Vikan


Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 60

Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 60
TEXTI: ANNATOHER Nú er aö hefja göngu slna á Stöð 2 ný þátta- röð sem nefnist Séra Dowling. Þættirnir verða á dagskrá á laugardagskvöldum I sumar. Þeir fjalla um séra Dowling sem kemst upp á lag með að leysa morðgátur. Hann nýtur aðstoðar sam- starfskonu sinnar, nunnunnar Steve sem gengur undir nafn- inu „systir Steve“. Þrátt fyrir sakleysislegt útlit er hún hinn mesti bragðarefur og gæti þess vegna verið vitorðsmað- ur allra glæpamannanna. Á einhvern yfirnáttúrlegan hátt tekst þeim skötuhjúum að finna sönnunargögn sem leysa gáturnar, svo jafnvel lög- regluna grunar að „himnesk öfl" standi með þeim. Tom Bosley og Tracy Nelson í hlutverkum séra Dowlings og systur Steve. Saman tekst þeim að leysa gátur svo snilldarlega að jafnvel lögregluna grunar að „himnesk öfl“ standi þar að baki. / DOWLING Tom Bosley fer með hlut- verk fööur Dowling. Flestir þekkja hann úr þáttunum Morðgátu þar sem hann leikur hinn góðlega lögreglustjóra Tupper. Bosley er borinn og barnfæddur í Ohicago þar sem þættirnir eiga að gerast. Hann hóf feril sinn í litlu leik- húsi skömmu eftir aö hann lauk menntaskólanámi. Bosl- ey eyddi næstu árum í upp- færslum á Broadway og það varð til þess að hann vann stóran leiksigur í söngleiknum Fiorello! árið 1959. Meðal ann- ars fékk hann hin vinsælu og eftirsóttu Tony-verðlaun. Eftir sigurgöngu á Broad- way og eftir aö hafa sannað ótvíræða hæfileika sem grín- leikari hóf hann f auknum mæli að leika í sjónvarpsþátt- um. Hann varð einn af fasta- leikurunum hjá NBC sjón- varpsstöðinni sem framleiðir einmitt þættina um séra Dowling. Bosley lék mág Debbie Reynolds í vikulegu þáttum hennar þar sem Dean Martin fór einnig með hlutverk. Aörir þekktir þættir, þar sem hann hefur komið við sögu, eru Bonanza, Love, American Style og hinn ógleymanlegi Get Smart. MORÐSÖGUÞÆTTIR Tracy Nelson, „systir Steve“, kynntist snemma frægð og frama. Hún er fædd í Santa Monica í Kaliforníuríki og fjölskylda hennar hefur löngum staðið í sviðsljósinu. Faðir hennar var söngvarinn sálugi, Ricky Nelson. Hún er barnabarn grínparsins Ozzie og Harriet sem urðu fyrst fræg af útvarpsþáttum sínum og síðan sjónvarpsþáttum. Nel- son hefur leikið í grínþáttunum Square Pegs og spennuþátt- unum Glitter. Hún lék vand- ræðaungling í myndinni Down and out in Beverly Hills. Nelson segist vera mjög spennt fyrir að takast á við hlutverkið í nýju þáttaröðinni þar sem hún leikur þessa blíðu en úrræðagóðu nunnu sem oft þarf að vinna undir fölsku flaggi til að ná söku- dólgnum. Nelson er gift Will- iam R. Moses sem leikur unga lögfræðinginn, Ken Malansky, á móti Raymond Barr í Perry Mason Specials. Hann leikur einnig gestahlutverk í einum þættinum um séra Dowling. Mary Wickes leikur forvitna ráðskonu. Hún er gamalkunn- ugt andlit úr mörgum góðum grínmyndum fyrri ára. Allir að- dáendur sígildra mynda eins og The Man Who Came to Dinner, Music Man, Now, Voyage og White Christmas með Bing Crosby koma til með að þekkja rödd hennar og and- lit strax. Framleiöandi þáttanna er ekki með öllu óþekktur þar sem hann framleiðir Matlock- þættina. Hann er sannfærður um að sjónvarpsþættir, þar sem þekktir leikarar fara með aðalhlutverkin, séu það sem fólkið vill. Hann er virtur á sínu sviði svo þáttaröðin um séra Dowling ætti ekki aö svíkja neinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.