Vikan


Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 58

Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 58
MADHOUSE 1990, BANDARÍSK, ORION PICTURES LEIKSTJÓRN OG HANDRIT: Tom Ropelewski, FRAMLEIÐ- ANDI: Leslie Dixon, STJÓRN KVIKMYNDA- TÖKU: Denis Lewiston, LEIKMYND: Dan Leigh, KLIPPING: Michael Jablow, TÓNLIST: David Newman. PERSÓNUR OG LEIKENDUR: ÞAR SEM ALLT GETUR GERST Mark-John Larroquette, Jessie -Kirstie Alley, Fred-John Diehl, Bernice-Jessica Lundy, Jonathan-Bradley Gregg. SÝND í HÁSKÓLABÍÓI. myndiö ykkur allt það versta sem getur komið fyrir hjón sem eru nýbúin að koma sér fyrir í huggulegu húsi á góðum stað. I Mad- house gerist það allt. Mark Bannister (John Larroquette, Stripes, Blinde Date, Altgered Stages og sjónvarpsþættirnir Night Court) er upprennandi stjarna í fjármálaheiminum þegar myndin hefst. Konan hans, Jessie (Kirstie Alley, Look Who’s Talking og sjón- varpsþættirnir Cheers), vinnur hins vegar á sjónvarpstöð þar sem hún kemurfram daglega í fréttatímanum, með spurningu dagsins. Dag einn eiga þau von á gömlum vini Marks sem hann hefur ekki séð í fimmtán ár. Þegar á flugvöllinn er kom- ið kemur i Ijós að vinurinn hef- ur breyst þónokkuð. Hann, konan hans og kötturinn Scruffy eru komin í heimsókn og þau hjónin upplifa í fyrsta skiptið næturgesti. Sú reynsla reynist þeim ofviða og ekki batnar ástandið þegar nætur- gestunum fer að fjölga. Leikstjóri myndarinner er Tom Ropelewski sem hér leikstýrir sinni fyrstu mynd og skrifar einnig handritið. Mynd- in ber þess merki að um fyrstu mynd höfundar sé aö ræða. Hér ræður gáskinn ferðinni en uppbygging myndarinnar er látin sitja á hakanum. Stund- um finnst manni einum of mik- ill gáski eins og t.d. þegar þau hjónin eru að koma frá flug- vellinum eftir að hafa sótt Fred og Bernice. Þá ælir kötturinn (greinilega magaveikur eftir flugið) allrosalega í nýja BMW-inn svo að næstum flæðir upp úr. Það eina sem Mark, allur útældur, segir er: „Ótrúlegt hvað mikið rúmast í maganum á þessum ketti.“ Þannig verður þetta einföld mynd með nokkrum brjálæðis- legum hugmyndum sem fá mann til að hlæja mismikið og endirinn er klassískur. Leikar- arnir eru flestir vanir gaman- ieikarar og virðast ráða ferð- inni nokkuð mikið sjálfir. Þann- ig bregður fyrir hjá John Larr- oquette persónueinkennum saksóknarans sem hann leikur í Night Court. Framleiðandinn Dixon (sem hér framleiðir sína fyrstu mynd en hefur skrifað þónokkur handrit, t.d. Outrageous Fort- une og Overboard) og Ropel- ewski segja að hugmyndin sé sprottin úr þeirra eigin reynslu sem hjóna. Þau upplifðu sína næturgesti þó svo að þau neiti alveg að segja hvaða gestir kveiktu neistann að hugmynd- inni. „Við þekkjum þó enga eing og Fred (John Diehl) og Bernice (Jessica Lundy), þau eru alveg sér á báti.“ Myndin er hin besta skemmtun, sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman af gríni í brjálaðri kantinum, en hún býður ekki upp á neitt óvænt. Þeim sem finnst allt vera á móti sér og eiga voðalega bágt ættu að sjá myndina Madhouse í Háskólabíói og munu koma út skælbrosandi, vitandi að vandræðin gætu verið verri. 56 VIKAN 8. TBL. 1990 SVEINBJÖRN AÐALSTEINSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.