Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 6
TEXTI OG LJÓSM, RAGNAR LÁR
L / O M
RÆNN AHUGI
A_ Dergþóru-
gotu og Vitastíg er
rakarastofa. Viö hlið
hennar er innrömmun og til-
heyrir Bergþórugötu 23. Hand-
an götunnar er Austurbæjar-
skólinn og utan og ofan við
hann er Iðnskólinn. Innrömm-
unin heitir Harðarrammar og
var áður fyrr til húsa í bakhúsi
að Laugavegi 17.
Sá sem ræður ríkjum í
Harðarrömmum heitir Hjálmar
Jóhannsson og er pípulagn-
ingameistari að mennt. Þegar
okkur ber að garði er Hjálmar
að ramma inn mynd sem gerð
er eftir verki spánska meistar-
ans El Greco. Myndin er prent-
uð á pappír sem límdur er á
striga og þarf því að strekkja
Hér eru að sjálfsögðu teknar
mikilvægar ákvarðanir sem
sumar varða þjóðarheill.
Hver eru áhugamálin fyrir
utan vinnuna?
- Áhugamálin eru þau helst
að drekkja möðkum, kom-
ast á völlinn og að
ferðast.
efni félaga minn aö þessu
sinni. Ekki batnaði það þegar
ég skömmu seinna fékk svart-
bak á öngulinn. Það er
óskemmtilegasti dráttur sem
ég hef fengið.
Er vandasamt að veiða á
stöng?
- Ég fór á sínum tíma á
INNRAMMARI, AUSTURBÆINGUR OG VALSARI
SEM ÞYKIR VÆNT UM KR-INGA
hana á blindramma áður en
hún fer í ytri rammann, gylltan
fínlegan ramma sem eigand-
inn hefur valið.
En hvaðan kemur Hjálmar?
- Ég er getinn í Reykjavík
en fæddur á Snæfellsnesi.
Þriggja mánaða flutti ég
„aftur“ til Reykjavíkur. Ég er
því Reykvíkingur í húð og hár
og þar að auki Austurbæingur.
Auk þess að vera Austurbæ-
ingur er ég Valsmaður.
Af hverju Valsmaður?
- Ég er Valsmaður vegna
þess að bestu drengirnir eru í
Val. Hins vegar þykir mér
vænst um KR-inga fyrir utan
Valsara.
Af hverju KR-inga?
- Það er svo gaman að
vinna þá.
Þeir sem stunda boltaíþrótt-
ir, hvort heldur er sem þátttak-
endur eða áhorfendur, kann-
ast margir við Hjálmar. Hann
lætur gjarna í sér heyra á vell-
inum, ekki síst þegar Valur er
að keppa, og er óhræddur við
að láta álit sitt f Ijós. Reyndar
þarf Hjálmar ekki að vera á
vellinum til að láta í sér heyra.
Þetta vita þeir sem hafa hitt
hann í gegnum tíðina, hvort
heldur er á förnum vegi eða á
vinnustað. Þeir eru enda ófáir
sem líta inn á verkstæðið til að
spjalla og fá sér andlega upp-
lyftingu í amstri hversdagsins.
Hjálmar hefur ótal sögur á
hraðbergi enda hefur hann
víða komið við í gegnum árin
og kynnst mörgum kynlegum
kvisti á lífsgöngunni, sem ekki
hefur alltaf legiö um sléttlendi.
Skólagangan?
- Ég var auðvitað í barna-
skóla Austurbæjar, þessum
sem er hérna handan götunn-
ar. Síðan lá leiðin út á vinnu-
markaðinn, meðal annars á
sjóinn.
Hvað um pípulagnirnar?
- Ég fór ekki að læra þær
fyrr en Iðnskólinn flutti hingað í
Austurbæinn, eins og hver
maður getur skilið. Ég vann
síðan við pípulagnir í fjölda
ára eða allt þar til heilsan bil-
aði og bannaði slíka vinnu. Þá
sneri ég mér að innrömmun.
- Af listrænum áhuga, þaö
gefur augaleið.
Svarið við síðustu sþurning-
unni gefur Hjálmar með sér-
stökum áherslum og glettnis-
glampa í auga. LIST-rænum
áhuga. Skyldi hann tengja
áhugann við ramma-list?
Þú vinnur hérna einn. Er
það ekki leiðinlegt?
- Mér hefur aldrei leiðst
nein vinna. Hingað koma líka
ýmsir góðir menn - og konur.
Hefurðu ferðast víða?
- Ég hef ferðast vítt og
breitt um landið en auk þess
hef ég komið til Danmerkur,
Svíþjóðar, Englands og
Spánar. Þar vorum við hjónin
um jólin síðustu. Mest finnst
mér þó gaman að ferðast um
eigið land og kynnast því.
Þú talaðir um að drekkja
möðkum?
- Já, ég stunda silungs-
veiði. Ég er ekki í þeim launa-
flokki að geta stundað laxveið-
ar.
Þú hefur auðvitað sett í
þann stóra?
- Stærsti fiskur, sem ég hef
veitt, var nú níu punda sjóbirt-
ingur. Hann veiddi ég í Heiðar-
vatni í Mýrdal. Stærsta bleikj-
an, sem ég hef veitt, var sjö
pund. Hún var ekki mikil á
lengdina en hún var svo feit að
hún var steinsofnuð þegar ég
dró hana að landi.
Veiðisaga?
- Þær eru margar, veiði-
sögurnar. Eitt sinn var ég
ásamt félögum mínum að
veiðum í Vatnsdalsá. Ég hafði
vaðið nokkuð langt frá landi,
en þarna var aðgrunnt. Félag-
ar mínir stóðu uppi á landi og
sáu hvar ég stikaði svo hratt
sem kostur var að landi. Ég
hafði sett í væna bleikju.
Blessunin sú arna ákvað að
snúa dæminu við og draga
mig að landi og synti því á fullri
ferð á land Uþp með mig í eftir-
dragi. Ég varð því aðhláturs-
kastnámskeið í Laugardals-
höll. Slík námskeið eru nauð-
synleg undirstaða og góð
vetraræfing fyrir veiðitímann.
Að lokum, Hjálmar. Hvereru
dýrmætustu verk sem þú hefur
rammað inn?
- Það er nú svo afstætt
hvað er dýrmætt og hvað ekki.
Fyrir eigandann getur lítil fjöl-
skyldumynd verið ómetanleg
og dýrmætari en flest annað.
En ætli ég nefni ekki mynd eftir
norska meistarann Edvard
Munch sem ég rammaði inn
fyrir nokkrum árum. Ég þorði
ekki annað en vinna hana
samdægurs og vildi ekki hafa
hana undir höndum lengur en
nauðsyn bar til. Þá má nefna
Kjarval en ég hef rammað inn
nokkrar myndir eftir hann.
Erfiðasta innrömmunin?
- Ætli það sé ekki mynd
sem var með mislöngum lang-
hliðum. Önnur hliðin var 120
cm en hin var 100 cm. Af þeim
ástæðum var ekkert horn rétt.
Þetta var strembið verkefni.
Skrýtnasta verkefnið?
- Ég lenti eitt sinn I því að
ramma inn púslu (raðmynd)
sem var 150x110 cm að
stærð. Ég varð að líma niður
hverja einustu púslu og
ramma síðan myndina inn
undir gleri. Þetta var skrýtið
verkefni og krafðist mikillar
þolinmæði.
Við kveðjum Hjálmar inn
ramma og þökkum honum fyrir
spjallið, já og teið. □
6 VIKAN 12. TBL. 1990