Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 62

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 62
TEXTI OG S/H-LJÓSM.: GUNNAR H, ÁRSÆLSSON Lifandi tónlist fyrir f ramtíðina Rœtt við Mathias, harmóníkuleikara Les Négresses Vertes Franska listahátíðarhljóm- sveitin Les Négresses Vertes sló í gegn svo um munaði á tónleikum sínum á Hótel íslandi. Skapaði sveitin tryllta stemmningu meðal áhorfenda og sannaði óum- deilanlega að (slendingar geta líka verið blóðheitir þó annað sé kannski uppi á teningnum svona dags daglega. Söngvari sveitarinnar, Helno, æsti á- horfendur með einstakri sviðs- framkomu sinni, hoppaði, skoppaði og djöflaðist á svið- inu. Sveiflan í tónlistinni bætti síðan gráu ofan á svart ef svo mætti orða það. Fyrr um dag- inn náði undirritaður í „skottið" á harmóníkuleikara sveitarinn- ar, Mathiasi, og hann var fyrst spurður hvers vegna þau hefðu valið hljómsveitinni þetta nafn. „Okkur langaði til að hafa húmorískt nafn á sveitinni og sýna að í nafninu gæti falist blanda af litum og stíl. Það komu engin önnur nöfn til greina, aðeins þetta," sagði Mathias ákveðinn. Les Négresses Vertes var stofnuð í september árið 1987 og var Mathias einn af fimm stofnendum sveitarinnar. Hann hafði áður unnið f fjöl- leikahúsi, ýmist sem trúður eða tæknimaður. Fljótlega bættust fleiri við og nú eru þau alls ellefu í sveitinni. Hljóð- færaskipan er öðruvísi en fólk á aö venjast og meginuppi- staðan eru kassagítarar, harmóníka og blásturshljóð- færi en trommur, bassi og píanó koma einnig mikið við sögu. Eins og áður sagði er hljómsveitin frönsk en annað leynist undir yfirborðinu. „Við höfum öll frönsk vega- bréf en komum frá mismun- andi stöðum; frá Norður- Afríku, Póllandi, Spáni, Ítalíu, Alsír og náttúrlega Frakk- landi.“ Fljótlega vakti hljómsveitin athygli fyrir frumlega tónlist sem er bræðingur úr tónlistar- stefnum, í daglegu tali kölluð heimstónlist. Þau byrjuðu að spila fyrir vini og kunningja en fljótlega hlóð þetta utan á sig. Hljómsveitin komst á plötu- samning hjá litlu fyrirtæki, Off the Track, gaf út hljómplötuna MLAH í maí á síðasta ári og er nú feikilega vinsæl víða um heim. Ég spurði Mathias hvort honum þætti ekki furðulegt að hafa náð svo langt á jafn- skömmum tíma? „í rauninni ekki því við vor- um óbeint að undirbúa þetta áður en við byrjuðum, hvert í sínu horni. Og á þeim tíma sem hljómsveitin hefur verið starfandi höfum við unnið geysilega mikið. Við vinnum þetta svona eins og herforingj- ar gera hernaðaráætlanir, tök- um alla hluti inn í dæmið." - Var lífið erfitt áður en þið stofnuðuð hljómsveit- ina? „Já, það var erfitt. Okkur leiddist öllum meira eða minna og hjá mér var til dæmis starf mitt í fjölleikahúsinu líkamlega mjög erfitt og illa borgað í þokkabót. En það var líka erfitt að koma hljómsveitinni af stað því við erum ekki synir og dæt- ur lækna eða lögfræðinga og vöðum því ekki í seðlum.“ - Hefurðu einhverja skýr- 62 VIKAN 15TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.