Vikan - 19.04.1990, Page 58
MADHOUSE 1990,
BANDARÍSK, ORION
PICTURES
LEIKSTJÓRN OG
HANDRIT: Tom
Ropelewski, FRAMLEIÐ-
ANDI: Leslie Dixon,
STJÓRN KVIKMYNDA-
TÖKU: Denis Lewiston,
LEIKMYND: Dan Leigh,
KLIPPING: Michael
Jablow, TÓNLIST: David
Newman. PERSÓNUR
OG LEIKENDUR:
ÞAR SEM ALLT GETUR GERST
Mark-John Larroquette,
Jessie -Kirstie Alley,
Fred-John Diehl,
Bernice-Jessica Lundy,
Jonathan-Bradley Gregg.
SÝND í HÁSKÓLABÍÓI.
myndiö ykkur allt það
versta sem getur komið
fyrir hjón sem eru nýbúin
að koma sér fyrir í huggulegu
húsi á góðum stað. I Mad-
house gerist það allt. Mark
Bannister (John Larroquette,
Stripes, Blinde Date, Altgered
Stages og sjónvarpsþættirnir
Night Court) er upprennandi
stjarna í fjármálaheiminum
þegar myndin hefst. Konan
hans, Jessie (Kirstie Alley,
Look Who’s Talking og sjón-
varpsþættirnir Cheers), vinnur
hins vegar á sjónvarpstöð þar
sem hún kemurfram daglega í
fréttatímanum, með spurningu
dagsins. Dag einn eiga þau
von á gömlum vini Marks sem
hann hefur ekki séð í fimmtán
ár. Þegar á flugvöllinn er kom-
ið kemur i Ijós að vinurinn hef-
ur breyst þónokkuð. Hann,
konan hans og kötturinn
Scruffy eru komin í heimsókn
og þau hjónin upplifa í fyrsta
skiptið næturgesti. Sú reynsla
reynist þeim ofviða og ekki
batnar ástandið þegar nætur-
gestunum fer að fjölga.
Leikstjóri myndarinner er
Tom Ropelewski sem hér
leikstýrir sinni fyrstu mynd og
skrifar einnig handritið. Mynd-
in ber þess merki að um fyrstu
mynd höfundar sé aö ræða.
Hér ræður gáskinn ferðinni en
uppbygging myndarinnar er
látin sitja á hakanum. Stund-
um finnst manni einum of mik-
ill gáski eins og t.d. þegar þau
hjónin eru að koma frá flug-
vellinum eftir að hafa sótt Fred
og Bernice. Þá ælir kötturinn
(greinilega magaveikur eftir
flugið) allrosalega í nýja
BMW-inn svo að næstum
flæðir upp úr. Það eina sem
Mark, allur útældur, segir er:
„Ótrúlegt hvað mikið rúmast í
maganum á þessum ketti.“
Þannig verður þetta einföld
mynd með nokkrum brjálæðis-
legum hugmyndum sem fá
mann til að hlæja mismikið og
endirinn er klassískur. Leikar-
arnir eru flestir vanir gaman-
ieikarar og virðast ráða ferð-
inni nokkuð mikið sjálfir. Þann-
ig bregður fyrir hjá John Larr-
oquette persónueinkennum
saksóknarans sem hann leikur
í Night Court.
Framleiðandinn Dixon (sem
hér framleiðir sína fyrstu mynd
en hefur skrifað þónokkur
handrit, t.d. Outrageous Fort-
une og Overboard) og Ropel-
ewski segja að hugmyndin sé
sprottin úr þeirra eigin reynslu
sem hjóna. Þau upplifðu sína
næturgesti þó svo að þau neiti
alveg að segja hvaða gestir
kveiktu neistann að hugmynd-
inni. „Við þekkjum þó enga
eing og Fred (John Diehl) og
Bernice (Jessica Lundy), þau
eru alveg sér á báti.“
Myndin er hin besta
skemmtun, sérstaklega fyrir
þá sem hafa gaman af gríni í
brjálaðri kantinum, en hún
býður ekki upp á neitt óvænt.
Þeim sem finnst allt vera á
móti sér og eiga voðalega
bágt ættu að sjá myndina
Madhouse í Háskólabíói og
munu koma út skælbrosandi,
vitandi að vandræðin gætu
verið verri.
56 VIKAN 8. TBL. 1990
SVEINBJÖRN AÐALSTEINSSON SKRIFAR