Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 26

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 26
Eftir þaö gaf húsbóndinn hvoru okkur dálag- lega peningaupphæö. „Ég arfleiði ykkur ekki aö neinu,“ sagöi hann. „En á hverju ári, sem ég á eftir ólifað, skuluð þið fá vissa upphæð til að eiga í varasjóð þegar ég er horfinn." Og það efndi hann sannarlega. Poirot hugsaði sig um. - Vissuð þið hvað Marsh tók sér fyrir hendur eftir að þið skrifuðuð undir í seinna skiptið. - Hann fór niður í þorpið til að borga heim- ilisreikningana. Þetta virtist ekki álitlegt. Poirot reyndi aðra aðferð. Hann rétti fram lykilinn að skrifborðinu. - Er þetta rithönd húsbónda ykkar? Ég hef kannski látið ímyndunina hlaupa með mig í gönur en mér fannst líða örstutt stund áður en Baker svaraði: „Já, herra minn, það er hans rithönd." Hann er að skrökva, hugsaði ég. En hvers vegna? - Leigði húsbóndi ykkar nokkurn tíma húsið? Hefur komið nokkurt ókunnugt fólk hér síðastliðin þrjú ár? - Nei, herra minn. - Engir gestir? - Aðeins ungfrú Violet. - Engir ókunnugir af neinu tagi komið inn í þetta herbergi? - Nei, herra minn. - Þú gleymir smiðunum, Jim, sagði kona hans. - Smiðum? Poirot sneri sér snöggt við. - Hvaða smiðum? Konan gaf þá skýringu að fyrir um það bil hálfu þriðja ári hefðu komið smiðir til að annast viðgerð. Hún var dálítið óviss um hvers konar viðgerð þetta hefði verið. Hún virtist vera þeirr- ar skoðunar að þetta hefðu bara verið duttl- ungar úr húsbóndanum og alveg óþarfi að gera við nokkuð. Smiðirnir höfðu haldið sig nokkuð af tímanum inni í skrifstofunni en hún gat ekkert um það sagt hvað þeir hefðu verið aö gera þar. Húsbóndinn hafði hvorugu þeirra hleypt inn á meðan þeir voru við vinnu sína. Þau gátu því miður ekki munað nafnið á verk- stæðinu sem hafði annast verkið en að það hafði verið í Plymouth. - Okkur miðar áfram, Hastings, sagði Poir- ot og neri hendur sínar þegar Baker hjónin voru farin fram. - Hann hefur sýnilega gert aðra erfðaskrá og fengið svo smiði frá Ply- mouth til að útbúa hentugan felustað. ( stað þess að rífa upp gólfið og berja í veggina skul- um við fara til Plymouth. Eftir nokkra fyrirhöfn fengum við upplýsing- arnar sem okkur vanhagaði um. í þriðju at- rennu fundum við verkstæðið sem hafði starf- að fyrir Marsh. Smiðirnir voru allir búnir að vinna þar í mörg ár svo það reyndist auðvelt að finna mennina tvo sem höfðu unnið undir stjórn Marsh. Þeir mundu vel eftir því hvað þeir höfðu gert. Meðal annarra minni háttar við- gerða höfðu þeir tekið upp einn af múrsteinun- um í gamla arninum, útbúið hólf undir honum og gengið frá steininum svo ekki var hægt að sjá samskeytin. Það var hægt að lyfta honum með því að þrýsta á annan múrsteininn frá endanum. Þetta hafði verið æði snúið verkefni og gamli maðurinn hafði verið ákaflega vand- látur. Sá sem gaf okkur þessar upplýsingar hét Cogan. Hann var hár og lotinn maður með grátt yfirskegg. Þetta virtist vera skynsamur náungi. Við snerum aftur til Crabtree Manor í besta skapi og bjuggum okkur undir að nota þessa nýfengnu vitneskju okkar eftir að við höfðum læst hurðinni að skrifstofunni. Það var ekki hægt að sjá nein verksummerki á múrsteinun- um en þegar við ýttum á einn, eins og okkur hafði verið sagt, kom strax í Ijós djúpt hólf. Po- irot stakk hendinni með ákafa ofan í það. Skyndilega hvarf ánægju- og hreyknisviþurinn á andliti hans fyrir ofboði. í hendinni hélt hann aðeins á sótugum leifum af stífum pappír. Fyrir utan það var ekkert í holunni. - Sacré! hrópaði Poirot gremjulega upp yfir sig. - Einhver hlýtur að hafa verið á undan okkur. Við athuguðum pappírsmiðann áhyggjufull- ir. Þetta var sýnilega hluti af því sem við vorum aö leita að. Nokkuð af undirskrift Bakerhjón- anna var þarna enn en ekkert sem benti til þess hvert innihald erfðaskrárinnar hefði verið. Poirot settist á hækjur sínar. Svipurinn á andliti hans hefði verið skoplegur ef okkur hefði ekki verið svona þungt í skapi. - Ég skil þetta ekki, urraði hann. - Hver eyðilagði þetta? Og hver var tilgangurinn? - Bakerhjónin kannski? sagði ég. - Pourquoi? Hvorug erfðaskráin gerir ráð fyrir neinu handa þeim og það var miklu senni- legra að þau yrðu hér áfram hjá ungfrú Marsh heldur en ef húsið yrði eign einhvers sjúkra- húss. Hvernig getur það verið nokkrum manni í hag að eyðileggja erfðaskrána? Það kemur sjúkrahúsunum að vísu að gagni - en maður getur ekki tortryggt stofnanir. - Kannski gamli maðurinn hafi skipt um skoðun og eyðilagt hana sjálfur, sagði ég. Poirot reis á fætur og burstaði af hnjánum á sér með sinni venjulegu vandvirkni. - Getur verið, viðurkenndi hann. - Þetta er einhver skynsamlegasta tilgátan þín, Hastings. Jæja, við getum ekki gert neitt meira hér. Við erum búnir að gera allt sem er á valdi dauðlegra manna. Við höfum stefnt vitsmunum okkar með góðum árangri gegn vitsmunum Marsh sáluga en því miður er frænka hans ekkert bet- ur stödd þrátt fyrir þennan góða árangur. Með því að aka í skyndi af stað til stöðvar- innar náöum við lestinni til London, sem ekki reyndist þó vera hraðlestin. Poirot var niður- dreginn og óánægður. Sjálfur var ég þreyttur og mókti úti í horni. Rétt þegar lestin var að leggja af stað út af stöðinni í Taunton gaf Poirot allt í einu frá sér skerandi vein. - Vite, Hastings! Vaknaðu og stökktu út! Stökktu, segi ég! Áður en ég vissi af stóðum við úti á stöðvar- pallinum, berhöfðaðir og töskulausir, meðan lestin hvarf út í myrkrið. Ég var bálreiður. En Poirot hirti ekkert um það. 26 VIKAN 15TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.