Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 20
BERTHOLT BRECHT
KRÍTARHRINGURINN
í AUGSBURG
BERTHOLT BRECHT
hefur verið kallaður „mesti
leikhúsmaður aldarinnar"
enda fór hann ekki troðnar
slóðir á því sviði. Hann
fæddist í Ausburg í Þýska-
landi árið 1898 og dó f
Berlín árið 1956. Þegar
nasisminn tók völdin voru
verk hans dæmd óhæf og
hann var sviptur þýskum ríkisborgararétti. Hann
flutti þá til Danmerkur, síðan til Svíþjóðar, þá til
Bandaríkjanna og loks heim til Þýskalands að
stríðinu loknu þar sem hann stofnaði sitt eigið
leikhús. Meðal þekktustu leikverka hans eru
Túskildingsóperan, Púntilla og Matti, Mutter
Courage og Sweik í siðari heimsstyrjöldinni.
Jk tímum þrjátíu ára stríðsins bjó sviss-
w\ neskur mótmælandi, Zingli að nafni,
í fríríkishöfuðstaðnum Augsburg
við Lech og átti þar stórt sútunar-
m \ verkstæði og skinnaverslun.
Hann var kvæntur Augsborgarstúlku og áttu
þau eitt barn. Þegar þeir kaþólsku nálguðust
réðu vinir hans honum eindregið til að flýja.
Hvort heldur að litla fjölskyldan hélt í hann eða
hann vildi ekki skilja verkstæðið eftir í hers
höndum gat hann ekki ráðið það við sig fyrr en
um seinan að yfirgefa borgina.
Hann sat þar því enn um kyrrt þegar málalið
keisarans stormaði inn í borgina. Þegar rán
þess hófust undir kvöldið leitaði hann fylgsnis í
kjallara undir útihúsi þar sem hann geymdi
jafnan litunarefnin. Svo var ráð fyrir gert að
eiginkonan leitaði hælis með barnið hjá ætt-
ingjum í útborginni en hún tafði brottför sína
með því að láta niður klæði, sængurfatnað og
skartgripi og annað sem hún hugðist taka með
sér og vissi ekki fyrr en hún sá út um glugga á
neðstu hæð íbúðarinnar hvar hópur soldáta
keisarans ruddist inn í garðinn. Miður sín af
skelfingu hljóp hún frá öllu saman bakdyra-
megin út á götuna.
Barnið var því að vissu leyti eitt skilið eftir
inni í húsinu. Það lá í vöggu sinni og ríslaði sér
við trékubb sem hékk í bandi niður úr loftinu.
Ung vinnukona var þar einnig eftir og stóð
og sýslaði við potta sína í eldhúsinu þegar há-
reystin utan af götunni barst henni til eyrna.
Hún brá sér út að glugganum og sá hvernig
soldátarnir rændu og rupluðu í íbúðinni á efri
hæðinni í húsinu hinum megin við götuna. Hún
hraðaði sér þá inn og var í þann veginn að lyfta
barninu úr vöggunni þegar barsmíðin buldi á
eikarhliðinu svo undir tók í húsinu. Felmtri
slegin flúði hún upp á næstu hæð.
Ölvaðir soldátarnir lögðu húsið undir sig og
brutu þar allt og brömluðu, laust sem fast. Þeir
vissu að þar átti mótmælandi heima. En þó að
þeir leituðu og færu ránshendi um allt húsið
heppnaðist vinnukonunni, Anna hét hún, að
leynast fyrir þeim. Soldátarnir hurfu annað,
Anna læddist út úr skápnum þar sem hún hafði
staðið í felum og fann meira aö segja barnið í
vöggunni óskaddað. Hún tók það upp í skyndi
og laumaðist út í húsagarðinn. Myrkrið var
skollið á en í eldsbjarmanum af brennandi
nágrannahúsi leit hún með hryllingi lík hús-
bónda síns, óhugnanlega útleikið. Soldátarnir
höfðu dregið hann upp úr kjallaranum og drep-
ið hann.
Nú fyrst gerði stúlkan sér grein fyrir í hvílíka
hættu hún stofnaði sér ef hún yrði staðin að
því að freista þess að koma barni mótmæl-
anda undan. Var henni þungt fyrir hjarta þegar