Vikan


Vikan - 14.06.1990, Page 43

Vikan - 14.06.1990, Page 43
Frá opnun sýningar Nýhafnar á Pullman hótelinu í Luxemborg. Svava (t.v.) og Svala ásamt Ríkharði Hördal. ljósm.: david pitt EkkS bara í sýningar- salnum í Hafnarstræti ær Svala Lárusdóttir og Svava Aradóttir láta sér ekki lengur nægja aö standa eingöngu fyrir sýningum í sýn- ingarsal þeim er þær opnuöu fyrir ekki svo ýkja löngu í Hafn- arstrætinu undir nafninu Nýhöfn. Síöústu tvær vikur maímán- aöar stóöu þær fyrir sýningu á verkum sex íslenskra mynd- listarmanna af yngri kynslóð- inni á Pullman hótelinu í Lux- emborg, sem hefur hýst marg- an íslendinginn. Þar hefur áöur veriö gengist fyrir ís- landskynningum. Þeim Svövu og Svölu var Ríkharður Hördal til fulltingis við sýningarhaldiö og allmörg íslensk fyrirtæki styrktu þetta framtak þeirra. Á sýningunni áttu eftirtaldir listamenn verk: Guöbjörg Lind Jónsdóttir, Jón Axel Björnsson, Kristín Þor- kelsdóttir, Siguröur Örlygsson, Sóley Eiríksdóttir og Valgarö- ur Gunnarsson. Einar Benediktsson, sendi- herra Islands í Belgíu og Lux- emborg, opnaöi sýninguna. Meöal gesta voru Islendingar búsettir í Luxemborg og fjöldi erlendra gesta. Var sýning- unni mjög vel tekið. □ Tvöfaldur raki ACO FUKTLOTION gefur húð þinni tvö náttúruleg rakabindiefni. Finndu sjálf hve ACO Fukt- lotion smýgur hratt inn í húð- ina án þess að klægi eða svíði undan og hve húðin verður mjúk. ACO FUKTLOTION ilmar einnig þægilega. Heldurðu að þú finnir betri húðmjólk? Hún er notaleg fyrir allan líkamann. ACO Fuktlotion! Með og án ilmefna. Fæst aðeins í apótekinu. 12. TBL. 1990 VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.