Vikan


Vikan - 14.06.1990, Side 31

Vikan - 14.06.1990, Side 31
DÁLÍTIÐ LEIDIN- LEGT VANDAMÁL... Kœra Vika. Mig langaði til að spyrja þig nokkurra spurninga og vona að ég fái fljótt svör. Af hverju fœr maður bólur á bakið og bringuna og hvernig losnar maður við þœr? Ég borða ekki sœlgœti og ekki mikinn sykur þannig að það getur ekki verið þess vegna. Getur maður smitast af alnœmi við að drekka úr sama glasi og sá sem er smitaður? Svo er það dálítið leiðinlegt vandamál sem ég á við að stríða og það er að mér finnst ég vera svo sljó. Ég tek oft ekki eftirfólki í kringum mig og sé ekki fólk sem er að reyna að heilsa mér. Fólk sem ég þekki ekkert en hitti kannski oft eða eitthvað þannig hefur hœtt að heilsa mér. Ég er 16 ára og tala ekki mikið. Eg er búin að vera svona í nokkur ár. Mér gengur líka dálítið illa að einbeita mér að skólabókum. Ég get lesið sömu setninguna fimm sinnum án þess að fatta hvað stendur. Þetta getur ekki verið út af drykkju því ég drekk ekki mikið. Svo gleymi ég líka oft að tala þannig að það liggur við að fólk haldi að ég sé mállaus. Af hverju fœr maður skán á tunguna? Þetta er ógeðslegt. Ég hef prófað að bursta hana með tannbursta en það gengur ekki. Svo var það eitt enn. Af hverju gengur mér alltaf betur að skrifa en tala? Ég gœti lengt þetta bréf upp í tíu síður eða meira en nú œtla ég að hœtta þessu rausi. Eift vandamál SVAR: Jk ð fá bólur er fylgifiskur unglingsáranna. Þá er margt að gerast í líkamanum og hann breytist mikið. Bótur þessar gera vart við sig bæði hjá piltum og stúlkum, á ýms- um stöðum líkamans, aðal- lega þó í andliti, einnig á baki og bringu. Það erþó ekki eins algengt og það fyrrnefnda. Þessar bólur hverfa af sjálfu sér þegar einstaklingurinn þroskast meira. Til þess að halda þeim eitthvað i skefjum er besta ráðið að húðinni sé haldið vel hreinni á þeim stöð- um sem þær eru. Aldrei á að reyna að kreista þær því það gerir aðeins illt verra. Sólarljós hefur yfirleitt góð áhrif á bólur til þess að þær hjaðni. Ef þú ert mjög slæm er ekki úr vegi að leita til læknis en í vægari tilfellum til snyrtifræðings. Ekki hefur verið sýnt fram á að sætindaát hafi áhrif á bólur en vitað er að þær koma af völd- um hormóna. Þú spyrð um smitun á al- næmi. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að al- næmi smitist á annan hátt en við kynmök eða blóðblöndun einhvers konar. Að vera svona sljó eins og þú lýsir er ekki alveg heilbrigt. Það sem ég get ráðlagt þér er fyrst og fremst að reyna að hreyfa þig sem mest, borða næringarríka fæðu, taka víta- mín og reyna að forðast öll vímuefni. Einnig gæti verið gott fyrir þig að stunda eitt- hvert tómstundastarf sem þú hefðir áhuga á og myndi koma þér í góðan félagsskap. JC- hreyfingin hefur það að mark- miði að byggja fólk upp and- lega og hjálpa því að öðlast meira sjálfsöryggi og betri mannleg samskipti. Gæti starf á hennar vegum verið góður kostur fyrir þig. Ef ekkert af þessu hjálpar ættirþú að leita til heimilislæknis þíns og/eða sálfræðings. Tungan er öll þakin fjölda þráðlaga skynfæra sem nefn- asttotur. Stundum fara þærað stækka og þá kemur hvít skóf á tunguna. Það er ekki hægt að skafa hana burt og hún ætti ekki að vera fólki til ama. Menn vita ekki hvers vegna hún kemur. Hún kemur stund- um ef munnvatnsframleiðsla minnkar af einhverjum ástæð- um og fylgir oft í kjölfar kvef- pestar eða