Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 9
og kvarta yfir einhverjum óþægindum og fá lyf-
seðil svo þær nota oft lyf líka. Flestar byrja á
róandi lyfjum, svo koma svefntöflur og vöðva-
slakandi töflur og yfirleitt allar þær töflur sem
þær ná í og breyta líðaninni. Þessar konur
eiga oft mjög erfitt eftir á því það eru mikil og
langvarandi eftirköst af lyfjaneyslu. Þaö fylgir
henni mikið vonleysi og oft eiga þær erfitt með
Afneitunin getur virkað sem eins
konar plástur á sjálfsvirðingu
fólks.
að trúa því að þær geti komist í gegnum lífið
án þess að nota lyfin. Oft sameinast heilu fjöl-
skyldurnar um að halda ástandinu leyndu, ef
um er að ræða drykkju hjá konu, af því eins og
litið er á málin þykir það meiri skömm ef kona
drekkur en ef karlmaöur drekkur.
Það er líka til að konur selji sig beint og
óbeint fyrir vímugjafa. Sumar konur köllum við
vændiskonur en þegar kona býr með manni
sem hún er löngu hætt að elska en sefur samt
hjá honum væri þess vegna hægt að senda
þeim hinum sama afnotagjald með C-gírós-
eðli. Tilfinningarnar eru búnar en konan treystir
sér ekki til að fara frá manninum því hún vill
ekki missa þetta fjárhagslega öryggi. Hvað er
þetta annað en sala á eigin líkama? Eins og ég
sé það þá eru margar vændiskonurnar í ver-
öldinni. Það fær mann kannski til að hugsa um
að aldrei skyldi neinn dæma annan. Þegar ver-
ið er að dæma konur, sem eru alkóhólistar,
ætti bara hver og einn að líta í eigin barm.“
Hvernig er góður ráðgjafi?
„Hlutverk okkar er einkum að hlusta á þaö
sem fólk hefur að segja og koma þeim boðum
til skila að við vitum hvernig því líði. Góður ráð-
gjafi reynir aö segja: „Ég skil þig, skil hvernig
þér líður, en þú þarft ekki að láta þér líða
svona lengur. Áfengis- eða vímugjafaneyslan
veldur því að mörgu leyti að staða þín í lífinu
er svona. Takirðu neysluna út úr myndinni áttu
möguleika á að breyta hlutunum."
Þœr koma inn með bjúg og
kannski glóðarauga. Hvernig
upplifir þá konan sig?
Áreiðanlega ekki eins og í
Tab-auglýsingu.
Þeir sem eru ráðgjafar eru yfirleitt alkóhólist-
ar sjálfir og það er gott og gilt svo langt sem
það nær. En mér hefur alltaf fundist við hafa
þörf fyrir ákveðinn faglegan grunn til að byggja
á. Við þurfum aö geta varið okkur sjálf í vinn-
unni, gæta okkar á því að taka ekki mál inn á
okkur og á því að fara ekki að ráðskast með
fólk. Til þess að verja sig þarf að þekkja leiðir
og mig hefur oft vantaö aðferðir til að verja
sjálfa mig fyrir þeim hörmungum sem ég heyri
um daglega. Þetta eru trúnaðarmál og maöur
situr eftir með þau. Svo þarf að þekkja mörk
þess hve langt ráðgjafi á að ganga. Ráðgjafi
má ekki taka ábyrgð á öllum vandamálum
sjúklings, svo sem fjármálum og fjölskyldumál-
um, og halda að hann geti leyst þau. Það er
ekki okkar hlutverk aö stjórna lífi annarra.
Það er líka mjög mikilvægt fyrir þann sem
stundar áfengisráðgjöf að líta ekki á sig sem
læknaöan. Ekki að hugsa: „Þú situr þarna
veikur og hér sérðu mig og ég er læknuð!" Við
erum bæði með sama vandamálið því ég var
líka alkóhólisti en ég fann ákveðna leiö.“
Beitirðu einhverri sérstakri aðferð?
„Mér hefur fundist best að beita hinni svo-
kölluðu „tough love“ aöferð á fólk. í mínum
huga þýöir „tough love“ að ég standi með viö-
komandi en láti hann þó ekki komast upp með
neinn moðreyk. Ég reyni að sýna fólki skilning
og einnig að fá það til að horfast í augu við af-
leiðingar neyslunnar. Þaö er vegna þess að
fólk þarf að skilja að það er að vinna í þessu
fyrir sjálft sig og tilfellið er að horfi fólk ekki á af-
leiöingarnar gerist ekkert!
