Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 25

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 25
sjálf í minn garö haföi hann einkennilegar en fastmótaðar hugmyndir um uppeldi ungra stúlkna. Hann lagði lítiö upp úr því sem hann kallaði „bókarlærdóm" þar sem hann var sjálf- ur lítt eöa ekkert menntaöur þó hann væri furðulega slyngur. Einkum var hann andvígur menntun kvenna. Að hans áliti áttu konur aö læra hentug, dagleg heimilisstörf, hjálpa til innanhúss og læra eins lítiö til bókarinnar og hægt var. Þannig ætlaði hann aö ala mig upp, mér til mikilla vonbrigða og gremju. Ég reis hreinskilnislega upp gegn þessu. Ég vissi aö ég hafði góöar gáfur en engar tilhneigingar til heimilisstarfa. Við frændi áttum oft í hörðum deilum um þetta efni því þó okkur þætti vænt hvoru um annað vorum við bæði ráðrík. Ég var svo heþpin að vinna mér námsstyrk og mér tókst að fá vilja mínum framgengt upp að vissu marki. Þegar ég ákvað að fara til Girton lenti okkur alvarlega saman. Ég átti ofurlítið fé, sem móðir mín hafði látið eftir sig, og var ákveðin í að nota gáfurnar, sem guð hafði gefið mér, sem best. Það kom því til langvinns lokaupp- gjörs milli okkar. Hann lagði málið hreinskilnis- lega fyrir mig. Hann átti engan annan ættingja og hafði hugsað sér að gera mig að einkaerf- ingja sínum. Hann var mjög auðugur maður, eins og ég var búin að segja yður. Ef ég héldi fast við þessa „nýtísku þrjósku" mína skyldi ég ekki búast við neinu frá honum. Ég var kurteis en ákveðin. Mér mundi alltaf þykja ákaflega vænt um hann, sagði ég, en ég yrði að ráða minni eigin lífsstefnu. Þannig skildum við. - Þú hefur tröllatrú á gáfum þínum, telþa mín, voru hans síðustu orð. - Ég hef enga skólamenntun en þrátt fyrir það þori ég að tefla gáfum mínum gegn þínum hvenær sem er. Við skulum sjá hvað setur. Þetta gerðist fyrir tíu árum. Ég hef stundum dvalið hjá honum um helgar og samband okk- ar hefur verið mjög vinsamlegt þó skoðanir hans hafi haldist óbreyttar. Hann minntist aldrei á stúdentsprófið mitt eða háskólaprófið. Heilsu hans hafði farið hrakandi síðastliðin þrjú ár og fyrir mánuði dó hann. Nú er ég að komast að ástæðunni fyrir komu minni. Frændi minn lét eftir sig ákaflega undar- lega erfðaskrá. Samkvæmt henni á ég að hafa Crabtree Manor og allt sem búinu fylgir til um- ráða í eitt ár eftir dauða hans - „og á meðan getur þessi gáfaða frænka mín sannað hæfi- leika sína“, eins og það er orðað. „Hafi vits- munir mínir reynst hennar vitsmunum snjall- ari“ að þeim tíma liðnum þá á húsið ásamt öll- um hinum miklu auðæfum frænda míns að ganga til góðgerðarstofnana. - Þetta er dálítið hart fyrir yöur, mademois- elle, þar sem þér voruð eini ættingi Marsh frænda yðar. - Þannig lít ég ekki á málið. Andrew frændi varaði mig hreinskilnislega við og ég valdi eftir eigin höfði. Úr því ég fór ekki að óskum hans var honum fyllilega frjálst að arfleiða hvern sem hann vildi að auðæfum sínum. - Var erfðaskráin gerð af lögfræðingi? - Nei, hún var skrifuð á sérstakt erfðaskrár- eyðublað og vottuð af hjónum sem búa í hús- inu og þjónuðu frænda mínum. - Er ekki hugsanlegt að ógilda slíka erfða- skrá? - Ég mundi aldrei reyna það. - Þér