sýkingar í munni svo sem munnbólgu eða tann- kýlis. Þessi skóf er algerlega hættulaus og þarfnast engrar sérstakrar meðferðar. Fólki sem er feimið og á í einhverjum samskiptaörðug- leikum við annað fólk gengur yfirleitt betur að skrifa en tala vegna þess að þá er það eitt með sjálfu sér og enginn utan- aðkomandi að trufla það. PENNAVINIR Ungur maður í Póllandi óskar eftir pexmavinum. Hann er landafræðistúdent og er 21 árs og hefur m.a. áhuga á ferðalögum, nátt- úru og tónlist. Hann skrif- ar á eftirfarandi tungumál- um: Pólsku, þýsku og rúss- nesku. Skrifið til: Tomasz Gawex Ul. Powstancow 34 A766 31-422 KRAKOW POLLATTD Ungur sögukennari í Pól- landi óskar eftir pennavin- um. Áhugamál hans eru saga og menning Norður- landa og þá sérstaklega íslands, bæði tii forna og nú. Hann er 22 ára og lang- ar að læra íslensku. Önnur áhugamál hans eru sund, körfúbolti, einnig hefur hann áhuga á tónlist (Da- vid Bowie og Police). Skrif- ið á ensku til: Jacek Zolnowski Ul. Stolarska 10 84-230 Rumia POIiLAND Myndarlegur, handarísk- ur karlmaður óskar eftir að skrifast á við íslenska konu. Hann segist vera um 190 cm á hæð og fæddur 19. ágúst. Hann vill skrif- ast á við aðlaðandi, gáfaða konu á aldrinum 25-35 ára. Hann segist vera við- kvæmur og einlægur og njóti lífsins. Honum flnnst gaman að ferðast, hlusta á tónlist og hitta nýtt fólk. Hann langar að flnna ein- hverja sem er sérstök til að eyða lífinu með. „Bf þú ert hláturmild kona sem þorir að taka áhættu og lifa lífinu til fullnustu þá hlakka ég mikið til að fá fýrsta hréfið frá þér. Bréfum sem mynd fylgir verður svarað um hæl.“ Don Warren 1001 Tarnstone Dr. Rocky Mount, N.C. 27803 USA Annar Bandarílyamaður er einnig á höttunum eftir íslenskum kvenmanni. Hann langar að skrifast á við ljóshærða konu. Hann segist vera aðlaðandi Andalúsíu/grískur Amerík- ani, 30 ára gamall. Hann hefur áhuga á útilífi, ferða- lögum, austrænni tónlist og matreiðslu. Skriflð til: Francisco Barea 4722 Bentham Dr., Apt. 201 Columbus Ohio 43220 USA Japönsk kona óskar eftir pennavini frá íslandi. Hún er fædd 18. febrúar 1954 og hef- ur verið giít frá því í júní 1979. Hún á 8 ára gamlan son, 3 ketti og einn asna. Hún kennir börnum á píanó og orgel. Hún segist skrifast á við 20 manns viðs vegar um heim en að hún eigi engan pennavin frá íslandi. Áhuga- mál hennar eru: lestur, saumaskapur, prjón, sund, matreiðsla, garðyrkja og bréfaskriftir. Hún safhar bókamerkjum, límmiðum og bréfsefhum. Skriflð á ensku til: Akemi Imai 3-18 Ise-Cho Ashiya Hyogo 689 Japan Kaliforníustrákur eða maðtu sem er hriíinn af ís- lendingum óskar eftir penna- vinum, hann heitir Jon en segir ekki til um aldur. Hann hefur áhuga á gervihnatta- sjónvarpi, kassettum, að skiptast á myndum, bréfa- skriftum og sumarfríum. Jon L. Barrett P.O. BOX 224 Pinon Hilis, Califomia 92372 USA Nítján ára finnsk stúlka óskar eftir pennavini. Hún á heima í N-Finnlandi og áhugamál hennar eru bók- menntir, teikning, umhverf- isfriðtm, dans, ferðalög, tungumál og tónlist (ekki diskó). Hana langar til að verða rithöfundur og lista- maður. Hún hefur einnig áhuga á neðanjarðarhreyf- ingum og dýr eru henni kær. Hún biður þá sem hafa sams konar áhugamál að skrifa sér - aldur skipti engu máli. Johanna Náátsaari Ruottalantie 14 SP-98440 Kallaanvaara Pinland. 12. TBL. 1990 VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.