Fólk fer gjarnan í afneitun þegar það vill
foröast að horfa á afleiðingar neyslu og þá
virkar afneitunin sem eins konar plástur á
sjálfsvirðingu fólks. En ráðgjafinn er ekki aðal-
atriöið í meðferð. Það er í gegnum hina sjúkl-
ingana sem fólk fær trú. Fólk getur verið í vörn
gagnvart ráðgjafanum en það getur sagt
næsta manni, sem situr við hliðina á því og er
líka skjálfandi, frá öllu.
Það skemmtilegasta við að vera ráðgjafi er
þegar hópur fer virkilega í gang og fer að
vinna. Það er eitt sterkasta afl sem ég hef
kynnst. Ég held að maður veröi fyrst og fremst
að vera manneskja til aö vera góður ráðgjafi
því það er frumskilyrði fyrir vel heppnaðri með-
ferð að fólk fái að halda virðingu sinni. Það er
ýmislegt sem kemur upp sem ráögjafi hefur
ekki menntun eða faglegar forsendur til að tak-
ast á við. í framhaldi af því á hann ekki að
leggja fólki lífsreglur heldur benda á leiðir."
Ertu þá að segja að ráðgjafi þurfi að fá
meiri faglegan grunn til að geta lifað sjálfan
sig af við erfiðar kringumstæður?
„Mín skoðun er sú að ráðgjafar þurfi að fá
markvissa menntun í því að vinna með fólk.
Mér hefur oft fundist sem ég væri aö nota
happa- og glappaaðferðina þegar ég er ein-
ungis að byggja á því að ég er óvirkur alkó-
hólisti og kannski á eínhverju innsæi eða taka
tilfinningatengdar ákvarðanir. Maður stendur
stundum frammi fyrir því að segja við mann-
eskju sem er að deyja úr alkóhólisma: „Þú ert
á rangri braut, þú ert ekkert að gera í þínum
málum og nú verður þú að fara.“ Það er mjög
erfitt að fara svo heim með þetta.
Ef ég fengi eina ósk uppfyllta þá væri hún að
ráðgjafastarfið yrði gert aö lögvernduðu starfi
og ráðgjafar fengju markvissa kennslu frá
prestum, félagsfræðingum, sálfræðingum og
læknum. Það gera allir einhver mistök og sjálf-
sagt sálfræðingar líka en það veitir manni á-
kveöið öryggi að hafa slíka menntun að bak-
hjarli. Ráögjöf, sem er kannski eingöngu
byggð á hugboðum og tilfinningaviðbrögðum
og mismiklu innsæi, getur misst gjörsamlega
rnarks."
Hvað ráðleggurðu konu sem kemur til
þín í sárum eftir neyslu og er búin að missa
allt sem henni var kært?
„Ég hef bent mörgum konum á að nota
æðruleysisbænina varðandi börnin sín. „Guð
gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt." Það þýðir: Ég verð aö
sætta mig við þá staðreynd aö ég drakk yfir
Þegar verið er að dœma konur,
sem eru aikóhólistar, œtti bara
hver og einn að iíta í eigin barm.
börnunum mínum og sjái ég aö þau hafi
skaddast af því verð ég að ganga í gegnum
það; því breyti ég ekki. Svo bið ég um kjark til
aö breyta því sem ég get breytt. Það þýöir:
Haltu áfram að vera allsgáð og standa með
þessum börnum. Síðan þarf ég að biðja um vit
til að greina þar á milli - til aö láta ekki sektar-
kenndina hlaupa með mig í gönur í uppeldinu.
Þetta ráðlegg ég oft því sárastur af öllu er svið-
inn í sambandi við það aö vera kona, að vera
móðir og að vera alkóhólisti - það sem börnin
þurfa aö ganga í gegnum.
Þær konur sem ég er að vinna með núna
standa algerlega óvímaðar gagnvart hinum
hrikalegu afleiðingum neyslunnar og mér
Þœr eiga oft erfitt með cð trúa
því að þœr geti komist í
gegnum lífið án þess að nota lyf.
finnst þær sýna mikinn kjark. Þær sýna líka
samstöðu; benda hver annarri á ef einhver er
að fara út af brautinni. Þegar konur koma inn í
meðferð eru þær gjarnan upþfullar af tor-
tryggni, reiði og finnst þær vera í eilífri sam-
keppni við aðrar konur. En konurnar á heimil-
inu hjá mér hafa náð þeim þroska að þær
standa saman eins og einn maður. Þarna á
þjóðfélagið von á því að fá konur með mikla
reynslu sem þær geta nýtt sér i mörgum
störfum."
8.TBL. 1990 VIKAN 9