Vikan


Vikan - 14.06.1990, Side 22

Vikan - 14.06.1990, Side 22
TEXTI: ANNATOHER NÆRINGARLEG MISTÖK SEM MÖMMUR GERA rátt fyrir hugulsemi og góöan vilja til aö fá börnin til aö boröa vel geta aðferðirnar verið slæmar fyrir þau. Hérna sérðu hvað þú gætir verið að gera rangt - og hvernig þú færð barnið þitt til að borða rétt. ÞAÐ SEM MÖMMUR SEGJA: • Þú ferð ekki frá borðinu fyrr en þú hefur klárað allt af diskinum. • Enginn eftirréttur nema þú borðir grænmetið. • Ekki meira sælgæti handa þér. Þú fitnar af því. • Ég eyddi öllum eftirmiðdeg- inum í að elda - þú verður að borða meira en þetta. • Hvernig má það vera að þú sért aftur orðinn svangur? Þú varst að enda við að borða. • Ef þú leggur af kaupi ég kjólinn sem þig langar svo mikið í. • Það var leitt að þú náðir ekki inn í keppnisliðið. Hvað segir þú um súkku- laðisnúð til að hressa þig við? • Ef þú ert góð hjá tann- lækriinum kaupi ég ís handa þér. • Borðaðu meira! Viltu ekki verða stór og sterkur? • Hættu þessu nasli. Það eina sem þú gerir er að borða. • Þú værir sæt ef þú gætir lagt af. Getur eitthvað af þessum staðhæfingum átt við þig? Jafnvel þó það sé aðeins ein sem þú kannast við gæti það þýtt að þú gefir barni þínu vill- andi og mögulega skaðleg skilaboð um mat og næringu. Þótt tilgangurinn sé góður og þú viljir bara - eins og allir hugulsamir foreldrar - vera viss um að barnið þitt borði rétt gæti viðhorf þitt gagnvart nær- ingu gert meiri skaða en gagn. Að pína barnið til að borða til dæmis grænar baunir „af því þær eru svo hollar", jafnvel þótt barninu finnist þær hreinn viðbjóður, gæti leitt til þess að barnið haldi að allur hollur matur sé vondur. Að segja við feitlagið barn að allur þessi ís setjist bara á lærin á því skemmir aðeins sjálfsálitið og eykur sektarkennd þess gagn- vart ákveðnum fæðutegund- um, sem seinna meir gæti leitt til megrunarsýki og óreglu- iegra matarvenja. Hér á eftir fylgja sex verstu setningar, sem foreldrar geta sagt við barnið sitt varðandi mataræði, ásamt tillögum að uppbyggj- andi ráðleggingum I staðinn. 1, „Þú verður að borða, jafnvel þótt þú sért ekki svangur. “ Allir foreldrar verða að gera sér grein fyrir að börn borða þegar þau eru svöng, þau matvöndu líka. Það á aldrei að neyða barn til að borða. „Drekktu alla mjólkina," verð- ur til þess að barnið hættir að finna þegar það hefur fengið nóg. í staðinn er ráðlegt aö foreldrar spyrji börnin sín spurninga eins og: „Ert þú svangur/svöng?“ eða „Hvað langar þig til að borða?11 eða „Ert þú saddur/södd?“ Flestir foreldrar finna breytinguna þegar þeir hætta að segja börnum sínum hvenær, hvað og hversu mikið þau eigi að borða. Börnin fagna þá máltíð- um sem skemmtilegri uppá- komu. 2, „Ekkert nasl á milli mála!“ Hvorki ættu foreldrar að þvinga börn sín til aö borða né ætti að banna þeim að borða - eða banna þeim að borða það sem þau langar í þegar þau eru svöng. Þegar börnin fá sjálf að ráða hvað þau borða þá kemst með tímanum gott jafnvægi á mataræði þeirra. Það skiptir ekki máli hvort þau fá dagskammtinn af prótíni úr brauðsneið eða hnetusmjöri eða fiskmáltíðinni. Jafnvel þótt börnin borði of mikið af svo- kölluðum „verðlaunasætind- um“ er venjulega engin á- stæða til varúðarráðstafana, þar sem mjög líklega bæta þau sér það upp seinna með heilsusamlegri máltíð. Það er auðvitað ekkert rangt við að setja reglur eins og „ekkert nasl rétt fyrir matinn11 ef for- eldrar telja það spilla matarlyst barnsins. Foreldrar geta einn- ig stjórnað matarvenjum barnsins með því að hafa ein- göngu hollan mat í húsinu, þar á meðal naslið. 3. „Efþið eruð góð fáið þið nammi." Tengslin á milli matar og væntumþykju eru mjög djúp- stæð I mörgum okkar. Það er mjög mikilvægt að börn fái raunhæft viðhorf til matar. Fæðan er bragðgott eldsneyti fyrirlíkamann, ekki mælikvarði á væntumþykju. Foreldrar ættu að sýna ástúð og vel- þóknun með beinum orðum og gerðum, ekki I gegnum mat. Börn sem sífellt heyra athuga- semdir á borð við „Þú mátt fá nammi af því að þú varst svo góður/góð“ eða „Ef þú ert góður/góð við barnfóstruna bakar hún smákökur handa þér“ gætu lagt mat á sam- hengi þess við hrós og aðeins fundið fyrir væntumþykju ef þau eru verðlaunuð með ein- hverju matarkyns. Seinna I lífi þessara barna, þegar þau eru sorgmædd eða einmana, gætu þau snúiö sér að mat I leit að huggun sem svo aftur leiðir til vandamála eins og ofáts. Þaðan af síður ætti að nota mat í refsingarskyni. Það á aldrei að svipta barn mat með valdi svo það fáist til að hegða sér betur; né ætti að þvinga það til að borða eitthvað sem því finnst vont af því það var óþægt. Þess konar aðferðir geta leitt til óheppilegra matar- venja seinna meir. 4, „Ertu ekki búin að fá nóg?“ Hjón sem eiga þrettán ára gamla dóttur koma henni þrá- faldlega í vandræði með at- hugasemdum eins og „Hvaða strákur heldur þú að verði skotinn í stelpu sem borðar eins og hestur?11 í hvert sinn sem þau sjá hana borða nasl, sælgæti eða fá sér aftur á diskinn. ( staðinn fyrir að örva þetta barn til að breyta matar- 22 VIKAN 12. TBL. 1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.