Vikan - 23.08.1990, Síða 17
KRISTJÁN LOGASON
hliðsjón af þróun verðlags í hverju landi og
gengis islensku krónunnar.
Tölurnar um lónsupphœðir, sem hér fara ó
eftir, eru miðaðar við nómsmenn hér ó landi.
Samkvœmt því sem hér var sagt að framan
ó að vera óhœtt að reikna með samsvar-
andi lóni erlendis. Þó er hins vegar tekið tillit
til framfœrslukostnaðar í landinu þar sem
nómsmaður stundar nóm.
Hér er ekki óstœða til að fara djúþt ofan í
lónsupphœðir en segja mó að miðað við
núgildandi reglur sé grunnupphœð lóns til
nómsmanns fró Lónasjóðnum miðað við
núgildandi verðlag og reglur 53.000 krónur ó
mónuði.
Þá er miðað við að námsmaður skerði
ekkert lánsmöguleika sína með því að
vinna fyrir meiri tekjum en lánasjóðurinn
telur eðlilegt í leyfi frá námi.
53.000 krónur á mánuði og þá er miðað við
einstakling sem býr í leiguhúsnæði. Lán er
veitt fyrir þá mánuði sem skóli stendur.
Ef einstaklingurinn, sem námið stundar, býr
í foreldrahúsum fær hann helminginn af 53
þúsundunum eða 26.500 á mánuði á meðan
hann er í námi.
BÖRN Á FRAMFÆRI
Námsmaður, sem er í hjónabandi eða sambúð
fær 25% álag á lán sitt fyrir hvert barn sem
hann hefur á framfæri.
Námsmaöur með eitt barn fær þá 66.250
krónur á mánuði.
Námsmaður með tvö börn fær 79.500
Námsmaður með þrjú börn fær 92.750
Námsmaður meö fjögur börn fær 106.000
Ef hjón eru bæöi í lánshæfu námi reiknast
fullt lán til hvors þeirra fyrir sig. Lán til hjóna
eða sambýlisfólks yröi því:
greiðslu Sparisjóðsins gangi námslán þeirra
þar í gegn.
„Með þessu viljum við hjá Sparisjóði Reykja-
víkur og nágrennis styðja við bakið á náms-
mönnum með því að veita þeim aðstoö og
fyrirgreiðslu, sem þeir þurfa einmitt sérstak-
lega á að halda á meðan á námsferlinum
Til barnlausra 106.000 krónur á mánuði
Með eitt barn 132.000
Með tvö börn 159.000
Með þrjú börn 185.500
Með fjögur börn 212.000
EINSTÆÐIR FORELDRAR
Einstæðir foreldrar fá námslán sem hækka frá
grunnframfærslu um 50% fyrir hvert barn.
Samkvæmt því fær einstæður:
Námsmaður með eitt barn 79.500 krónur á
mánuði
Námsmaður með tvö börn 106.000
Námsmaður með þrjú börn 159.000
Námsmaður með fjögur börn 212.000
Þetta eru í grófum dráttum þær upphæðir
sem lánaðar eru úr Lánasjóði íslenskra
námsmanna til framhaldsnáms hér á landi.
Það skal undirstrikað að hér er um óskert lán
að ræða. Það er til fólks sem ekki hefur nema
í mesta lagi lágmarkstekjur í leyfum frá skóla-
veru.
ÝMIS ÖNNUR LÁN
Námsmenn geta fengið hærri lán en að ofan
getur við sérstakar aðstæður. Má þar nefna
lán vegna maka sem er veikur, fæðir barn eða
á fleiri en tvö börn og kýs að vinna heima. Þá
er hægt að fá lán vegna meðlagsgreiðslna,
líka vegna bóka-, tækja- og efniskaupa,
vegna skólagjalda, vegna ferðakostnaðar
bæði námsmannsins sjálfs og maka hans og
barna. Lán er hægt að fá vegna röskunar á
stöðu og högum, vegna búferlaflutninga,
vegna sjúkratrygginga og sjúkrakostnaðar,
vegna námsferða og að síðustu má nefna að
kjósi námsmaður að greiða lífeyrisiðgjald til
Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda lánar Lánasjóð-
urinn honum fyrir 6% hlut atvinnurekenda.
stendur," sagði Jónína Kristjánsdóttir.
„Við getum nefnt til dæmis þá aðstoð sem
viö veitum fyrsta árs nemendum, sem ekki fá
strax lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Við hjá SPRON aðstoðum okkar fólk við að
brúa það bil, sem verður fram til þess tíma, er
fyrsta útborgun Lánasjóðsins kemur.
LÁNSKJÖR OG LÁNSTÍMI
Lán úr Lánasjóðnum eru verðtryggð miðaö við
lánskjaravísitölu. Þau eru hins vegar vaxta-
laus. Endurgreiðslu lánanna skal Ijúka ekki
síðar en 40 árum eftir að endurgreiðslur hefj-
ast en það gerist þrem árum eftir að lántaka fer
síðast fram. Ef lán námsmanns er ekki að fullu
greitt á þessum 40 árum falla eftirstöðvarnar
niður.
Árleg endurgreiðsla miðast við tekjur þess
sem greiöir. Hún á að hámarki að vera 3,75%
af útsvarstofni (næstum því brúttótekjum við-
komandi). Lágmarksgreiðsla á ári er þó rétt um
25 þúsund krónur.
Af þessu er Ijóst að afborgun af námsláni hjá
Lánasjóði íslenskra námsmanna getur aldrei
orðiö verulega þungur baggi í sjálfu sér hjá
neinum lántaka. Auk þess er sjóðsstjórn veitt
heimild til aö veita undanþágu frá greiðslu
verði skyndilegar breytingar á högum lánþega
verði skyndilegra breytingar á högum lánþega
leysis svo eitthvað sé nefnt. □
Sama gildir um lán frá okkur við lok náms.
Þá eru flestir námsmenn lítt fjáðir en þurfa oft
að leggja í ýmiskonar kostnað, til dæmis hús-
næðiskaup. Þeir námsmenn sem hafa haft við-
skipti við okkur á grundvelli samkomulagsins
við Bandalag íslenskra sérskólanema eiga þá
rétt á láni, án sérstaks viðtals við sparisjóðs-
stjóra. Það getur verið allt að einni milljón
króna og er til sjö ára,“ sagði Jónína Kristjáns-
dóttir.
„Með þessu viljum við sem sagt aðstoða
námsmenn og auðvitað vonumst við til þess,
að þeir haldi síöan áfram tryggð og viðskiptum
við Sparisjóðinn." Auk þess benti Jónína á aö
sérþjónusta Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis við námsmenn gerði þeim á margan
hátt kleift að stunda bankaviðskipti og norfæra
sér þjónustu sparisjóðsins til jafns við aðra
viðskiptavini, sem að staðaldri hafa viðskipti
sín þar.
Hin nýja námsmannaþjónusta Sparisjóðsins
verður sérstaklega kynnt í símaskrá þeirri sem
allir félagar Bandalags íslenskra sérskóla-
nema fá senda. Þeir eru um þrjú þúsund og
fimm hundruð talsins.
Þá mun líka vera ætlunin, að þeir
námsmenn, sem notfæra sér þessa þjónustu
Sparisjóðsins, hljóti einhverja frekari aðstoð til
dæmis í formi styrkveitinga.
SPRON aðstoðar m.a. fyrsta árs nema, sem fá ekki strax lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, á
meðan þeir bíða eftir útborgun, að sögn Jónínu Kristjánsdóttur sem hér sést í afgreiðslusal eins
útibús Sparisjóðsins.
17. TBL. 1990 VIKAN 1 7