Vikan


Vikan - 14.06.1990, Síða 50

Vikan - 14.06.1990, Síða 50
TEXTI: PORSTEINN ERLINGSSON Guðmundur Hallgrímsson, lyfjafræðingur og forstjóri lyfjafyrirtækisins Lyf hf., við stæðu af Canderel. HÆTTA EÐA HOU.USTA? Miklar umrœður hafa verið í gangi síðustu mónuði um sœtuefni og þó einkum aspartam. Þetta efni er œtlað til nota í stað sykurs í matvœli bœði í iðnaði og ó heimilum. Þegar efnið er notað ó heimilum er það betur þekkt undir nafninu Canderel en Nutra Sweet í iðnaðar- varningi. Menn eru ekki á eitt sáttir um ágœti þessara efna og jafnvel skaðsemi. Vitað er að íslendingar eru með miklar tannskemmdir og einna mesta sykurneyslu á hvern fbúa í heiminum þannig að hér gœti verið kominn kostur sem vert vœri að athuga til að stemma stigu við þessum vandamálum. Vikan ákvað að blanda sér aðeins í umrœðuna og rœddi um þessi mál við Guðmund Hallgrímsson, lyfjafrœðing og forstjóra lyfjafyrirtœkisins Lyfs hf. og Forða hf. sem flytur inn Canderel, einnig Þorkel Jóhannesson, prófessor í lyfjafrœði og eiturefnafrœði við Háskóla íslands og forstöðumann Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafrœði, og Jón Gíslason, nœringarfrœðing, formann aukefnanefndar og deildarsérfrœðing hjá Hollustuvernd ríkisins. T* il að átta sig aðeins á því um hvað málið snýst var byrjað á að spyrja hvers konar etni aspartam væri. Guðmundur Hall- grímsson varð fyrir svörum. „Efnið er byggt úr tveimur amínósýrum, asparginsýru og phenylalanini," segir Guð- mundur. „Þegar þessar tvær sýrur eru tengdar saman gefa þær sætt bragð. Nánast allt lífrænt efni er byggt úr amínósýrum sem mynda prótínin. Amínósýrur eru stutt efnasambönd og eru til tuttugu og þrjár mismunandi gerðir af þeim í líkamanum. Þær tvær sem Canderel er byggt úr finnast í nær öllum mat og í miklu magni í ávöxt- um. Þess má geta að sætuefni eins og sakkarín er ólífrænt efni og finnst einungis sem afurð tilraunastofa. Sætubragð aspartams er um tvö hundruð sinnum sterk- ara en sykurs þegar um sama magn er að ræða. Þess vegna þarf að þynna það út ef um- gengni við efnið á að vera sú sama og um sykur. Til þess er notað burðarefnið maltósi sem er mjög létt og eykur hitaein- ingafjölda efnisins mjög lítið, sem er þó næstum ekkert fyrir. Þegar aspartam og maltósa hefur verið blandaö saman er hægt að nota sætuefnið á sama hátt og heimilissykur. í einni matskeið af Canderel eru um 90 prósent færri hitaein- ingar en í einni matskeið af sykri. Það er því Ijóst að efnið sparar mestan hluta hitaein- inganna ef það er notað í stað sykurs og er því hjálp í barátt- unni við aukakílóin. Canderel er einnig til í töfluformi en í þær er ekki notaður maltósi. Þess vegna má segja að þær séu næstum hitaeiningalaus- ar. Ein tafla gefur hins vegar sama sætubragð og einn syk- urmoli. Þegar efnið er notað sem strásæta er það upplagt út á til dæmis skyr, ósæta jógúrt (í sætri er um ein matskeið af sykri), AB-mjólk, súrmjólk, morgunkorn og kornflögur. 50 VIKAN 12. TBL. 1990 _ UÓSM.: RÓBERT ÁGÚSTSSON

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.