Vikan


Vikan - 19.04.1990, Side 21

Vikan - 19.04.1990, Side 21
Liz og maður hennar, Thomas, reka fyrirtækið Bon- ey M og bókanir ná langt fram í tímann. Auk ferðalaga starfar Liz við upptökur með Frank Farian, sen bjó til Boney M og eru mörg verkefni framundan nú þegar Boney M búa við vel- gengni. „Ég hafði einu sinni miklar áhyggjur af því hvað tæki við þegar lögin frægu rynnu sitt skeið á enda - en ekki lengur. Þaö er til nóg af fólki sem vill heyra þau aftur og aftur, en það er líka nauð- synlegt að fást við ný lög og láta þau fljóta með. Það hefur sitt að segja bæöi fyrir okkur og áhorfendur. Ég er samt snortin af því að nú á árinu 1990 vilji fólk enn syngja gömlu lögin okkar, heyra þau og taka þátt í sýningum með okkur. Það er eins og þau til- heyri einhverju tímabili sem fólk saknar. Það fylgir ham- ingjunni í nútímanum að eiga Ijúfar minningar. Þær eru dýr- mætar og maður á að fara vel með þær. Ef ég á þátt í Ijúfum minningum fólks þá veitir það mér ánægju. Eins og áður segir hef ég komið þrisvar sinnum hingað til lands til að skemmta og það hefur ekkert breyst í fari fólks. Það er skap í ykkur rétt eins og í öðrum eyjabúum annars staðar í veröldinni," segir Liz og hlær, „en það er ekkert gaman þar sem alltaf er logn.“ Þessi viöfeldna og lífsglaða söngkona er öllu vön á sviði og kippir sér ekki upp við eins- taka „uppákomur" gesta. Þeg- ar leikurinn stóð sem hæst annað kvöldið sem Boney M skemmtu í Danshöllinni og salurinn söng Rivers of Baby- lon hástöfum þreif einn gest- anna hljóðnema og krafðist þess að fá að sjá betur úr sæti sínu hvað fram færi á sviðinu. Liz leysti „vandamálið" af móðurlegri umhyggju og ró- semi svo fáir tóku eftir - og rétt eins og smávægilegur ágang- ur gestanna væri sjálfsagður hluti sýningarinnar. Ágengir íslenskir ballgestir í stuði þykja þó engin lömb þegar þeir taka sig til. Liz umgengst aðra liðsmenn söngsveitarinnar af tillitsemi og umburöarlyndi - er mamm- an í hópnum hvort sem er á sviöi eða utan þess. Þau hin vita aö hún er Boney M og bera viröingu fyrir henni. Þegar Boney M, Liz Mitchell og fylgdarlið hennar, yfirgefa ísland 22. apríl hafa þau skemmt þúsundum íslend- inga, aðallega í Danshöllinni. Boney M. Gömlu lögin lifa enn og söngsveltln er á stöðugu ferðalagl heimshorna á milll. Undanfarið hafa þau skemmt á dans- og músfkháttð fDanshöllinnivið góðar undirtektlr fyrir fullu húsl. Það var tvennt sem þau báðu um þegar þau komu hingað til lands í byrjun þessa mánaðar. Annað var að skemmta börn- um endurgjaldslaust og hitt að komast í kirkju. Báðar óskir voru uppfylltar og gáfu þeim mikið. Þótt móttökur hafi verið mjög góðar var það kannski þetta tvennt sem gaf þessu at- vinnufólki í skemmtiiðnaðinum besta vegarnestið eitthvað út í heim. Næstu viðkomustaðir til hljómleikahalds eru Spánn, Júgóslavía, Tahiti, Indland, Þýskaland og áfram, áfram, áfram. Lífið er eitt samfellt syngjandi og dansandi ferða- lag þegar Boney M eru annars vegar. íslensk fegurð með NO NAME COSMETICS 8. TBL.1990 VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.