lítið þá á þetta sem riddaralega áskor- un af hálfu frænda yðar. - Þannig lít ég einmitt á það. - Það verður vissulega að skiljast svo, sagði Poirot hugsandi. - Einhvers staðar í skúmaskotum þessa gamla húss hefur frændi yðar falið annaðhvort seðlabunka eða aðra erfðaskrá og gefur yður eitt ár til að reyna snilli yðar við að finna það. - Alveg rétt, monsieur Poirot. Og ég slæ yður þá gullhamra að ætla snilli yðar meiri en mína. - Ehe! Það er ákaflega elskulegt af yður. Þér fáið gráu heilafrumurnar mínar til afnota. Eruð þér ekkert farnar að leita sjálfar? - Aðeins lauslega en óg ber alltof mikla virðingu fyrir hinu óvefengjanlegu hæfileik- um frænda míns til að ímynda mér að þetta sé auðvelt viðfangs. - Eruð þér með erfðaskrána eða afrit af henni? AGATHA CHRISTIE Um þessar mundir eru liðin hundrað ár frá fæðingu Agöthu Christie, eins fræg- asta reyfarahöfundar allra tíma. Ung að árum velti hún því fyrir sér hvort hún ætti að gerast söngkona eða stærðfræðingur en þegar hún fór að skrifa til að afla sér skjótra tekna var framtíð hennar ráðin. Stíll hennar er hnitmiðaður, hún er vandvirk, hugmyndarík og hefur skapað margar ógleymanlegar persónur eins og til dæmis Hercule Poirot og Miss Marple. Hún var mjög afkastamikil á sínum tíma og leikrit hennar, Músagildran, hefur gengið lengur, í sama leikhúsinu, en nokkurt annað leikverk sem sög- ur fara af. Hún á það til að afvegaleiða lesendur sína með því að láta þá gruna alsaklaust fólk um morð - en hvernig væri Agatha Christie öðruvísi? Ungfrú Marsh rétti skjalið yfir borðið. Poirot renndi augunum yfir það og kinkaði kolli. - Gert fyrir þremur árum. Dagsett 25. mars; tím- inn er líka gefinn - klukkan ellefu fyrir hádegi - það gefur ýmsar hugmyndir. Það þrengir leitar- svæðið. Það er áreiðanlega önnur erfðaskrá sem við þurfum að leita að. Erfðaskrá, sem gerð er aðeins hálftíma á eftir þessari, mundi ógilda hana. Eh bien, mademoiselle, þetta er skemmtileg og hugvitsamleg gáta sem þérfáið mér í hendur. Ég skal með mestu ánægju ráða hana fyrir yður. Þó að frændi yðar hafi verið mikill hæfileikamaðurgetagráu heilafrumurnar hans ekki hafa verið á borð við heilafrumurnar í Hercule Poirot! (Hégómagirnin í Poirot er sannarlega takmarkalaus!) Ég er svo heþpinn að hafa ekkert sérstakt verkefni með höndum þessa stundina. Við Hastings förum því niður til Crabtree Manor í kvöld. Ég geri ráð fyrir að þessi hjón, sem þjónuðu frænda yðar, séu þar enn, eða hvað? - Já, þau bera ættarnafnið Baker. Morguninn eftir hófumst við handa um leit- ina. Við höfðum komið þarna seint kvöldið áður. Ungfrú Marsh hafði sent Bakerhjónunum skeyti og þau áttu von á okkur. Þetta voru við- kunnanlegustu manneskjur, maðurinn hrukk- óttur og rauður í kinnum eins og visið epli og eiginkona hans ákaflega fyrirferðarmikil og æðruleysisleg kona. Þar sem við vorum þreyttir eftir ferðina höfð- um við strax farið í rúmið eftir að hafa borðað steiktan kjúkling, eplaköku og Devonshire- búðing til kvöldverðar. Nú vorum við nýbúnir að Ijúka prýðilegum morgunverði og sátum í litla viðarklædda herberginu sem Marsh hafði notað fyrir skrifstofu og setustofu. Við vegginn stóð skrifborð með renniloku, troðfullt