Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 21

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 21
hún lagði barnið aftur í vögguna, gaf því mjólk- urdreitil, vaggaði því í svefn og hélt síðan af stað til giftrar systur sinnar sem bjó í öðrum borgarhluta. Um tíuleytið hélt hún í fylgd með mági sínum um strætin þar sem drukknir sold- átar fögnuðu sigri, út í borgina til að leita frú Zingli uppi, móður barnsins. Hún barði á garðshliðið að stóru húsi og var það opnað litið eitt eftir góða stund. Karlkrangi einn gægðist út í gættina. Það var föðurbróðir frú Zingli. Anna skýrði móð og másandi frá því að Zingli bóndi væri dauður en barnið lægi enn inni í húsinu óskaddað. Karlinn festi fiskiaugu sín kuldalega á henni og lýsti yfir því að bróðurdóttirin væri þar ekki stödd og að hann vildi ekkert skipta sér af afkvæmi mótmælandans. Því næst lok- aði hann hliðinu. Þegar þau héldu á brott tók Anna eftir því að tjald bærðist fyrir glugga og sannfærðist um að frú Zingli væri þar inni. Hún blygðaðist sin bersýnilega ekki fyrir að afneita sínu eigin barni. Anna og mágur hennar gengu þögul um hríð. Svo kvaðst hún vilja fara og sækja barnið. Mágur hennar, sem var hygginn og ráðsettur maður, varð skelfingu lostinn og reyndi að fá hana ofan af þessari hættulegu fyrirætlun. Hvaða skyldur átti hún að rækja við þetta fólk? spurði hann. Hún hefði ekki einu sinni átt þar gott atlæti. Anna hlustaði á fortölur hans og hét því að flana ekki að neinu en hún yrði að koma við á sútunarverkstæðinu og líta eftir því að ekkert amaði að barninu. Og hún ætlaði að fara þang- að ein. Hún fékk vilja sinum framgengt. Barnið lá í vöggu sinni mitt í allri viðurstyggð eyðilegging- arinnar og svaf vært. Yfirkomin af þreytu lét Anna fallast niður á stól og virti það fyrir sér um stund. Hún þorði ekki að kveikja Ijós en hús nágrannans logaði enn og hún sá barnið harla greinilega við eldsbjarmann. Það hafði lítinn fæðingarblett á hálsinum. Þegar stúlkan hafði setið þannig langa hríð, kannski klukkustund, og horft á hvernig barnið dró andann og saug litlu hnúana, varð henni Ijóst að hún hafði dvalist þarna alltof lengi og séð alltof mikið til þess að hún gæti haldið á brott án þess að taka barnið með sér. Hún stóð upp með erfiðismunum, vafði rekkjuvoðinni gætilega utan um það, tók það í faðm sér og yfirgaf húsið. Hún skimaði flóttalega í allar áttir eins og væri hún þjófur eða hefði slæma sam- visku af einhverjum öðrum ástæðum. Eftir langar bollaleggingar við systur sína og mág fór hún með barnið upp í sveit eftir hálfan mánuð, til þorpsins Grossaitingen þar sem eldri bróðir hennar var bóndi. Kom þeim sam- an um að fyrst í stað skyldi hún trúa bróður sínum einum fyrir því af hverjum barnið væri komið. Hún þekkti ekki hina ungu eiginkonu hans og það var aldrei að vita hvernig hún kynni að taka á móti svo hættulegum gesti þó að smár væri. Anna kom í þorpið einmitt í þann mund þeg- ar bróðirinn og mágkona hennar sátu að há- degisverði með hjúum sínum. Hún hlaut ekki slæmar móttökur en þegar hún hafði litið mág- konu sína ákvað hún að láta sem hún ætti barnið sjálf. Seinna sagði hún þá sögu að eiginmaður sinn ynni við myllu í borg nokkurri langt í burtu og vænti þess að hún kæmi aftur heim með barnið að nokkrum vikum liðnum. Leit þá kona bónda á barnið og dáðist að því af allri kurteisi. Eftir hádegi hélt hún með bróður sínum út í skóg þar sem hann ætlaði að höggva eldivið. Hún settist á trjástubb og tók hann tali. Hún fann að hann var heldur ókátur. Hann var ekki enn orðinn öruggur í húsbóndasessinum og mat hann það mjög við Önnu að hún