Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 30

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 30
Petrovna sneri sér snöggt við og án þess að horfa á Ilyin gekk hún rösklega af stað upp eftir stígnum. Hún hafði aftur náð stjórn á sér, blóðroðnaði af blygðun, yfir- komin af niðurlægingu sem hún sjálf — ekki Ilyin — hafði bakað sér með hugleysi sínu og blygðunarleysi. Hún, heiðarleg og siðprúð kona, hafði leyft karlmanni — ekki eiginmanni sínum — að taka utan um hné sér og þrýsta þau — hún átti aðeins eina hugsun nú: að komast heim sem allra fyrst, heim til fjölskyldu sinnar. Lögfræðingur- inn gat varla fylgt henni eftir. Um leið og hún beygði út úr rjóðrinu inn á mjóan stíg sneri hún sér snöggt við, leit á hann en sá ekkert nema sandinn á hnjám hans og bandaði honum burt með hendinni. Hún nam ekki staðar fyrr en á miðju gólfi í herberginu sínu. Þar stóð hún hreyf- ingarlaus í fimm mínútur, leit fyrst á glugg- ann og síðan á skrifborðið. — Auðvirðileg skepna! sagði hún við sjálfa sig. — Auðvirðileg skepna! í sjálfsásökun rifjaði hún miskunnarlaust upp allt, leyndi engu. Hún viðurkenndi að þó að henni hefði alltaf verið ástleitni Ilyins á móti skapi hefði eitthvað knúið hana til samfúnda við hann og það sem verra var, hún hafði fúndið til unaðs- kenndrar gleði þegar hann Iá á hnjánum lfammi fyrir henni. Hún minntist alls þessa án þess að hlífa sjálfri sér og nú, í blygðun sinni, hefði hún viljað slá sjálfa sig utan undir. — Vesalings Andrey! sagði hún við sjálfa sig og lagði eins mikla blíðu í andlitssvip sinn og hún gat. — Varya, vesalings, litla stúlkan mín, hún veit ekki hvers konar móður hún á! Fyrirgefið mér, elskurnar mínar! Ég elska ykkur svo heitt — svo ákaf- lega heitt! í ákefð sinni, til sönnunar því að hún væri enn þá góð kona og móðir og að spillingin hefði ekki enn snert þá „helgi hjónabandsins" sem hún hafði verið að tala um að Ilyin, hljóp hún niður í eldhús og skammaði eldabuskuna fyrir að hafa ekki enn lagt á borð fyrir Andrey Ilyitch. Hún reyndi að kalla fram í huga sér útlit soltins og þreytulegs eiginmanns síns, aumkaði hann hástöfum og lagði á borð íyrir hann með eigin höndum en það hafði hún aldrei gert fyrr. Því næst tók hún Var- yu, dóttur sína, í fang sér og þrýsti henni innilega að sér. Henni virtist barnið kalt og þungt en hún vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér og hún fór að útskýra fyrir barninu hve góður, ástúðlegur og heiðar- legur pabbi þess væri. En þegar Andrey Ilyitch kom skömmu seinna heilsaði hún honum naumast. Þetta flóð af fölskum til- finningum var þegar fjarað út án þess að hafa sannað henni nokkuð, aðeins fyllt hana gremju og æsingi með falsi sínu. Hún sat við gluggann, gröm og geðill, Aðeins með því að lenda sjálfir í erfiðleikum geta menn skilið hve erfitt það er að hafa hemil á tilfinningum sínum og hugsunum. Sofía Petrovna sagði síðar meir að það hefði verið eins konar flækja innra með henni sem erfitt hefði verið að greiða, eins og ef telja á hóp af spörfuglum sem fljúga hratt ffam hjá. Út frá þeirri staðreynd að hún varð ekki yfir sig glöð af að sjá eiginmann sinn, að henni mislíkað hvernig hann borðaði, komst hún skyndilega að þeirri niðurstöðu að hún væri farin að ala á hatri til hans. Sljór af hungri og þreytu réðst Andrey Ilyitch á bjúgun á meðan hann beið eftir súpunni, át græðgislega og kjamsaði svo að kvað við. — Drottinn minn! hugsaði Sofia Petr- ovna. — Ég elska hann og virði, en hvers vegna smjattar hann svo viðbjóðslega? Ringulreið hugsana