af snyrti- lega röðuðum pappírum, og stór leðursetustóll bar þess greinilega merki að þar hafði verið hvíldarstaður eigandans. Við endilangan vegginn á móti var stoppaður bekkur með baðmullaráklæði og djúpu lágu stólarnir undir gluggunum voru klæddir sams konar upplituðu baðmullaráklæði með gamaldags mynstri. - Eh bien, mon ami, sagði Poirot og kveikti í einni af litlu sígarettunum sínum. - Við verð- um að gera áætlun um leitina. Ég er þegar bú- inn að skoða húsið lauslega en ég er þeirrar skoðunar að hugsanlegur leiðarvísir finnist í þessu herbergi. Við verðum að fara í gegnum alla paþpírana í skrifborðinu með smásmugu- legri nákvæmni. Auðvitað á ég ekki von á að finna erfðaskrána meðal þeirra en það er sennilegt að einhverja vísbendingu um felu- stað hennar sé að finna á sakleysislegu skjali. En fyrst verðum við að afla okkur svol ftilla upp- lýsinga. Viltu gjöra svo vel að hringja bjöllunni. Ég gerði það. Meðan við biðum gekk Poirot fram og aftur og horfði með velþóknun í kring- um sig. - Reglusamur maður, þessi Marsh! Sjáðu hve skjalabunkunum er snyrtilega staflað. Við lykilinn að hverri skúffu er festur merkimiði — líka við lykilinn að postulínsskápn- um þarna á veggnum. Og sjáðu hve vel postu- línsmununum er raðað í hann. Það gleður hjartað. Hérna stingur ekkert í augun ... Hann steinþagnaði um leið og hann kom auga á lykilinn að skrifborðinu sjálfu. Við hann hékk þvælt umslag. Poirot hleyþti brúnum og tók hann úr skránni. Á umslagið hafði verið hripað: „Lykillinn að efstu skrifborðsskúffunni" meö ógreinilegri rithönd sem var gjörólík snotru skriftinni á hinum lyklamiðunum. - Gerólíkur miði, sagði Poirot og hleypti brúnum. - Ég gæti svarið fyrir að þetta er ekki handbragð Marsh. En hver annar hefur verið hér á heimilinu? Aðeins ungfrú Marsh og hún er líka reglusöm stúlka ef mér skjátlast ekki. Baker svaraði hringingunni. - Viljið þér sækja konuna yðar og svara nokkrum spurn- ingum? sagði Poirot. Baker fór fram og kom að vörmu spori með frú Baker sem var að þurrka sér um hendurnar á svuntunni sinni og brosti út undir eyru. Með nokkrum vel völdum orðum skýrði Poirot frá er- indi sfnu. Hjónin voru því strax hlynnt. - Okkur langar ekki til að sjá ungfrú Violet svikna um það sem henni ber, sagði konan. - Það væri fjári hart ef sjúkrahús ættu að fá þetta allt. Poirot hélt áfram að sþyrja. Já, Bakerhjónin mundu eftir að hafa skrifað undir erfðaskrána. Baker hafði fyrst verið sendur til næsta bæjar eftir tveimur erfðaskráreyðublöðum. - Tveimur? greip Poirot hvasst fram í. - Já, til vonar og vara býst ég við, ef hann skyldi eyðileggja annað - enda gerði hann það. Við vorum búin að skrifa undir eitt... - Um hvaða leyti dags var það? Baker klóraði sér í höfðinu en kona hans var skarpari. - Ja, ég man að ég var rétt nýbúin að setja upp mjólkina í ellefukakóið. Manstu það ekki? Þegar við komum aftur fram í eldhúsið hafði hún soðið yfir alla eldavélina. - Og hvað svo? - Um klukkutíma seinna urðum við að koma inn aftur. „Ég misritaði og varð að rífa skjalið," sagði húsbóndinn. „Má ég biðja ykkur um að skrifa aftur undir." Og það gerðum við. 15TBL. 1990 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.