Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 66
TORFI GEIRMUNDSSON HÁRSNYRTIR
UPPSKRIFT
AÐ NÆRINGU:
SEM HARMÆRING
í upplýsingum um
innihald, sem yfirleitt
eru prentaðar utan ó
umbúðir um hórsnyrti-
vörur, kemur í Ijós að
mikið er notað af
övöxtum og jafnvel
öðrum jurtum í þessar
vörur. Það œtti því
ekki að hljóma svo
förónlega þótt ég
segði þér að þú gœtir
búið þér til hór-
nœringu úr óvöxtum
og öðrum jurtum. Hér
er listi ytir nokkrar
góðar til notkunar í
hór. "N
AVOKADO
(lárpera)
Þessi ávöxtur er ríkur af olíu
og E- og A-vítamíni. Hann er
sérstaklega mýkjandi og góö-
ur til að bæta ástand hársins.
Stappið avokado vel með
gaffli og berið stöppuna í hárið
með fingrunum. Nuddið vel
ofan í hársvörðinn og greiðið
síðan út í hárið. Hyljið hárið
meö plastpoka og heitu hand-
klæði og bíðið í minnst 10
mínútur. Skolið síðan og þvoið
hárið.
BANANAR
Bananar eru mjög góðir sem
næring. Stappið banana vel.
Nuddið stöppunni í hársvörð-
inn og greiðið út í endana.
Hafið í hárinu í 10 mínútur og
skolið síðan vel úr. Athugið að
nota ekki greiðu á mjög sítt
hár heldur nudda frekar vel
með höndunum.
KÓKOSHNETUOLÍA
Kókoshnetuolía er ein besta
olía sem hægt er að fá fyrir
hár. Gefur hárinu glans um
leið og hún bætir ástand þess.
SÍTRÓNA
Sftróna inniheldur ensfm sem
hjálpa til við að hreinsa dauðar
húðfrumur úr hársverði. Hún
er einnig mjög góð sem sýru-
stigsjafnari. Ath. að sítróna
lýsir hárið lítilega.
ÞARI
Þari myndar gel sem er mjög
gott til að mýkja hárið. Hann
inniheldur mikið af steinefnum
og joði sem eru mjög góð fyrir
hársvörðinn. Saltið í þara gef-
ur hárinu meiri fyllingu.
LAUKUR
Ef þú þjáist af flösu og hárlosi
er gott að skera í sundur lauk
og nudda í hársvörðinn. Lauk-
ur inniheldur mikið af náttúru-
legum brennisteini sem er
góður við húðkvillum.
Nokkrar kryddjurtir, sem
yfirleitt eru til á heimilum, eru
einnig góðar við vandamálum
í hársverði.
LÁRVIÐARLAUF
Gegn flösu má nota lárviðar-
lauf. Skolið hársvörðinn eftir
hvern hárþvott með tei úr lár-
viðarlaufum.
EINIBER
Indíánar í Kanada notuðu
seyði af einiberjum gegn flösu
og feitum hársverði. Sjóðið
einiber í tíu til fimmtán mínút-
ur, látið kólna og nuddið síðan
í hársvörðinn. Ekki er nauð-
synlegt að skola seyðið úr.
RÓSMARÍN
(sædögg, stranddögg)
Seyði úr rósmarín notað sem
hárþvottaefni.
AÐBÚATILSEYÐI
Notið aðeins postulín eða hita-
þolið gler, aldrei járn eða ál-
áhöld. Notið 50 grömm af
plöntunni á móti einum lítra af
vatni. Látið sjóöa í um það bil
15 mínútur. Látið síðan kólna.
Sigtið seyðið frá og notið það
sem fyrst. Til þess að fá sem
mest út úr seyðinu er ráðlagt
aö nota það ekki eldra en 6
tíma gamalt. Eftir það fer
ferskleikinn minnkandi.
SÍTRÓNU-GLANSGJAFI
Safi úr hálfri sítrónu
70 ml af köldu vatni
Gefur hárinu gljáa og leiðréttir
ph-gildi (sýrustig) þess eftir
hárþvott.
ÁVAXTASKOL
1 appelsína
1 epli
1 lítil sneið af melónu
1 lítri eplaedik
Dregur úr fitumyndun [ hár-
sverði og leiðréttir sýrustig.
Gefur hárinu gljáa.
Afhýðið ávextina og skerið
bæði hýði og kjötið í litla bita.
Sjóðið síðan hvort tveggja í
vatni í 15 mínútur. Látið kólna.
Sigtið og blandið saman við 1
lítra af eplaediki. Setjið á flösk-
ur og geymið í 24 klst.
Notið hálfan Ktra sem loka
skolvatn eftir hárþvott.
EPLATÓNIK
1 teskeið eplasafi
3 teskeiðar soðið vatn, heitt
Þetta er góð næring fyrir hár-
svörðinn. Blandið saman og
setjið á litlar flöskur. Nuddið
vökvanum í hársvörðinn tvisv-
ar til þrisvar sinnum í viku.
NÆRING Á UNDAN
HÁRÞVOTTI
1 tsk olífuolía
1 tsk kókosolía
2egg
2 tsk eplaedik
2 tsk glyseról
Næringin er látin vera i hárinu
f 10 mínútur. Síðan er hárið
þvegið eins og venjulega.
AVOKADO
2 tsk avokadoolía
2 tsk laxerolía
1 eggjarauða
Þessi næring örvar vöxt í líf-
lausu fíngerðu hári. Blandið
innihaldinu vel saman. Nuddið
í hársvörðinn og greiðið út í
hárendana með grófri greiðu.
Setjið plastpoka og heitt hand-
klæði yfir og bíðið í eina
klukkustund. Þvoið síðan hár-
ið eins og venjulega.
Ef fólki finnst þetta of mikil
fyrirhöfn má benda á að á
flestum hársnyrtistofum á
landinu eru seldar náttúruleg-
ar hársnyrtivörur og hársnyrti-
fólk hér á landi er vel upplýst
um notkun þeirra. Þaö getur
því gefið góð ráð við val á
þeim.
66 VIKAN 15 TBL. 1990