Vikan


Vikan - 14.06.1990, Side 14

Vikan - 14.06.1990, Side 14
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN INGJU- SAMUR NEMA HEIMA Krabbinn er fjóröa merkiö í dýra- hringnum, frumkvætt vatn. Hann er merki sumarsins og er náttúrumaður í eðli sínu. Hann hefur sterkar tilfinn- ingar og finnur oft á sér hvað er rétt eða rangt þó hann geti ekki útskýrt hvers vegna. Krabbinn er hlédrægur og alvörugef- inn, varkár og getur virst dulur og stundum feiminn. Hinn dæmigerði krabbi lætur sér annt um heimili sitt, börn og fjölskyldu. Hann hefur sterka ábyrgðarkennd og vill vernda þá sem honum þykir vænt um. FÁÐU ÞÉR REGNKÁPU Þegar krabbinn er í veisluskapi er hann skemmtilegasta persónan á staðnum og reytir af sér brandara. Kímni krabbans er aldrei yfir- borðskennd eða innantóm því hún á sér rætur í vandlegri athugun hans á mannlegri hegðun. En ef þú kvefast auðveldlega skaltu vera í regnkápu þegar þú hefur samskipti við krabba í leiðu skapi. Hann getur haft sömu áhrif og væri maður vafinn í blaut teppi, skjálfandi af vosbúð. Krabbinn getur orðið ólýsanlega leiður og drekkt fólki í botnlausu þunglyndi. Þó er ekki auðvelt að koma auga á krabba í þessu skapi því ef hann hefur verið særður er ásök- unarfull þögn helsta einkenni hans. Hann á þó til að hefna sín en oftast fer sú hefnd fram með leynd og alls ekki fyrir opnum tjöldum. SAFNAR UPPLÝSINGUM Krabbinn ber lotningu fyrir fortíðinni og er oft- ast föðurlandssinni fram í fingurgóma. Hann safnar oft forngripum og þjáist af ólæknandi forvitni um allt sem liðið er. Fólk trúir honum oft fyrir leyndarmálum sín- um því samúð krabbans er bæði djúp og næm. Þetta er þó aldrei gagnkvæmt því hann ver sínar eigin tilfinningar vandlega fyrir forvitnum augum. Samt er sjaldgæft að krabbinn leggi dóm á annaö fólk. Hann safnar einfaldlega upplýsingum, meltir þær og veltir þeim fyrir sér. Það er ekki hægt að ásaka krabbann um að vera fljótfær. GENGUR ALDREI BEINT TIL VERKS Ef þú ert svo heppinn aö vera í fjöru þar sem finnast raunverulegir krabbar skaltu fylgjast með atferli þeirra, til dæmis því hvernig þeir ganga. Fái krabbi augastað á stóru tánni á þér byrjar hann á því að færa sig svolítið aftur á bak. Síðan tekur hann nokkur hliðarspor. Þar næst skríður hann fyrirvaralaust í gagnstæða átt. En ef einhver hætta virðist á að hann missi bitann, sem hann girnist, ræðst hann strax til atlögu. Hinn mannlegi krabbi hegðar sér ná- kvæmlega eins og gengur aldrei beint til verks þegar hann girnist eitthvað. Það er ekki fyrr en einhver annar virðist ætla að krækja sér í hnossið að krabbinn hendist áfram, nær ör- uggu taki og fæst ekki til að sleppa. HVERGI HAMINGJUSAMUR NEMA HEIMA Þótt krabbinn ferðist kannski um hálfan hnött- inn í tengslum við starf sitt er hann aldrei full- komlega hamingjusamur nema eiga heimili að snúa til. Þar leikur hann sér, lifir, elskar, dreym- ir og er öruggur. Öryggi er kröbbum mikilvægt og þeir eiga erfitt með að finna til nægrar ör- yggiskenndar til að geta slappað af. Krabbinn TUNGL: TILFINNINGAR, UNDIRVITUND, MINNI, HEIMILI, BERNSKA, HIÐ KVENLEGA, MJÚKA OG EFIRGEFANLEGA, SKYNJUN Á MÓÐUR OG VIÐHORF TIL NÁNASTA UMHVERFIS. man alltaf eftir áföllum liðinna ára - þó svo hann hafi ekki verið fæddur þegar þau dundu yfir - og vill vera viðbúinn öllu. Það er í raun- inni mjög líklegt að Nói hafi verið fæddur í júlí því hann var líka viðbúinn öllu. Margir krabbar eiga sjálfir bát og rúmur helmingur þeirra krabba sem þú kynnist á lífs- leiðinni notar helgarnar til að fara út á sjó. Ef til vill er hann háður flóði og fjöru. FANN UPP MAGASÁRIÐ Þaö er næstum hægt að segja að krabbinn hafi fundið upp magasárið en fái hann stóran skammt af kæti, bjartsýni og hlátri á degi hverj- um verður hann hraustur á líkama og sál. Fólki í þessu merki er mun hættara én öðru við að veikjast vegna neikvæðra hugsana en samt sem áður tekst engum eins vel og krabbanum að framkalla sjálfur kraftaverk á eigin heilsu. Þetta er undarlega mótsögn en það gerði öll- um kröbbum ómælt gagn að velta henni svolít- ið fyrir sér. SÉRFRÆÐINGUR f SÖFNUN AUÐS Engum er betur treystandi fyrir peningum en krabbanum (þó fylgja nautið, steingeitin og meyjan fast á eftir). Krabbinn er sérfræðingur í N 14 VIKAN 12. TB' 1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.