skyldi ekki hafa trúað konu hans fyrir neinu. Það var Ijóst að hann treysti hinni ungu eiginkonu sinni ekki til að sýna barni mótmælanda neitt sér- stakt eðallyndi. Hann vildi því að þau héldu leiknum áfram. Það reyndist þó allt annað en auðvelt þegar til lengdar lét. Anna hjálpaði til við uppskeruna og annaðist barn „sitt“ þess á milli og var þá á hlaupum milli akurs og bæjar þegar aðrir tóku sér hvíld. Barnið dafnaði og fitnaði og var í sólskins- skapi; reyndi sem það gat að lyfta höfðinu frá svæflinum þegar Anna kom inn. Svo gekk vet- ur í garð og mágkonan tók að sþyrja Önnu um eiginmann hennar. Ekkert var því til fyrirstöðu að Anna dveldist á býlinu þar sem hún gat rétt hjálparhönd. Hvimleiðast var að grannarnir voru farnir að stinga saman nefjum um hver sá faðir væri sem ekki kæmi til að sjá barn sitt. Gæti Anna ekki sýnt föður að barninu mundi fjölskyldan liggja undir ámæli. Sunnudagsmorgun einn spennti bóndi hesta fyrir vagn og kallaði til Önnu að hún skyldi aka meö honum. Hann ætlaði að skreppa til næsta þorps að sækja kálf. Vagninn skrönglaðist eftir veginum og bóndi sagði við Önnu að hann hefði leitað uppi mann handa henni. Það var helsjúkur leiguliði sem varla mátti lyfta sínum holdkroppaða haus frá óhreinni rekkjuvoðinni þegar þau gengu inn í lágan kofa hans. Hann var til í að þau yrðu gefin saman. Anna og hann. Við höfðalag hans stóð fölbleik kerl- ing og var það móðir hans. Hún átti að fá skild- ing fyrir greiðann sem þau gerðu Önnu. Eftir tíu mínútur var frá samningum gengið og Anna og bróðir hennar gátu haldið áfram ferð sinni og keypt kálfinn. Hjónavígslan fór fram seinna í vikunni. Sjúklingurinn varð ekki einu sinni að líta hálfbrostnum augunum upp á Önnu á meðan klerkur las ritúalið. Bróðir henn- ar var ekki í neinum vafa um að senn hefði hún dánarvottorðið í höndunum. Það mundi merkja að eiginmaður hennar og barnsfaðir hefði látist einhvers staðar í grennd við Augsborg þegar hann var á leið til þeirra og enginn gat haft neitt við það að athuga þó að hún settist að hjá bróður sínum. Önnu var létt í skapi þegar hún kom heim úr þessu undarlega brúðkaupi sínu þar sem hvorki hafði verið hringt klukkum né horn þeytt, hvorki brúðarmeyjar né gestir látið sjá sig. Brúðkaupsverð sinn snæddi hún frammi í búri, brauðsneið með fleski ofan á, og fór síðan út í hlöðu til bróður síns með barnið sem nú hafði eignast föður. Hún vafði að því rekkjuvoðina og brosti til bróður síns. En dánarvottorðið lét á sér standa. Svo leið vikan og sú næsta að kerling lét ekkert frá sér heyra. Anna hafði sagt frá því heima á bænum að nú væri maðurinn sinn á leiðinni og þegar einhver spurði hana hvað mundi tefja hann benti hún á að fannir væru á vegum og því seinfarið. En þegar enn liðu þrjár vikur hélt bróðir hennar, sem farinn var að hugsa margt, af stað til bæjarins í grennd við Augsborg. Þegar hann kom aftur var langt liðið á kvöld. Anna var ekki háttuð og þegar hún heyrði vagninum ekið heim hljóp hún til dyra. Henni varð þungt fyrir hjarta þegar hún sá hve hægt bróðir hennar fór sér við að spenna hestinn frá. Hann hafði leiðar fréttir að færa. Þegar hann gekk inn í hreysi hins helsjúka manns hafði sá hinn sami setið þar snöggklæddur með gúl- troðinn munninn af mat. Hann kenndi sér nú ekki nokkurs meins. Bóndinn varaðist að Ifta framan í Önnu á meðan hann hélt áfram frásögn sinni. Maður- inn - hann hét reyndar Otterer - og móðir hans höfðu bæði virst undrandi yfir hinum óvænta bata og greinilega ekki ráðið það við sig enn hvað gera skyldi. Honum hafði ekki litist sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.