hennar var engu minni en ringulreið tilfinninganna. Eins og allir sem óvanir eru að berjast við óskemmtilegar hugsanir reyndi frú Luby- antsev af fremsta megni að forðast að hugsa um erfiðleika sína og því meira sem hún reyndi því ljósari stóð Ilyin, sandur- inn á hnjám hans, flókaskýin og lestin fyrir hugskotssjónum hennar. - Hvers vegna var ég að álpast þangað í dag? hugsaði hún. — Er ég í raun og veru svo veiklunduð að ég geti ekki treyst sjálfri mér? Óttinn magnar hættuna. Þegar Andrey Ilyitch var að ljúka við síðasta réttinn hafði hún ákveðið að segja manni sínum allt af létta og flýja hættuna! — Ég þarf að tala við þig um alvarlegt málefhi, Andrey, sagði hún á meðan hann var að fara úr jakkanum og stígvélunum áður en hann legði sig út af. — Hvað er það? — Við skulum fara héðan! — Hm. Hvert eigum við að fara? Það er of snemmt að fara til borgarinnar. — Nei, í ferðalag eða eitthvað því um líkt. — f ferðalag, át lögmaðurinn upp eftir henni og teygði sig. Mig dreymir um það sjálfan. En hvaðan eigum við að fá peninga til þess og hvern á ég að biðja fýrir skrif- stofúna? Eftir litla umhugsun bætti hann við: — Þér leiðist auðvitað, þú getur farið ein ef þú vilt. Sofia Petrovna féllst á það en svo datt henni í hug að Ilyin mundi glaður grípa tækifærið og fara með henni í sömu lest, í sama klefa...Hún horfði á mann sinn. Hún var ánægð nú en ennþá sljó. Henni varð litið á fætur hans — litla, næstum kvenlega fætur, klædda í röndótta sokka. Það hékk þráður fram úr hvorri sokktá. Á bak við gluggatjöldin dundi býfluga á rúðunni. Sofia Petrovna horfði á þræðina fram úr sokkunum, hlustaði á býfluguna og gerði sér í hugarlund hvernig ferðin mundi byrja...Andspænis henni mundi Ily- in sitja, dag og nótt, án þess að hafa augun af henni, reiður yfir veiklyndi sínu og fölur af sálarkvölum. Hann mundi kalla sig ósið- aðan skólastrák, áfellast hana, rífa í hár sér, en þegar myrkrið dytti á og farþegarnir væru sofnaðir eða hefðu farið út við ein- hverja stöð mundi hann nota tækifærið til að krjúpa á kné frammi fýrir henni og þrýsta sér að hnjám hennar eins og hann hafði gert í skóginum... — Heyrðu, ég fer ekki ein. Þú verður að koma með mér, sagði hún. — Hvaða vitleysa, Sofotchka, sagði Lu- byantsev og stundi. — Þú verður að vera skynsöm. Það þýðir ekki að biðja um það sem ekki er hægt. — Þú kemur með mér þegar þú veist hvernig í öllu liggur, hugsaði Sofia Petr- ovna. Þegar hún hafði ákveðið að fara, hvað sem það kostaði, fann hún að hún var úr allri hættu. Hugsanir hennar urðu smám saman skýrari; það glaðnaði yfir henni við þessar hugsanir því að hún fann að hversu mikið sem hún hugsaði um þetta og dreymdi mundi hún eigi að síður fara. Á meðan maðurinn hennar svaf færðist rökkrið yfir. Hún sat í dagstofúnni og lék á píanóið. Hin aukna umferð úti, hljóðíæraslátturinn en umfram allt sú hugsun að hún væri skynsöm kona, að hún hefði sigrast á erfið- leikum sínum, komu algeru jafúvægi á skap hennar. Aðrar konur, sagði róleg sam- viska hennar, hefðu sennilega misst vald á sér, gersamlega komist úr jafúvægi, en hún hafði næstum dáið af blygðun, hafði liðið sálarkvalir og var nú að flýja hættuna sem ef til vill var alls ekki til! Hún var svo hrifin af hreinlyndi sínu og stefnufestu að hún skoðaði sig tvisvar eða þrisvar í speglin- um. Um kvöldið komu gestir. Karlmennirnir settust að í borðstofunni og fóru að spila. Konurnar sátu kyrrar í dagstofunni eða úti á svölunum. Síðastur kom Ilyin. Hann var 30 VIKAN 15TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.