Vikan - 14.06.1990, Síða 49
ENDURNYJUN
SÁLAR OG LÍKAMA
Hjónin Sigrún Ó. Oisen og Þórir Barðdal hafa tekið á
leigu skólann á Reykhóium í Austur-Barðastrandar-
sýslu í sumar og bjóða þar upp á 6-8 daga dvöl til
hressingar og endurnýjunar fyrir sál og líkama.
„Dagskráin er fjölbreytt,"
sagði Þórir í viðtalið við Vik-
una. „Má þar nefna svokallaö
Þau hafa tekið á leigu skólann
á Reykhólum í Austur-Barða-
strandarsýslu í sumar og
bjóða þar 6-8 daga hressing-
ardvöl.
makróbíótískt fæði sem bygg-
ist á því að koma manninum í
samband við náttúruna og þau
næringarefni hennar sem
henta honum hverju sinni.
Matreiðslumeistararnir, sem
verða á staðnum, eru
menntaðir í Englandi og hafa
sérhæft sig f þessari matar-
gerðarlist. Verður boðið upp á
sýnikennslu í makróbíótískri
matseld til þess að fólk geti til-
einkað sér hana og haldið
áfram á þessu fæði að ein-
hverju leyti eftir dvölina á
Reykhólum."
Fleira verður um að vera á
Reykhólum. Dvalargestir
munu fá þjálfun til líkama og
sálar því að bæði verður boðið
upp á leikfimi og gönguferðir
svo og bátsferðir um Breiða-
fjörð þegar viðrar fyrir slíkt.
Síðan verða jógaæfingar og
svonefndar Do-in æfingar á
hverjum morgni, hugrækt á
kvöldin og fleira þess háttar.
Þeim sem innrita sig í dvöl á
Reykhólum í sumar gefst því
kostur á að endurhæfa sig og
læra að sækja þrótt og lífsorku
í þær lindir sem búa í mannin-
um sjálfum.
Sigrún og Þórir eru sam-
mála um að Reykhólar séu
yndislegur staður, umvafinn
blíðri orku og iðandi af lífi og
kosmiskum kröftum. Svo mikið
er víst að enginn sem þar hef-
ur komið efast um fegurð stað-
arins að þv( leyti sem auga
venjulegs manns fær greint.
Útsýn yfir hinar óteljandi, ólýs-
anlegu Breiðafjarðareyjar með
Snæfellsjökul í baksýn er
nokkuð sem enginn gleymir.
Enda er auk alls annars boðið
upp á kennslu í meðferð
vatnslita. Þeir sem hafa áhuga
á slíku geta tekið með sér
blokk og liti og reynt að festa
dýrðina á blað. „Það besta er
samt flestum ósýnilegt," segja
þau Sigrún og Þórir og eru dul-
arfull á svipinn. Og því geta
þeir kynnst sem innrita sig til
dvalará Reykhólum í sumar.
ILMUR í ANDA
ART NOUVEAU
Margir ættu aö
kannast við
ilminn Maxim's
de Paris Eau
de Toilette. Sá
ilmur kom á markaðinn árið
1985 og nú, fimm árum síðar,
er einnig hægt að fá Eau de
Parfum frá Maxim’s.
Þessi vandaði ilmur, sem er
blanda af blóma-, trjá- og
ávaxtailmi, hefur verið valinn
með jafnmikilli nákvæmni og
litir í málverki eftir Frantin-
Latour.
Flaskan er í anda Art Nouv-
eau stefnunnar. Hún er úr
svörtu gleri, með hreinum,
kvenlegum útlínum, afar
glæsileg og nokkurs konar
tákn um velgengni. Með öðr-
um orðum mjög í anda
Maxims.
Art Nouveau stefnan, einnig
þekkt sem nouille stíllinn, náði
hámarki um síðustu aldamót
með plakötum Muchas og list-
munum Emile Gallés ásamt
öðrum. Nú er þetta enn á ný
mjög eftirsóknarverður stíll.
Hið nýja Maxim’s Eau de
Parfum hefur sama eldheita
ilminn og Maxim's Eau de Toil-
ette, aðeins með mismunandi
áherslum.
JÓNA RÚNA KVARAN
Frh. af bls. 37
þín og af þörf fyrir viðurkenn-
ingu sem gleymdist að veita
þér í uppvextinum vegna
heimiliserfiðleikanna.
Mér finnst mjög auðvelt að
veita þér uppörvun af því að
það er augljóst á bréfinu þínu
að þú ert óvenjulega vel af
Guði gerð og ótrúlega óspillt
og hrekklaus, þrátt fyrir erfiðan
bakgrunn. Eins virðist þú vera
glaðlynd og sennilega spaug-
söm þegar því er að skipta.
Við vitum að lífið er dásamlegt
og til þess gert að við njótum
þess líka og þess vegna er
ágætt að leggja rækt við flest
það sem getur aukið hamingju
okkar og annarra. Ég legg til
að þú íhugir þessi sjónarmið
mín gaumgæfilega. Ef það
kemur í Ijós að þau henta þér
ekki lætur þú þau einfaldlega
fjúka. Kannski á ég eftir að fá
spádóm frá þér seinna, hver
veit?
Eða eins og veraldarvani
ræstitæknirinn sagði eitt sinn
eftir að hafa unnið verk vina
sinna líka: Elskurnar mínar!
Mig munar ekkert um að
bæta verkum annarra ofan á
mín því ég er stór og sterkur
og fátt virðist buga mig,
þrátt fyrir allt.
Guð styrki þig og leiðbeini
áfram í átt til sjálfrar þín á sem
jákvæðastan hátt, kæra Snót.
Með vinsemd,
Jóna Rúna
Vinsamlega handskrifið bréf til
Jónu Rúnu og látið fylgja fullt
nafn og kennitölu, ásamt dul-
nefni. Svörin byggjast á inn-
sæi Jónu Rúnu og rithandar-
lestri og því miður er alls ekki
hægt að fá þau í einkabréfi.
Utanáskriftin er:
VIKAN
Jóna Rúna Kvaran
Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
12. TBL. 1990 VIKAN 49