Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 58

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 58
PFAFF Borgartúni 20 Sími: 626788 Og umboðsmenn okkar um land allt. EIGINMAÐUR I ELDHÚSVERKUM Frh. af bls. 56 tilbúningnum um kvöldið. Það nægir að skýra frá því að börnin fengu steikt egg og brauð ásamt niðursoðnum ávöxtum úr dós. Síðan fór ég að koma þeim yngstu í rúmið og eftir það fór ég að taka saman fötin þeirra, skolaði úr utanyfirfötunum mestu óhreinindin og hengdi upp, vaskaði upp ílátin, skammaði eldri strákana og fékk þá loks til að taka saman dótið (ég fann það allt seinna um kvöldið undir rúmi). Það nægir að skýra frá því að þau voru öll komin í rúmið og sofnuð milli tíu og ellefu. Klukkan ellefu fórnaði ég höndum, lét allt eiga sig sem eftir var að gera - og fór að hátta og sofa. Ég skal segja ykkur eins og er að ég var hálfsvekktur um kvöldið en ég huggaði mig við að þetta hlyti að vera versti dagurinn því ég væri óvanur þessu. Það mundi lagast. Þar að auki væri þetta hátíðisdagur og börnin kæmust ekki í leikskóla eða á róluvöllinn um daginn. Daginn eftir vorum við boðin í mat til mágkonu minnar og þá þyrfti ég engar áhyggjur að hafa af hádegisverðinum. En þessi von brást eins og sápukúla. Það var ekki minni barningur að finna spari- fötin handa þeim daginn eftir og koma þeim þokkalegum af stað enda komum við ekki í matinn fyrr en um klukkan eitt og þið hefðuð átt að sjá hvernig við skildum við húsið heima. Mér gafst enginn tími til að taka til. Mágkona mín fræddi mig svo á því að lík- lega væri telpan í fötunum af bróður sínum - og öfugt. Stærri strákarnir voru í fötum sem þeir máttu aðeins nota á stórhátíðum og inni- skóm. Nei, fyrsti dagurinn var besti dagurinn. Konan hafði fyllt allt af matföngum og hrein- um fötum. Eftir því sem á leið minnkaði í búr- inu og fötin óhreinkuðust. Ryk safnaðist á alla hluti og teppi urðu að vera óryksuguö. Ég hafði aldrei tíma til að þrífa, ryksuga né þurrka af. Ég gat aldrei tekið til í húsinu, aldrei þvegið föt að ráði, aldrei stoppað í sokka, aldrei saumað föt á krakkana, aldrei skroppið í bæinn, aldrei farið i búðir, aldrei. . Nei, það er tilgangslaust að telja upp það sem ég aldrei gat gert. Þetta fór sæmilega vel allt saman. Börnin þrifust og döfnuðu og ég léttist ekkert að ráði - en það var líka það eina góða við þetta allt. Ég komst aldrei í rúmið fyrr en um miðnætti en var vakinn um sjöleytið, ef vel var. Á þessum hálfa mánuði bilaði síminn, bíllinn, útvarpið, dyrabjallan, þvottavélin og eldavélin. Við vorum öll að stagla harðfisk og éta grænar baunir þegar konan kom innúr dyrun- um einum degi áður en hennar var von. Ég held ég hafi aldrei á ævi minni ver- ið eins feginn - nema ef vera skyldi daginn eftir þegar ég loks fékk frí... og komst í vinnuna. Síðan eru liðnir þrír dagar og konan hefur verið að hreinsa, taka til, þvo þvott, kaupa inn og geravið eins og konur dunda oft við i frístundum. Ég hringdi heim áðan og spurði hvernig gengi. „Þetta gengur allt ágætlega," sagði hún. „Hvað ertu að gera núna?“ spurði ég. „Gera ... ? Hreint ekki neitt. Ég sit hérna og er að drekka kaffi og fá mér sígarettu." „Ertu búin með hús- verkin? Ertu búin að öllu sem þú þurftir aö gera? „Já, elskan mín. Það var ekki svo slæmt. Þetta kemst upp í vana ... Eigum við kannski aö fara í bíó í kvöld?“ Já. Ég er aö hugsa um að fara í bíó með konunni minni í kvöld. Ég er líka hættur við að nota minn helming samningsins, um að fara einn í sumarfrí. Ég er búinn að sjá það rækilega að ég er hreint alltaf í sumarfríi - samanborið við kon- una mína. Og saman- borið við þúsundir húsmæðra, bæði hér og annars staðar. ------.— STORKOSTLEG NYIUNG! ítalskur glæsileiki og notagildi í fyrirrúmi = Nýjasta heimilistækið frá Clíuutif/ er alveg einstakt í sinni röð. Hvaða annar heimilistækja framleiðandi getur boðið upp á eftirfarandi: Eldavél, bökunarofn með grillteini og uppþvottavél, og það allt í sama tækinu. ^ULfUÍl/ TRÍÓ er alveg tilvalið í lítil eldhús og snilldarlausn í hinn fullkomna sumarbústað. Já þetta er snjöll útfærsla, 3 tæki í einu og stærðin er sú sama og á venjulegri eldavél eða: HxBxD = 85x60x60. Og ekki spillir verðið fyrir aðeins kr. 94.000,- eða staðgr. kr. 89.300,- 58 VIKAN 15TBL.1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.