Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 60

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 60
TEXTI: GUÐMUNDUR S, JÓNASSON Mannkynið hefur kannað heim- inn allt um kring og þegar stig- ið fyrstu skrefin við könnun geimsins en til skamms tíma var öll skoðun á sálarlífi mannsins sjálfs yfirleitt takmörkuð við klíníska sálarfræði og geðlækningar. Þar er öll úr- vinnsla miðuð við að um sé að ræða skerta eða sýkta lífsstarfsemi. Fyrir stuttu var sjálfs- skoöun eitthvað sem menn settu i samband við eitthvað dularfullt og austurlenskt, gjarnan furðulegar stellingar og andlega jafnt sem líkamlega naflaskoðun. Á síðustu tveimur áratugum hefur það hins vegar gerst að menn hafa æ meir farið aö sjá innan sálfræðinnar og vissra heimspekistefna upphaf nýrra fræða sem taka mið af því heilbrigða og jákvæða í manninum. Vaxandi hópur fólks á Vesturlönd- um gefur sig nú að eigin hugar- og sálarlífi. Áhersla á innri gæði og áhugi á nýjum valkost- um til eflingar heilsu og vaxandi lífsfyllingar hefur aukist. Tugir milljóna manna, einkum í Bandaríkjunum og Evrópu, hafa tekið þátt í fjölbreytilegustu gerðum námskeiða sem miða að vitundaropnun og sálrænum þroska. VITUNDARBYLTINGIN Á ÍSLANDI íslendingar hafa ekki farið varhluta* af vitundar- byltingunni sem svo er nefnd og sumir telja að eigi eftir aö valda grundvallarbreytingum á vit- undarlífi mannsins og samskiptum hans við jörðina. Aörir staðhæfa að hér sé eingöngu um loftbólu eða tískustraum að ræða. Gísli Gunn- / K \7' ll'* gEii í^j Juj u\ Hinn nýi lífsskilningur, „nýaldarhreyfingin", er undir miklum áhrifum frá austrænum hugmyndakerf- um. Margir telja að hún boði það besta i vestrænni og austrænni menningu. arsson, sagnfræðiprófessor við Háskóla íslands, telur nýaldarhreyfinguna dæmi um ör- væntingarfullan flótta kynslóðar sem stendur ráðþrota gagnvart vistfræðilegum, félagsleg- um og efnahagslegum vandamálum samtím- ans. Hvaö sem því líður er alveg fullvíst að sálvaxtarnámskeið af ýmsu tagi eru mjög vin- sæl hér á landi og hefur framboð þeirra farið vaxandi að undanförnu. Mikil gróska er í þess- um málefnum. Þegar þett.a er ritaö eru starf- andi þrjár miðstöðvar sem eiga það sameigin- legt að vilja efla andlega og líkamlega heilsu meö aðferðum heildrænnar heilsufræði. Mýgrútur félaga og hópa eru með starfsemi og þjónustu á þessu sviði. Þar má nefna dag- heimili, veitingahús, nokkrar matvöru- og heilsuverslanir, nuddstofur, leshringi og bæna- hópa. Aðrir leita leiðsagnar í leynireglum, til dæmis Ftósakrossreglunni eða í fræðum Frí- múrara í leit aö skilningi á leyndardómum lífsins. Zen-hugleiðing, dáleiðsla, nornafræði, nálarstungur, miðilsfundir, smáskammtalækn- ingar, lífefli, rafsegulsviðsmeðferö og sjúk- dómsgreining á lithimnu augans eru dæmi um aðferðir sem njóta vinsælda. Það væri að æra óstöðugan að útskýra og telja upp allar þær fjölmörgu og ólíku aðferðir sem finnast á vett- vangi mannræktar hérlendis. Árlega eru haldin sérstök mót, Snæfellsás, fyrir þá sem vilja kynna sér það sem er á boöstólum hverju sinni. Ríkissjónvarpið hyggst bráðlega sýna þáttaröö um nýaldarhreyfinguna og ýmislegt er varðar yfirskilvitleg og dulræn fyrirbæri. Á út- varpsstöðvunum eru reglulega þættir um and- leg málefni, tímaritin keppast um að birta greinar um þessi fyrirbæri og mikil aukning hefur orðið í útgáfu bóka um sjálfsrækt og ýmis afbrigði náttúrulækninga. Áætlað er að í kringum 230 aðilar á íslandi starfi meira eða minna við heildrænar aðferðir. Það sem er kannski merkilegast við nýaldar- hreyfinguna er að hér er ekki á ferðinni enn eitt heimspekikerfið eða ný trúarbrögð sem aðhyll- ast einhvern stórasannleik. Miklu frekar má skoða hana sem vettvang fyrir hvers konar sál- ræna og andlega iðkun. Þessi vettvangur virö- ist ekki skilja neinn þátt vitundarlífsins útundan né binda sig við afmörkuö rannsóknarsvið. Líkaminn, tilfinningar, skynjanir, vitsmunalegir þættir, ímyndunaraflið, kynlíf og fjarlægari vit- undarsvið hugans, allt er þetta inni í myndinni. Að sjálfsögöu geta námskeiðin, sem bæöi inn- lendir og erlendir aðilar bjóða upp á, verið æöi misjöfn að gæðum. Þess eru dæmi aö leiö- beinendur gefi sig út fyrir að vera meira en þeir eru. Sumir skreyta sig meö ólögmætum titlum eða þykjast geta séð framtíö manna alla; hjónaskilnað og jafnvel dauðsföll í kaffikorgi eða línum lófans. Erlendis þiggja margir ríf- lega þóknun fyrir að lesa árur af Ijósmyndum! Ýmsir meðlimir biblíutrúarmanna segja að nýaldarreglan sé mafía, samsæri djöfulsins til þess að ná yfirráðum yfir heiminum. Aðrir 60 VIKAN 15TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.