Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 42
Freddy!
- Já, mamma!
- Ég kem beint frá skrifstofu lög-
fræðingsins og hef heldur betur stað-
ið í ströngu. Erfðaskráin hans var
lesin upp fyrir mig. Þegar ég giftist föður þínum
kom mér ekki til hugar að hann gæti verið
svona grimmur.
- Ekki það?
- Hann hefur arfleitt þig að öllu saman,
bankanum, eignunum í Lake Forest og verk-
smiðjunni. Ég á að láta mér nægja einar
50.000 krónur á ári og má auk þess búa í íbúð-
inni okkar í bænum, en einungis þar til ég gifti
mig aftur. Ef ég geri það er ég þar með úr leik.
- Já, mamma!
Hún varð sýnilega reið yfir því hve ég svar-
aði henni kæruleysislega. Hún reis á fætur,
starði illilega á mig og sagði með dramatískri
sviðsrödd (hún hefur verið stjarna á Broad-
way):
- Hlustaðu á það sem ég segi. Ég sætti mig
ekki við þetta. Ég hef ekki eytt æsku minni með
honum til þess eins að láta hann sparka mér
nú. Hann hefði aldrei vogað sér að fara svona
með mig ef hann hefði lifað.
- Nei, áreiðanlega ekki, mamma!
- Við gleymum þessari heimskulegu erfða-
skrá. Ég hef beðið Silverman að annast fyrir-
tækin og lögfræðingurinn hefur lofað mér að
reyna að finna einhverja leið út úr þessum
ógöngum. Þú skrifar undir þau skjöl sem ég bið
þig um, er það ekki, Freddy? Jú, ég vissi það.
Við skiljum hvort annað og það er gott.
Hún sneri sér við og leittil Mark Finnley sem
sat í stól og horfði á hana aðdáunaraugum.
- Þá þurfum við ekki að grípa til neinna
neyðarúrræöa, sagði hún.
Mark stóð á fætur og sagði:
- Það er mér að mæta ef hann ætlar að
eyðileggja þetta fyrir okkur.
- En hann gerir það alls ekki. Hann fær
kannski æðiskast og æpir og brýtur allt og
bramlar en hann gerir ekki neitt sem veldur
okkur skaða. Hann mun áreiðanlega baða sig
í hetjudraumi sínum. Hann trúir því að hann
hafi mikilvægu hlutverki að gegna og sé í þann
veginn að vinna mikið afrek. En hann er ekki til
neins nýtur. Og einmitt þess vegna getum við
haft gagn af honum. Án hans mundi erfðaskrá
gamla mannsins eyðileggja allt fyrir okkur...
Nújæja, þau féllu í þá gryfjuna að vanmeta
mig og hæfileika mína svolítið. Ég þóttist fá
æðiskast en lét róast fljótlega aftur. Ég skrifaði
síðan undir pappírana sem hún minntist á. En
fyrst neyddi ég þau til að gefa mér sveitasetrið
og nýja rafmagns-járnbraut. Ég lét þeim eftir
íbúðina í bænum og þangað fluttu þau að
hveitibrauðsdögunum loknum. Ég neitaði að
kalla hana mömmu framar og ávarpaði hana
upp frá þessu með því að segja: Súsanna,
elskan mín ...
( æsku minni, þegar ég bjó hjá pabba, var
hann sí og æ að skipta.um eiginkonur. Og
stjúpa mín virtist ætla að hafa sama háttinn á
hvað eiginmenn snerti. Þessi Mark virtist að
vísu ætla að búa um sig hjá henni til langrar
dvalar. Hann hafði raunar kvænst henni. Mér
fannst hrein kvöl að þurfa að verða vitni aö
hamingju þeirra - sérstaklega af því að ég
vissi svolítið sem stjúpa mín vissi ekki. Mark
var nefnilega í slagtogi við Kathryn, hina ungu
og saklausu Kathryn, dóttur Silvermans ...
Þegar þau höfðu verið gift í eitt ár kom á
daginn það sem mig hafði alltaf grunað. Það
ALFRED HITCHCOCK
fæddist í Lundúnum árið
1899 og dó í Kaliforníu árið
1980. Hann hafði lokið
verkfræðinámi þegar hann
fékk það starf að hanna
titilskilti í þöglar kvikmynd-
ir. Eftir það áttu bíómynd-
irnar hug hans allan og
með tímanum varð hann
frægasti spennumyndaleikstjóri kvikmyndanna.
Hann hafði sérkennilega kímnigáfu og næmt
auga fyrir smáatriðum. Upp úr 1950 fór hann
einnig að snúa sér að gerð sjónvarpsþátta en
þættir í anda hans hafa verið sýndir reglulega á
Stöð 2. Vikan hefur í áratugi birt valdar smásög-
ur úr safni Hitchcocks.
kom I Ijós að Mark hafði kvænst Súsönnu
sumpart vegna þess aö hún hafði áður verið
stjarna og sumpart af aðdáun á fegurð hennar
og skapgerð en einnig vegna peninganna og
þeirrar aðstöðu sem hún gat boðið honum.
Enginn þurfti raunar aö ímynda sér að hann
mundi loka augunum fyrir ungum og blóðheit-
um stúlkum. Ég verð að viðurkenna að honum
tókst vel upp í byrjun. Súsönnu grunaði ekki
42 VIKAN 151BL1990