Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 43
hið minnsta hvernig í pottinn væri búið. Hún
blómstraði og naut lífsins með honum í ríkum
mæli.
En þegar hann ákvað loks að yfirgefa hana
hafði það í för með sér erfiðleika. Telja mátti
fullvíst að svikin mundu ríða henni að fullu.
Einhver varð því að koma henni til hjálpar og
vernda hana.
Þau höfðu dvalist nokkra hríð á sveitasetrinu
hjá mér en nú var Mark farinn afturtil bæjarins.
Þegar ég ætlaði að taka bílinn minn út úr bíl-
skúrnum kvöld nokkurt stóð bíll Súsönnu fyrir
framan bílskúrinn. Ég ákvað því að fara með
lestinni í staðinn. Ég vildi ekki ónáða hana
meö því að biðja hana um lyklana að bílnum
hennar. Hún hafði farið snemma aö hátta og
tekið inn svefntöflur. Henni leið ekki sem best
að eigin sögn.
Ég gekk frá járnbrautarstöðinni. Það var
kyrrt sumarkvöld. Það var komið fram yfir
miðnætti þegar ég stóð loks fyrir framan stóra
sambýlishúsið. Húsvörðurinn, John, var farinn
og hafði læst fyrir nóttina. Ég opnaði með lykli.
Ég fór ekki upp með lyftunni. Ég hef aldrei get-
að þolað lyftur. Ég gekk því upp alla stigana.
- Hvar fékkstu lykla?
- Ég stal lyklunum þínum dag nokkurn þeg-
ar þú varst að synda í vatninu. Síöan lét ég
smíða eftir þeim.
- Allt í lagi, góði, allt í lagi. Og hvað er þér
svo á höndum?
Hann bar ekki minnstu virðingu fyrir mér og
mér þótti það gott. Það mundi gera mér auð-
veldara að hrinda í framkvæmd því sem ég
hafði ákveðið að gera.
- Ég ætla að koma þér fyrir kattarnef, sagði
ég.
Hann lét sér hvergi bregða. Hann stóð á fæt-
ur og gekk að barnum í einu horni stofunnar.
Hann greip flösku og spurði um leið og hann
hellti í glas:
- Hvers vegna?
- Af því að þú ert einskis virði og enginn
mun sakna þín. Pabbi réð þig í sína þjónustu
til að sjá um bókasafnið. Ég veit vel hvað fór á
milli ykkar Súsönnu þegar hann sá ekki til. Og
nú leikur þú sama leikinn með Kathryn, þegar
Súsanna sér ekki til. Þér er sama hvort mér er
annt um Súsönnu eða ekki því þú álítur að ég
mun ekki aðhafast neitt; hafi ekki kjark til eins
eða neins. En þar skjátlast þér.
Hann gekk fast upp að mér og sagði með
fyrirlitningu:
- Ef þú hefur þig ekki hægan tek ég í
hnakkadrambið á þér og fleygi þér inn í lyft-
una.
Hann tók sem sagt ekkert mark á mér, eins
og ég hafði búist við. Hann var hrokafullur og
ósvífinn eins og ævinlega.
- Það er óþarfi fyrir þig að ógna mér, Mark.
Ég veit að Kathryn var hér í kvöld og ég hef oft
séð hana koma hingað. Þú verður að hætta að
vera með henni. Að öðrum kosti framkvæmi ég
ætlunarverk mitt.
- Við Súsanna erum bæði samþykk því að
slíta samvistum okkar og skilja aö skiptum.
Hún veit aö ég elska Kathryn og ætla að kvæn-
ast henni. Við ræddum þessi mál í gærkvöldi í
fullri vináttu og bróðerni. Það er þess vegna
ráðlegast fyrir þig að koma þér heim og vera
þægur.
- Ég hef enga löngun til að vera þægur.
Mér hefur alltaf verið í nöp við þig. Ég hef lengi
vitað að þú mundir gera Súsönnu óhamingju-
sama. Ég er fyrir löngu orðinn leiður á að láta
þig segja mér fyrir verkum og koma fram við
mig eins og ég sé núll og nix.
Ég tók byssuna upp úr vasanum. Þá fyrst
varð Mark Ijóst að alvara var á ferðum. Hann
varð skyndilega óstyrkur og virtist ekki vita
hvað hann ætti að taka til bragðs. Hann hörfaði
aftur á bak og sagði:
- Svo að þér er þá alvara, strákur?
Hann hélt á glasi í annarri hendinni, fleygði
því í áttina að höfði mínu en hitti ekki. [ einu
vetfangi réðst hann leiftursnöggt á mig. Hönd
mín titraði og skalf. Mér var fullkunnugt um
hversu skapmikill hann var. Hann var ekkert
lamb að leika við þegar hann reiddist. Ég skaut
einu skoti en það stöðvaði hann ekki. Ég skaut
aftur og aftur og varð skyndilega gripinn þeirri
skelfilegu hugsun að ef til vill mundi mér ekki
Frh. á næstu opnu
15TBL.1990 VIKAN 43