Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 40

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 40
W. SOMMERSET MAUGHAM MANNLEGT EÐLI ' < - -H i rV'V .*> Satt að segja hafði ég ekkert sérstakt dálæti á Landon. Hann var meðlimur í klúbbnum mínum og ég hafði oft setið andspænis honum við morgunverðar- borðið. Hann var dómari við Old Bail- ey og það var honum að þakka að ég gat feng- ið frátekið sæti í réttinum þegar ég vildi. Hann var duglegur og réttlátur dómari en strangur og það kom oft illa við mig þegar hann beitti þurru háði í umræðunum um málin sem hann var að fást við. Þess vegna varð ég mjög undrandi þegar ég fékk skeyti frá honum. Hann sagðist gjarnan vilja dvelja tvo eða þrjá daga hjá mér á leið sinni til Italíu. Daginn sem hann kom bauð ég ungfrú Gray, gamalli vinkonu minni, til hádeg- isverðar. Hún var farin að reskjast en var samt ennþá ákaflega aðlaðandi kona. Hádegisverðarboðið tókst vel. Gott vínið og glaðlegt masið í ungfrú Gray geröi dómarann léttari í skapi en ég hef nokkurn tíma séð hann áður. Það kom mér þess vegna ekki á óvart þegar hann féllst á að við borðuðum hádegisverð hjá ungfrú Gray daginn eftir. Ungfrú Gray bjó í litlu einbýlishúsi úti við sjóinn í St. Jean. Við ókum þangað klukkan eitt daginn eftir og var vísaö inn í setustofuna. - Ég hef óvæntar fréttir að færa, sagði ungfrú Gray við mig. - Craighjónin hafa lofað að borða hádegisverð með okkur. Mér fannst svo kjánalegt að búa í næsta húsi og synda frá sömu ströndinni á hverjum morgni, án þess að þekkjast. Ég vildi líka gjarnan að þú hittir þau svo ég geti fengið að hlusta á þaö sem þú færð þau til að segja þér. Hún sneri sér að Landon. - Ég vona að þér hafið ekkert á móti því. En hann var ennþá í besta skapi. - Mér er það mesta ánægja að kynnast vinum yðar, ungfrú Gray., - Þau eru ekki vinir mínir. Ég hef oft séð þau en ekki talað við þau fyrr en í gær. Síðustu þrjár vikurnar hafði ég oft heyrt ungfrú Gray minnast á Craighjónin. Þau höfðu tekið húsið næst henni á leigu og í fyrstu hafði hún óttast að þau mundu ónáða hana og spilla sveitakyrrðinni fyrir henni. Hún komst þó brátt að raun um að Craighjónin höfðu að minnsta kosti ekki meiri áhuga fyrir að kynnast henni en hún þeim. Hún hafði orð á því að þau sýndu hina mestu háttvísi með því að vilja ekki troða henni um tær en í hugarfylgsnum mínum leyndist grunur um að henni gremdist hve lít- inn áhuga þau höfðu fyrir að stofna til kunn- ingsskapar við hana. Craig virtist allra snotrasti maður, hrein- skilnislegur á svipinn, rauður í andliti, grá- 40 VIKAN 15TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.