Vikan


Vikan - 26.07.1990, Page 62

Vikan - 26.07.1990, Page 62
TEXTI OG S/H-LJÓSM.: GUNNAR H, ÁRSÆLSSON Lifandi tónlist fyrir f ramtíðina Rœtt við Mathias, harmóníkuleikara Les Négresses Vertes Franska listahátíðarhljóm- sveitin Les Négresses Vertes sló í gegn svo um munaði á tónleikum sínum á Hótel íslandi. Skapaði sveitin tryllta stemmningu meðal áhorfenda og sannaði óum- deilanlega að (slendingar geta líka verið blóðheitir þó annað sé kannski uppi á teningnum svona dags daglega. Söngvari sveitarinnar, Helno, æsti á- horfendur með einstakri sviðs- framkomu sinni, hoppaði, skoppaði og djöflaðist á svið- inu. Sveiflan í tónlistinni bætti síðan gráu ofan á svart ef svo mætti orða það. Fyrr um dag- inn náði undirritaður í „skottið" á harmóníkuleikara sveitarinn- ar, Mathiasi, og hann var fyrst spurður hvers vegna þau hefðu valið hljómsveitinni þetta nafn. „Okkur langaði til að hafa húmorískt nafn á sveitinni og sýna að í nafninu gæti falist blanda af litum og stíl. Það komu engin önnur nöfn til greina, aðeins þetta," sagði Mathias ákveðinn. Les Négresses Vertes var stofnuð í september árið 1987 og var Mathias einn af fimm stofnendum sveitarinnar. Hann hafði áður unnið f fjöl- leikahúsi, ýmist sem trúður eða tæknimaður. Fljótlega bættust fleiri við og nú eru þau alls ellefu í sveitinni. Hljóð- færaskipan er öðruvísi en fólk á aö venjast og meginuppi- staðan eru kassagítarar, harmóníka og blásturshljóð- færi en trommur, bassi og píanó koma einnig mikið við sögu. Eins og áður sagði er hljómsveitin frönsk en annað leynist undir yfirborðinu. „Við höfum öll frönsk vega- bréf en komum frá mismun- andi stöðum; frá Norður- Afríku, Póllandi, Spáni, Ítalíu, Alsír og náttúrlega Frakk- landi.“ Fljótlega vakti hljómsveitin athygli fyrir frumlega tónlist sem er bræðingur úr tónlistar- stefnum, í daglegu tali kölluð heimstónlist. Þau byrjuðu að spila fyrir vini og kunningja en fljótlega hlóð þetta utan á sig. Hljómsveitin komst á plötu- samning hjá litlu fyrirtæki, Off the Track, gaf út hljómplötuna MLAH í maí á síðasta ári og er nú feikilega vinsæl víða um heim. Ég spurði Mathias hvort honum þætti ekki furðulegt að hafa náð svo langt á jafn- skömmum tíma? „í rauninni ekki því við vor- um óbeint að undirbúa þetta áður en við byrjuðum, hvert í sínu horni. Og á þeim tíma sem hljómsveitin hefur verið starfandi höfum við unnið geysilega mikið. Við vinnum þetta svona eins og herforingj- ar gera hernaðaráætlanir, tök- um alla hluti inn í dæmið." - Var lífið erfitt áður en þið stofnuðuð hljómsveit- ina? „Já, það var erfitt. Okkur leiddist öllum meira eða minna og hjá mér var til dæmis starf mitt í fjölleikahúsinu líkamlega mjög erfitt og illa borgað í þokkabót. En það var líka erfitt að koma hljómsveitinni af stað því við erum ekki synir og dæt- ur lækna eða lögfræðinga og vöðum því ekki í seðlum.“ - Hefurðu einhverja skýr- 62 VIKAN 15TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.