Vikan - 23.08.1990, Page 24
1
a.
5
cr
m
Hann heitir Stefán Her-
manns og er betur
þekktur sem Stefán í
Stefánsblómum, einni af rót-
grónustu blómabúðum borgar-
innar. Stefán hefur alltaf verið
mikill blómamaður, segir það
nauðsynlegt að vera innan um
falleg blóm, þau auðgi tilver-
una. f fjórtán ár rak Stefán
verslun sína á Njálsgötunni en
nú stendur hann á merkum
tfmamótum þar sem henn er
nýfluttur í betra og stærra
húsnæði í Skipholti.
Vikan ákvað, í tilefni af þess-
um tímamótum hjá Stefáni, að
skyggnast bak við verslunar-
borðið og forvitnast örlítið um
Stefán sjálfan. Það er þó við-
eigandi aö byrja á hefðbund-
inni spurningu og spyrja hve-
nær áhuginn á blómum hafi
vaknað?
„Það er nú orðið langt síðan
það var. Áður en ég hóf rekst-
ur sjálfur hafði ég starfað hjá
Blómum og ávöxtum f nokkur
ár og líkaði mjög vel. Fyrir
fjórtán árum setti ég síðan
Stefánsblóm á stofn og hef
starfað innan þessa fags til
dagsins í dag.“
VIÐSKIPTAVINIRNIR
TRAUSTIR
Hvernig hefur gengið að
reka blómabúð í Reykjavík í
allan þennan tíma?
„Það hefur gengið mjög vel,
betur en ég þorði að vona.
Þegar ég hóf rekstur voru
blómaverslanir fáar en núna
skipta þær tugum, slík hefur
aukningin orðið. Mér hefur tek-
ist vel upp, held ég. Ég hef
verið heppinn og haft trausta
og trygga viðskiptavini í gegn-
um árin. Ég býð upp á margs
konar þjónustu. Ég er að
mestu með blómaskreytingar
fyrir alls konar tilefni, brúð-
kaup, jarðarfarir og margt
fleira. Það er líka nauðsynlegt
að vera með tækifærisgjafir í
versluninni sem fólk getur
gripið til þegar það er að
kaupa blóm.“
Hvert er leyndarmálið á bak
við góða verslun?
„Að vera með fallegar og
vandaðar vörur og ekki síst að