafa niður
á hafsbotn. Hún hafði gaman af þessu, sér-
staklega hinu síðarnefnda.
En ferðin tók brátt enda; báturinn lagöist að
bryggju og þau stigu fimlega í land.
„Ég þakka kærlega fyrir, hr. McGrath," sagði
hún. Þau stóðu á bryggjunni í heitri sólinni og
urðu allt í einu bæði vandræðaleg; vissu ekki
almennilega hvað þau ættu af sér að gera.
„Ég hafði gaman af að fara þessa ferð og
skemmti mér mjög vel,“ sagði hún hraðmælt.
„Næst skulum við fara i dýragarðinn," sagði
hann. „Ég hef heyrt sagt aö þar séu kentárar
og gammar og alls konar skepnur."
„Ó, það verður gaman! Ég hef ekki séö
gamma síðan ég var fimm ára gömul. Og kent-
ára aldrei!"
Næsta kvöld hittust þau af tilvilkjun eða svo
virtist þeim báðum. Það var í anddyri gistihúss-
ins. McGrath var eitthvað óstyrkur og eftir
nokkur venjuleg kurteisisorð bað hann hana
að hafa sig afsakaðan og fór. Þegar hann haföi
gengið fáein skref frá henni kallaði frú Beauva-
is á eftir honum. Hann stansaði, hún gekk til
hans og leiddi hann til sætis í sófa.
„Það er eitthvað að?“ sagði hún. „Segið mér
hvað það er!“
„Ó, kæra frú,“ mótmælti McGrath og gerði
sér upp reiði.
„Yður er óhætt að segja mér það. Hvað er
það sem amar að yður?“
„Er það augljóst mál að eitthvað sé aö
mér?“
„Já, yður tekst ekki að leyna því.“
„Jæja, ég skal þá segja yður það fyrst þér
endilega viljið: Hvað er það sem veldur fólki
oftast áhyggjum? Jú, auðvitaö peningar, það
er að segja skortur á þeim. Þeir voru aö hóta
að fleygja mér út af hótelinu ef ég greiddi ekki
reikninginn upp í topp á stundinni. Þetta er að
vísu ekki há upphæð en það vill svo illa til að
ég hef ekki nægilegt fé handbært í svipinn."
Frú Beauvais skildi þetta alltof vel. Hvað í
ósköpunum var hægt að gera i málinu?
„Hve há er skuldin, lan?“ spuröi hún.
Svipur hans mildaðist andartak eins og hún
hefði klappað honum á kinnina. Hún haföi
nefnt hann með fornafni og það var sannar-
lega góðs viti.
„Eitt hundrað áttatiu og fjórir dollarar," taut-
aði hann.
Henni þótti þetta svimandi upphæð en lét
ekki á neinu bera. Þvert á móti hló hún og
sagði:
„Er það allt og sumt? Maður hefði getað
haldiö að þetta væru þúsundir dala eftir svipn-
44 VIKAN 8. TBL. 1990