Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 35

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 35
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON hana af mér og keyrði öxina inn í heila á henni. Hún hneig niður dauð án þess að nokkur stuna heyrðist í henni. Þegar ég hafði framið þetta hræðilega morö var fyrst og fremst um að gera að fela líkið. Nú var ég oröinn alveg rólegur aftur og fór að íhuga hvað ég ætti að gera. Mér var Ijóst að ekki væri þorandi að fara með líkið út úr hús- inu, hvorki að nóttu né degi, án þess að eiga á hættu að grannarnirtækju eftir því. Ég hugsaði ýmis úrræði. Loks fékk ég hugmynd sem mér fannst betri en allar hinar. Ég afréð að múra líkið inni niðri [ kjallaranum. Ég hafði lesið að munkarnir hefðu gert þetta á miðöldum við þá sem þeir drápu. Kjallarinn minn hentaði ágætlega til þess. Steinveggirnir voru lauslega hlaðnir og nýlega múraðir. Steinlímið var ekki oröið þurrt. í ein- um veggnum var innskot - það hafði verið ætl- unin að gera eldstó þar. En ekkert hafði orðið af því svo að múrað hafði verið fyrir gatiö til að gera vegginn sléttan. Ég gæti losað steinana þarna, lagt Ifkið inn og hlaðið fyrir holuna aftur. Engin manneskja gæti séð neitt grunsamlegt. Þetta reyndist eins og ég hélt. Ég losaði steinana, lagði lík konunnar mínnar inn í hol- una og múraði svo fyrir aftur. Ég útvegaði mér kalk og sand með svo mikilli leynd sem mér var unnt og svo múrhúðaði ég vegginn svo að ekkert bæri á verksummerkjunum. Þegar ég hafði lokið þessu þóttist ég sannfærður um að vel hefði tekist. Ég hreinsaði vel eftir mig á gólfinu og sagði sigri hrósandi við sjálfan mig: - Þetta hefur þú þó að minnsta kosti gert vel! Það næsta sem þurfti að gera var að leita uppi köttinn sem átti sökina á þessum ófarn- aði. Ég hafði afráðið aö drepa hann. Ef ég næði í kvikindið væri úti um það en hann hafði auðsjáanlega orðiö hræddur við mig og forðað sér. Ég get ekki lýst hve vel mér leið að hafa ekki kvikindisóhræsið fyrir augunum. Ég sá hann ekki heldur þegar ég kom heim um kvöldið svo að líklega mundi veröa rólegt hjá mér um nótt- ina, aldrei þessu vant. Já, ég svaf vært - þó ég hefði morð á samviskunni. Svo liðu tveir dagar og ekki kom kvalarinn minn aftur. Mér létti og fannst ég vera að verða frjáls maður. Kötturinn hafði þá orðið svo hræddur að hann hafði flúið fyrir fullt og allt. Nú slapp ég við að sjá hann framar. Ég var sæll. Glæpurinn, sem ég hafði framið, olli mér ekki neinum sálarkvölum. Ég hafði oft verið spurður um konuna mína en aldrei látið standa á svari. Gestina mína grunaði ekki neitt. Mér fannst ég vera orðinn öruggur um aldur og ævi. En fjórða daginn eftir morðið komu einhverjir lögreglumenn. Þeir fóru að kanna húsið hátt og lágt. Ég var viss um að þeir mundu aldrei finna felustaðinn svo að ég var ekkert hræddur en hagaði mér eðlilega í alla staði. Lögreglu- mennirnir vildu láta mig fylgja sér um húsið og það gerði ég. Þeir snuðruðu í hverjum krók og kima. Loks fóru þeir niður í kjallarann aftur - það var í þriðja eða fjórða skiptið. Ég brá ekki svip. Hjartað sló rólega. Ég fór með þeim um endi- langan kjallarann með krosslagðar hendurnar. Lögreglumennirnir voru orðnir grunlausir og bjuggu sig til að fara. Þá varð gleðin of rík í mér og ég mátti til með að segja eitthvað. Þeir voru komnir að stiganum þegar ég kallaði: - Það gleður mig mjög að ykkur er horfinn grunurinn. Ég óska ykkur til hamingju með starfið í framtíðinni en ég vildi óska að þið sýnduð ofurlítið meiri nærgætni. En finnst ykk- ur þetta hús ekki vera skrambi vel byggt? Ég fullvissa ykkur um að það er þaö. Lítiö þið bara á þessa þykku veggi - hvað er þetta, eruð þið að fara? Hafið þið nokkurn tíma séö svona trausta veggi? Hugsiö ykkur! I ofmetnaði mínum barði ég með stafnum á vegginn, einmitt þar sem ég hafði grafið lík konunnar minnar... Varðveiti guð mig fyrir klóm satans! Hljóðiö eftir höggið var tæpast þagnað fyrr en ég fékk svar. Ég heyrði rödd úr gröfinni! Fyrst veinandi og kveinandi eins og barnsgrát - svo langt, skerandi vein. Annarlegt vein sem líktist ekki manneskjuveini. Það var hatur og hræðsla í veininu - en Kka sigurgleði. Það væri fásinna að ætla sér að gera grein fyrir tilfinningum mín- um þessa stund. Ég slagaði hálfmeðvitundar- laus upp að veggnum. Lögreglumennirnir við dyrnar stóðu fyrst í stað hreyfingarlausir, lam- aðir af hræðslu. En svo tóku þeir sig á og eftir dálitla stund höfðu þeir náð í verkfæri og fóru að brjóta vegginn. Steinarnir losnuðu og nú sást opið. Brátt kom líkið í Ijós. Það var orðið mikið breytt. En það sem okkur varð starsýnast á var það sem sat á höfði konunnar minnar - ógeðs- legt kvikindi með uppglenntan rauðan hvoftinn og vítiseldur virtist brenna í augunum. Þetta var kvikindið, sem átti sök á því að ég hafði myrt konuna mína. Nú hafði það með veini sínu ofurselt mig böðlunum ... Án þess að vita af hafði ég múrað köttinn inni í gröfinni! □ ,-JÍ / TAUTÁ/^ RÓ Ml/- l'/K Kuftt PtFft/T Kfl Tft TEiKuK F/ltha, FjÓLL Z EíaJS SÓL- Ór uÐ Mjt> i-KU/?- AFuRöi'R Tr? 1 ^ b TT ] jt LITA F\R-k V > *v \/ > 1 OV/* Lo fLutS- aas > R 1 / v s T 7 A/íöJ A Tób] \/ 5l/E-i' sívh 7- "OL~ ST oT-A EÍG.M/K Uf TiN 5 Ai'Sti' lakvfl 3 ,/ > L PÍLf\ Pajöí mvKft MiGfl Z v Kom- iST SflFÍ 1 EÍAJ5 1 z 3 Y r (s> S T OLH Lausnarorð 1-6: ÆRINGI 15 TBL. 1990 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.