Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 45

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 45
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON efsta skólastig. Tilgangurinn er aö kenna nemandanum aö rata meðalveginn og búa hann undir fastmótaö hlutverk í þjóðfélagsvélinni. Fyrst ber að kenna börnum aö standa og ganga í röö, hemja hreyfikerfi líkamans meö kyrrsetu í stól langtímum saman og síðar meir mata nemendur á sögu- legum „staðreyndum" og viöurkenndum kenningum annarra. Ef skólastarfið er skoðaö fordómalaust kemur í Ijós aö börnum er kennt að þegja sem mest, hlusta sem best og leggja á minnið álitlegt safn upplýsinga. FJÖLMIÐLAR OG STREITA BARNA Mikilli fjölmiölanotkun fylgir einnig ákveöiö álag. Hljómlist, kvikmyndir, myndbönd, lestur dagblaða og sjónvarpsgláp eru áreiti sem góö þykja í haefilegum skammti en skapa spennu og farg ef fram úr hófi keyrir. Aðgengilegasti fjölmiðillinn núna er án efa sjónvarpið enda er þaö orðið mótandi að- ili í uppvexti barna og hefur mikil áhrif á líf margra fullorð- inna. Það má segja að sjón- varpið komi næst á eftir for- eldrum og kennurum hvað uppeldi barna varðar. Ef marka má bandaríska könnun, sem gerð var meðal barna, tóku flest þeirra sjón- varpið fram yfir móður sína eða föður. Spurt var: Hvort viltu missa sjónvarpið eða mömmu þína? og Hvort viltu missa sjónvarpið eða pabba þinn? Yfirgnæfandi meirihluti barnanna valdi sjónvarpið (og það sem í því er) enda vanari samskiptum við það en for- eldrið. Margir hafa af þessu áhyggjur því mikið sjónvarps- gláp hefur í för með sér skerta tjáningargetu og málþroskinn verður að sama skapi minni. Ástæðan er ósköp einföld. Barnið horfir langtímum sam- an á sjónvarpsefni (vegna vana) sem það skilur lítið sem ekkert I. Stríðsfréttir, óeirðir og of- beldi, ásamt myndum frá hörmungum fólks víða um heim, eru barninu visst álag. Tilfinningaleg samkennd barna er meiri en fullorðinna og þau hafa tilhneigingu til þess að taka á sig ábyrgð á þjáningum annarra. Of stór skammtur gerir síðan þá kröfu að barnið bæli með sér slíkar tilfinningar og þá kemur í Ijós það sem verra er; tilfinninga- leysi, sljóleiki og siðferðislegt sinnuleysi. LEIÐIR TIL ÚRBÓTA Hraðinn, tímaleysið, peninga- leysið og þekkingarleysið meðal almennings bitnar fyrst og fremst á börnunum. Ef raunveruleg breyting á að eiga sér stað til að minnka álag og streitu meðal barna og fullorð- inna verður fólk að vakna til meðvitundar um hlutskipti sitt og þá þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Hugarfarsbreyt- ing samfara róttækum efna- hagslegum og þjóðfélagsleg- um breytingum er nauðsyn. Þangað til slík ummyndun hef- ur átt sér stað verður að leggja áherslu á eftirfarandi: 1. Leggja verður ríkari áherslu á mikilvægi líkams- snertingar og samveru fjöl- skyldunnar á uppvaxtarár- um barnsins. Hægt er að nudda börn með barnaolíu, nota helgar og 1-2 kvöld í viku til tjáskipta við börn, skipulagðra leikja, málunar mynda eða upplestrar. Tæknin í formi vídeóupp- tökuvélar, sem geymir samskipti, rökræður og deilur á myndsegulbandi, getur veriö skemmtilegt sjónefni fyrir alla fjölskyld- una og hjálpartæki við endurmat á fyrri reynslu og jafnvel uppspretta fyrir nýtt hegðunarmynstur hjá ein- hverjum fjölskyldumeð- limnum. 2. Leggja verður ríkari áherslu á mikilvægi leiksins hjá börnum. Ærslafullur eða sviðsettur leikur er öflugasta leið barnsins til þess að tjá innibyrgðar til- finningar, skiljafyrri reynslu og veita streitu jákvæða útrás. Standa verður vörð um rétt barnsins til þess að vera barn. Standa verður vörð um rétt einstaklingsins til þess að geta alið upp barn eða börn í nútíma- samféiagi. Standa verður vörð um gildi og mikilvægi barnsins, heim þess, óskir, ást og lífsvilja. / HfoMT- iít /DJ/3Ö PÍLfí TVUjfí PfíjAjfíÖ fífí Qltír t a)o* «$£EL Kj/lFuJp //// w>á 1, ,W0/7% iMkMmn 1 Z llorKfí Eiá)$ 'OFÚS I [\- Káálfual \Iersluaj \/ il 3 > / \ L <5 \e\(x TÍTiLL. FoRkJ * V > \± SÓ'MU. S/oó2" FOK.Í KO EA>- /Jf\ Faj UA/6- \JiBi p > j / / i '0 11 0E*5 t-i ELÐLÍ þuKLA/C - * 1 3 i 5~ (o i GdUMi M'd Á/f b > LAUSNARORÐ 1-8 í SÍÐASTA BLAÐI: SUMARTÍÐ 12. TBL 1990 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.