Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 57

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 57
TEXTI OG LJÓSM,: RAGNAR LÁR Flestir bifreiöaeigendur þekkja til hjólbarðaverk- stæða og þess and- rúmslofts sem á þeim ríkir. Oft er handagangur í öskjunni, enda kunna starfsmenn að taka til hendinni. Ástæða fyrir vinnuhraðanum er einkum sú að viðskiptavinurinn bíður oft- ast eftir því sem hann hefur beðið um aö fá gert, hvort heldur það er að gera við dekk eða skipta um hjólbarða. Vikan lagði leiö sína á Hjól- barðaverkstæði Vesturbæjar sem er til húsa við Essó-stöð- ina við Ægisíðu og hitt þar fyrir eigandann, Jón Ólafsson, sem lengi hefur lagt stund á hjólbarðaviðgerðir og þá þjón- ustu sem þeim fylgir. Jón var að venju í vinnugall- anum, enda er hann ekki einn af þeim forstjórum sem kunna best við sig bak við palesand- * Jón Ólafsson við eina affelgunarvélina. IMORGUNANDAKT HJÁ DEKKJA-JÓNI Rœtt við Jón Ólafsson 6 Hjólbarðaverkstœði Vesturbœjar erskrifborð. Jón kann að taka til hendinni og hefur gert frá unga aldri. LENGI UNNIÐ VIÐ ÞETTA Við biðjum Jón að segja okkur frá ferli sínum við hjólbarða- viðgerðir. - Ég byrjaði við Gúmmí- barðann í Brautarholti árið 1967 en hef verið hérna síðan 1970. Ég hef semsagt verið í þessu í 23 ár eða þar um bil. - Það hafa sjálfsagt orðið talsverðar breytingar í þessu fagi sem öðrum á þeim tíma? - Já, breytingarnar hafa orðið miklar. Nú eru komin allt önnur og betri tæki, svo sem lyftur á gólfi í stað gömlu tjakk- anna og svo eru affelgunarvél- arnar miklu fullkomnari og betri en þær voru áður. - Manni sýnist vinnan vera í törnum hjá ykkur? - Það má segja aö um tvær aðalvertíðir sé að ræða, vor og haust. Þann 1. júlí næst- komandi tekur ný reglugerð gildi varðandi skiptingu sumar- og vetrarhjólbarða. Þessi reglugerð felur í sér að bifreið- ir skulu vera komnar á vetrar- hjólabarða 1. nóvember og á sumarhjólbarða 15. apríl. ÍSLENSK H JÓLBARÐ ASÓLU N - Þið gerið fleira en að gera við og skipta um hjólbarða? - Já, við seljum einnig hjól- barða bæði nýja og sólaða. Hlutur sólaöra hjólbarða er u.þ.b. 80 af hundraði. Það er líka allt að helmingsmunur á verði á nýjum dekkjum og sól- uðum. Dekkin sem við seljum eru öll sóluð hérlendis og er um mjög góða vöru að ræða sem óhætt er að mæla meö. - Biðja viðskiptavinir um ráð í sambandi við fleira en það sem að hjólbörðum lýtur? - Það kemur fyrir. Fyrst og fremst reynum við eftir bestu getu að leiðbeina fólki um það sem varðar hjólbarðana. En við erum oft beðnir að líta á ástand bremsuborða um leið og hjólin eru tekin undan bíln- um og gerum við það að sjálf- sögöu. - Hvað gerir svo Jón Ólafs- son í frístundum sínum? - Fjölskyldan á sumarbú- stað við Álftavatn í Þrasta- skógi. Þar erum við alltaf að byggja og gróðursetja og því er nóg að gera. Einu sinni á ári fer ég í laxveiði í Laxá í Dölum. Við höfum líka farið til útlanda einu sinni á vetri og nú síðast fórum við til Thailands. Áður höfðum við til dæmis far- ið til Kína, Hong Kong og Kanton. Það er gaman að ferðast um þessi lönd og engu líkara en maöur sé kominn í annan heim. En það sama má í raun segja um sumarbústað- inn við Álftavatn. Það er að mörgu leyti eins og aö koma í annan heim aö fara þangað austur og þar uni ég mér best. Hins vegar er það svo með þessa vinnu hér, sem oft er mikil tarnavinna, að hún er aldrei leiðinleg. Daglega hittir maður fjölda fólks og marga hefur maður þekkt í fjölda ára. „JÓN ALVEG EINSTAKUR" [ þessum töluðum orðum Jóns kemur maður á verkstæöiö og heilsast þeir með virktum. Það er upþlagt að biðja hann að vera með Jóni á Ijósmynd. Maðurinn heitir Guðni Friðriks- son og er frá Stykkishólmi. Við tökum hann tali og spyrjum: - Ekki kemurðu þó alla leið frá Stykkishólmi til að fá gert við dekk, eða hvað? - Nei, ekki er það svo, svarar Guðni, - en þegar ég er staddur í borginni kem ég við hérna hjá Jóni. Það má segja að um morgunandakt sé aö ræða, enda er Jón einhver sá besti maður sem ég hef kynnst. Auðvitað nota ég tæki- færið og læt hann skipta um sumar- eða vetrardekk þegar ég kem til Reykjavíkur. Jón er alveg einstakur. □ Guðni frá Stykkishólmi i morgunandakt hjá Jóni Ólafssyni. 15 TBL. 1990 VIKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.