Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 28

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 28
ANTON CHEKOV Sofía Petrovna, kona Lubyantsev lögmanns, ung og lagleg - tuttugu og fímm ára gömul — var á gangi eftir ruddum skógarstígnum með Ilyin lögfræðingi sem dvaldi í sumarleyfí þar í grenndinni. Það var síðla dags, um fimmleytið. Snjóhvít flókaský voru á himni, á milli þeirra gægðist ljósblá heið- ríkjan hér og þar. Skýin voru hreyfingar- laus eins og limkrónur gömlu, stóru furu- trjánna. Það var kyrrt veður og mollulegt. Lengra framundan lá lágur, upphlaðinn hryggur með járnbrautarteinum þvert yfír gangstíginn. Varðmaður var þar á gangi með byssu um öxl. Handan við hrygginn var stór hvít kirkja með sex turnhvelfing- um og ryðguðu þaki. - Ég bjóst ekki við að mæta yður hérna, sagði Sofia Petrovna um leið og hún leit niður fyrir sig og rótaði í föllnu laufínu frá í fyrra með sólhlífinni sinni, — og nú þykir mér vænt um að við skyldum hittast. Ég þarf að tala alvarlega við yður í eitt skipti fýrir öll. Ég bið yður, Ivan Mihalovitch, ef þér raunverulega elskið mig og virðið; hættið að elta mig svona! Þér fylgið mér eins og skuggi, þér horfíð stöðugt á mig með brennandi ástaraugum, skrifíð mér undarleg bréf og — ég veit ekki hvar þetta endar allt saman. Hvers vegna, hvað er unnið við þetta? Ilyin sagði ekkert. Sofia Petrovna gekk þegjandi nokkur skref og hélt síðan áffam: — Og þessi gerbreyting á yður varð öll á tveim eða þrem vikum, eftir fímm ára vin- áttu. Ég þekki yður ekki, Ivan Mihalovitch! Sofia Petrovna leit á förunaut sinn í laumi. Hann horfði með ákefð á flóka- kennd skýin. Andiitið var reiðilegt og með gremjusvip, eins og hjá manni sem neydd- ur er til að hlusta á einhverja leiðinda fjar- stæðu. — Mig furðar á að þér skulið ekki sjá það sjálfur, hélt frú Lubyantsev áffam og yppti öxlum. — Þér ættuð að vita að ffam- koma yðar er ekki viðeigandi. Ég er gift. Ég elska og virði manninn minn — ég á dóttur. Getið þér ímyndað yður að allt þetta hafi enga þýðingu? Auk þess þekkið þér, sem gamall vinur, afetöðu mína til fjölskyldulífe- ins og skoðun mína á helgi hjónabandsins. Ilyin ræskti sig reiðilega og stundi. — Helgi hjónabandsins, tautaði hann. — Drottinn minn! — Já, já — ég elska manninn minn, ég virði hann og að minnsta kosti met ég mik- ils friðhelgi heimilisins. Ég mundi heldur láta drepa mig en valda Andrey og dóttur minni óhamingju. Ég bið yður, Ivan Mihal- ovitch, í guðsbænum látið mig í ffiði! Við skulum vera góðir, sannir vinir eins og áður og hættið þessum stunum og and- vörpum sem hæfa yður í raun og veru alls ekki. Þetta er ákveðið, við minnumst ekki á það ffamar! Við skulum tala um eitthvað annað. Sofia Petrovna skotraði augunum á Ily- in. Ilyin horfði upp í loftið. Hann var fölur og beit gremjulega saman titrandi vörun- um. Hún gat ekki skilið hvers vegna hann var svona reiður en fölt andlit hans snart huga hennar. — Verið ekki reiður. Við skulum vera vinir, sagði hún ástúðlega. — Hérna er hönd mín. Ilyin tók litla, bústna hönd hennar á milli handa sinna, þrýsti hana og lyfti hægt upp að vörum sér. — Ég er ekki skóladrengur, muldraði hann. - Vinátta konunnar, sem ég elska, ffeistar mín alls ekki. — Nóg um það! Það er útrætt mál. Við erum komin að bekknum. Við skulum setj- ast niður. Það var þungu fargi Iétt af hjarta Sofiu Petrovnu. Erfitt og viðkvæmt mál hafði verið til umræðu og var nú algerlega útrætt. Nú gat hún strokið um frjálst höfuð og horft beint í augu Ilyins. Hún leit á hann og hin eigingjarna meirimáttarkennd konunnar gagnvart manninum, sem elskar hana, kitlaði hégómagirnd hennar nota- lega. Það gladdi hana að sjá þennan stóra, sterka mann, með karlmannlegt, reiði- þrungið andlit, svart, mikið skegg — gáfað- an og menntaðan — setjast við hlið hennar og beygja höfúðið í sorgbitinni hlýðni. — Það er alls ekki útrætt mál, byrjaði Ilyin. — Þú þylur yfir mér stílabókarspak- mæli. Ég elska og virði eiginmann minn ... helgi hjónabandsins. Ég kann það 28 VIKAN 15TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.