Vikan


Vikan - 23.08.1990, Page 23

Vikan - 23.08.1990, Page 23
Nikea litla bjargaðist skaðbrennd úr eldinum: DRAUMUR HENNAR ER AÐ FÁ AFTUR FINGUR Nikea litla er aðeins átta ára gömul en samt á hún aö baki lífsreynslu sem flestum fullorðnum er forðað frá. Af einstæðum kjarki, þrótti og lífsvilja hefur Nikea gengist undir rúmlega fimmtíu læknisaðgerðir eftir að hún hlaut 85% brunasár, þá tveggja ára gömul. Nikea seg- ist ekki ætla að gefast upp og vonast stöðugt til þess að verða eins og önnur börn. -Ég vona guð gefi að ég veröi eins og önnur börn, hvíslar hún hásri röddu um leið og hún þrýstir að sér hundinum sínum, honum Patche. Hann er helsta traust Nikeu litlu og vinur og lætur ekkert á sig fá þótt á hana vanti alla fingur og röddin sé hás eftir brunann. Nikea getur ekki klappað Patche sínum, aðeins þrýst honum að sér. í brunanum missti hún alla fingur eins og áður sagði, mestan hluta eyrn- anna, nefið og bæði allt hárið og hársvörðinn. Slysið varð heima hjá fjölskyldu Nikeu. Hún varinni í barnaherberginu ásamt eldri bróður sínum sem lék sér að eldspýtum. Nikea á nú ásamt móður sinni, ömmu, bróður og systur heima í borginni Milford í Connecticutfylki í Bandaríkj- unum. -Nikea hefur aldrei misst móðinn, segir amma hennar. Hún hefur alltaf reynt að ná sér upp úr veikindum - af- leiðingum slyssins, hversu slæmt sem útlitið hefur verið. Læknisaðgerðirnar, sem hún hefur gengist undir, eru orðnar rúmlega fimmtíu og Ijóst að f það minnsta nokkrir tugir að- gerða eru eftir. Læknarnir hafa mikið reynt til að græða einhvers konar fingur á Nikeu. Að fá fingur, sem síðan gæti verið skreyttur með rauðlitaðri nögl og hring, er einn æðsti draumur Nikeu. Hingað til hafa þessar tilraunir læknanna mistekist að mestu. Þeir fluttu tær af fæti og á hendi hennar. Sú aðgerð mistókst. - Nýju fingurnir mínir dóu, segir Nikea sjálf og lætur alls ekki bugast. Nýlega tókst að græða bein úr lærlegg hennar þannig að nú hefur Nikea nokkurs konar þumal á annarri hendi. Afi hennar festi á hann gervinögl og lakkaði hana rauða. Þá brosti litla stúlkan, glöð og hamingjusöm. - Guð hefur gefið Nikeu styrk og kjark til að þola mótlæti, segir afi hennar. - Guð bjargaði henni líka úr eldinum og það hefur hann vafalaust ekki gert að ástæðu- lausu. □ 17. TBL. 1990 VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.