Vikan


Vikan - 14.06.1990, Side 46

Vikan - 14.06.1990, Side 46
TEXTI: ODDFRÍÐUR STEINDÓRSDÓTTIR SKIN LIFE TPA: KREMIÐ VINNUR FRÁ RÓT HRUKKUNNAR Sjáanlegur hluti hrukku er aðeins endurkast af djúpri rót í ysta lagi húð- arinnar. Þegar frumur eldast og verða óvirkari fletjast þær út og hrukkur myndast í flatri yfirhúöinni. Því var það að þeir á rannsóknarstofu Helenu Rubinstein lögðu á sig ómælt erfiði til aö finna efni sem er nægilega öflugt til að „pumþa upp“ húðina og ýta þar með hrukkunni í átt að yfirborði húðarinnar og uppræta hrukk- una á þann hátt. Þetta tókst með einstöku efni sem bætir umhverfi frumanna og örvar starfsemi þeirra og ræðst þar með á upptök hrukkumyndun- arinnar. Það eru liðnir rúmlega þrír áratugir síðan Helena Rubin- stein setti á markaðinn krem undir nafninu SKIN LIFE. Enn er stigið skref fram á við með hinu nýja kremi sem vinnur frá rót hrukkunnar eins og lýst er í inngangsorðunum. Það ber heitið SKIN LIFE TPA en skammstöfunin er stytting á Triphosphate Adenosine, efni sem er til staðar i öllum lifandi verum og er frumunum lífs- nauðsynlegt. Þegar frumurnar eldast minnkar magn um- rædds efnis, frumurnar missa lífskraft sinn og öldrun verður hraðari. Svar Helenu Rubin- stein var að búa til virkt efni, sem eykur virkni frumanna og örvar myndum þeirra á þessu nauðsynlega efni. „Þegar Skin Life kom fram árið 1957 var það fyrsta krem- ið af lífrænum uppruna sem vinnur gegn hrukkum," sagði Sólrún Sævarsdóttir, umboðs- aðili Helenu Rubinstein, í við- tali við Vikuna. „Leyndarmál þess, virka efnið GAM, líkir eftir efnasamsetningu í innstu lögum húöarinnar. Það erend- urnýjandi og nærandi og örvar því starfsemi frumanna og dregur úr áhrifum öldrunar." Sólrún sagði okkur frá til- raun sem gerð var með efnið á þessum tíma og vakti geysi- lega athygli. Þá var fruma sett í innsiglað glas í GAM-lausn í New York. Þegar glasið var opnað í Tókýó tveim árum síð- ar var fruman enn lifandi. SAMSPIL NÁTTÚRLEGRA LÍFKÚLA OG PEPTÍÐA Þessi nýja formúla, sem Hel- ena Rubinstein hefur einkarétt á, byggir á samspili náttúr- legra lífkúla og peptíða á þann hátt að lífkúlurnar flytja peptíð- in að upptökum hrukkunnar. Lífkúlurnar, sem eru í tveim stærðum, vernda eiginleika peptíðanna þar til þau dreifast um húðina. Til skýringar skal þess getið að peptíð er tiltekið mólikúl af lífrænum uppruna sem er ekki einungis nærandi, eins og GAM, heldur einnig gætt þeim hæfileika að örva myndun TPA. Stærri lífkúlurnar vinna við yfirborð húðarinnar. Þar opn- ast himna þeirra og virku efnin streyma út. Húðin verður mýkri og línur og hrukkur virð- ast sléttast út. Samtímis smjúga minni lífkúlurnar inn í dýpri lög yfirhúðarinnar og dreifa peptíðum á leið sinni að upptökum hrukkanna. Með þessari tvöföldu virkni Skin Life TPA eykst orka og virkni frumanna og þær fjölga sér betur og hraðar, bæði í undir- húðinni og á yfirborði húðar- innar. 46 VIKAN 12. TB' 1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.