Vikan - 14.06.1990, Page 61
til aö heimurinn veröi lífvænlegri munu
taka nokkuð langan tíma eða eitt til tvö
hundruö ár. Á þessu tímabili má búast við
miklum tilfinningalegum sveiflum, með
kröfu um breytingar. Þroskuðu sálirnar
eru fullar hugsjóna en hugsjónirnar virka
ekki alltaf í framkvæmd og því er hætta
á að um allan heim verði mikið breytt um
stefnur og „isma“ næstu tvær aldir.
Þroskaðar sálir leita eftir sanngirni og þó
þjóðirnar eigi eftir að rífast sín á milli eiga
þau rifrildi ekki eftir að leiða til meiri háttar
stríðsreksturs. Aftur á móti má búast við
að á næstu tveimur árum komi til árekst-
urs á milli mjög tilfinningalegra og rök-
rænna hugmynda.
Við erum sem sagt að ganga í gegnum
tilfinningalegt lærdómstímabil til loka
1991. Á því tímabili getur skapgerð okkar
einkennst af tilfinningalegum sveiflum og
því að við erum annaöhvort mjög glöð
eða frekar döpur. Á þessu tímabili eiga
eftir að koma uþp vandamál um allan
heim, sem teljast tilfinningalegs eðlis.
Fjármagnskerfið, eins og við þekkjum
það, á eftir að hrynja og í kjölfar þess má
búast við faraldri sjálfsmorða hjá fólki sem
heldur aö hamingjan felist í peningum.
Má reikna með að það verði aðallega sálir
á smábarna- og unga skeiðinu sem taka
svo dramatískt á málunum. Viö sem lifum
á jörðinni virðumst telja að eina leiðin til
að öðlast þroska sé í gegnum sifelldar
þjáningar en Michael bendir á að við eig-
um að breyta þeim hugsunarhætti, vera
glöð og njóta lífsins.
JÖRÐINNI BJARGAÐ
Michael segir að erfitt sé að segja fyrir
um framtíðina af hundrað prósent ná-
kvæmni þar sem við höfum alltaf viljann
og valið til að breyta. Við höfum farið illa
með jörðina, en þó höfum við möguleika á
að bjarga henni á næstu nokkur hundruð
árum ef við snúum blaðinu við og vernd-
um hana. Eins og stendur eru jafnar líkur
á að það takist. Verkefnið er erfitt en ef
jarðarbúar taka höndum saman og sýna
skilning og samkennd verður þaö mun
auðveldara.
VITSMUNALEGA TÍMABILIÐ
Árið 1992 förum við inn (tímabil vits-
munanna. Á því tímabili Sþrettur uþp þörf
til að oþinbera sannleikann og má búast
við að flett verði ofan af ýmsum leyndar-
málum, stjórnmálalegum, milliríkjalegum
og hernaðarlegum, til að fullnægja þess-
ari þörf. Margir einstaklingar, sem hafa
verið miklir hugsjónamenn, eiga eftir að
verða fyrir vonbrigðum á þessu tímabili,
þegar þeir komast að raun um siðleysi
leiðtoga sinna.
Þetta ár verða mikil efnahagsleg
vandamál um allan heim en að hluta til
verður hægt að stýra framhjá persónuleg-
um áhrifum þeirra meö því að verða óháð
stærri kerfum sem munu falla á þessu
tímabili.
NIÐURBROT
HEILBRIGÐISKERFISINS
Samkvæmt uþþlýsingum frá Michael
má reikna með að heilbrigðiskerfi Banda-
ríkjanna og jafnvel fleiri landa hrynji árið
1992. Innan þessa kerfis hefur því miður
veriö skortur á heilindum og ráðvendni.
Því verður það að ganga í gegnum mikla
endurskoðun og nýtt kerfi að byggjast upp
sem býður upp á samræmingu fleiri
lækningaþátta, svo sem almennra lækn-
inga, náttúrulækninga, nálastungumeð-
ferðar o.fl. þannig að sjúklingurinn hafi
meiri valmöguleika um hvaða meöferð
hann vill ganga undir. Það er undir okkur
sjálfum komið að ákveða og byggja upp
það kerfi sem viö viljum.
MIKLAR FRAMFARIR
Þetta verður einnig tímabil lista og leik-
húsa, svo og mikilla framfara í tölvum og
tölvubúnaði. Skemmtanaiðnaðurinn á eft-
ir að bjóða upp á meiri valmöguleika með
því að blanda tæknikunnáttu við listina.
Einnig á eftir að koma fram nýtt form af
tónlist, byggt upp á samspili mismunandi
hljóðfæra frá hinum ýmsu löndum heims.
Mörgum þótti nóg um stúdentaóeirðir
og mótmæli gegn Víetnamstríðinu á
sjöunda og áttunda áratugnum en þau mót-
mæli eiga eftir að virðast barnaleikur hjá
þeim mótmælum sem við megum búast
við á næsta áratug. Þaö á eftir að verða
mikið um þjóðfélagsleg uppþot og breyt-
ingar en á slíkum tímum er oft mikið að
gerast á listasviðinu.
( Bandaríkjunum á eftir að gæta mikils
óróleika og kröfu um breytingar. Margir
minnihlutahópar eiga eftir að þrýsta fram
sínum málefnum og krefjast virðingar fyrir
einstaklingnum en kaþítalisminn og
kommúnisminn virðast hafa gleymt
José Stevens féll á umræddu námskeiði tvisvar í hálftrans
og höfðu þá einstaklingar úr hópnum leyfi til að spyrja
Michael spurninga. Eftirfarandi spurning var ein af þeim sem
fram komu:
Sp.: Heldur Michael að álver verði byggt við Eyjafjörð?
Sv. Michael: Þetta er nokkuð athyglisverð spurning. Ég held að þið verðið að gera
ykkur grein fyrir því að á meðan þið viijið nota hnífapör, potta og fleira, sem
framleitt er úráli, verðurað framleiða það einhvers staðar. Við skulum gera okkur
grein fyrir því að móðir Jörð hefur getu til að takast á við ákveðið magn mengunar
og hreinsa sig af því og þá er ef til vill betra að álver sé reist við Eyjafjörð, þar
sem gætt verður fyllstu mengunarvarna, heldur en til dæmis í Lýbíu þar sem
engar reglur um mengunarvarnir eru til.
honum. Því er nauðsyn á nýju kerfi sem
er mitt á milli þessara tveggja.
FRAMTÍÐARMENNINGIN
Yfir heiminn á eftir að flæða mikið af
sams konar menningu. Sú menning felst
meðal annars í því að sömu verslanir má
finna um allan heim (keöjur), sams konar
veitingastaði (t.d. McDonalds) og fleira
sem verður alþjóðlegt. Á sama tíma mun
verða vakning í að vernda menningu
hvers svæðis fyrir sig. Enska mun vinna á
sem alheimstungumál og sífellt bæta við
sig nýjum orðum en að auki mun tungu-
mál hvers svæðis fyrir sig verða verndað.
Verndun á menningu og tungu þýðir pen-
inga ( formi ferðamannaþjónustu því
ferðamenn fara á milli til að skoða menn-
ingu hvers svæðis.
FRAMTÍÐARMYND
STJÓRNMÁLANNA
Samkvæmt kenningum Michaels mun í
stjórnmálum heimsins gæta mikils þrýst-
ings til að fella niður öll landamæri (sbr.
EB '92 og Austur- og Vestur-Þýskaland
í dag). Um sífellt meiri sameiningu landa
verður að ræða. Öll tengsl og samskipti
munu aukast til muna og alheimsstjórn
gæti verið í sjónmáli innan 60-100 ára
vegna þrýstings frá fólki um allan heim.
Dagar hefðbundins hernaðar fara að
verða taldir. Að vísu munu herirnir verða
til um tíma og til að halda andlitinu eiga
þeir eftir að lenda í smástríðum. En um
leið og þörf þjóða fyrir að ná yfirráðum yfir
öðrum þjóðum minnkar minu þeir hverfa.
JARÐSKJÁLFTAR OG ELDGOS
Umhverfið mun ganga í gegnum miklar
breytingar til ársins 2010, þó ekki á þann
hátt sem Cayce spáði. Það mun verða
mikið um jarðskjálfta og eldgos, veður-
farsbreytingar og breytingar á sjávarlög-
Hlutverk: Prestur á unga sálarskeiðinu, með
undirgefni sem markmið, með ástríður sem
aðferð, með viðhorf hugsjónamannsins, með
óþolinmæði sem aðalhindrun, vinnur í
gegnum tilfinningastöðina og með líkamsgerð
tengda Satúrnusi.
12. TBL. 1990 VIKAN 61
Myndirnar eru allar ur bókinni: Michael: The Basic Teachings.