Vikan


Vikan - 23.08.1990, Síða 31

Vikan - 23.08.1990, Síða 31
TEXTI: PORGEIR ÁSIVALDSSON BUBBI MORTHENS UM BOB DYLAN: til þegar kappar eins og hann eru annars vegar. í mínum huga er Bob Dylan einmana manneskja. í Ijóöun- um hans er líka að finna marg- ar myndir af einmanaleika. Það var undarleg tilfinning, man ég, þegar ég heyrði fyrst í honum í útvarpi eða af plötu. Ég hafði kynnst Tommy Steele, Kingston tríói og fleira raddhreinu söngfólki gegnum elsta bróður minn en þarna HALDINN OFSÓKNARHRÆÐSLU -OGYRTIVARLAA NOKKURN MANN Bob Dylan kom og fór en hvort hann sá og sigraði eru áhöld um. Vísterþó að velflestir gestir Laugardals- hallar á Listahátíð skemmtu sér vel og kunnu vel að meta fjölbreytilegan lagalista Dyl- ans. Það eru gerðar miklar kröfur þegar stórmenni á borð við Dylan flytja verk sín og væntingar hafa kannski verið of miklar enda ekki á hverjum degi sem stóru nöfnin í popp- inu troða upp hér á landi. Vik- an forvitnaðist um það hvernig Dylan kom Bubba Morthens fyrir sjónir, en Bubbi kom fram á tónleikum hans. „Mér þóttu þessir tónleikar góðir, kallinn bauð upp á þetta góða þétta rokk og fór víða í lagavali. Það er langt síðan ég hef heyrt af sviði þennan tón og þess vegna var ég mjög hress með manninn sem mað- ur hefur fylgst með síðan mað- ur var níu eða tíu ára gutti. Það kom mér reyndar ekki á óvart því hann var búinn að fá frábæra dóma fyrir hljómleika sína undanfarið. Hann var jafnvel betri á sviði en ég bjóst við,“ segir Bubbi Morthens. „Fyrir tíu árum hefði þátt- taka með Dylan á tónleikum stigið mér til höfuðs, jafnvel fyrir fimm árum, en mér fannst þetta vera ánægjulegur bónus á tilveruna og ég var ekki and- vaka nóttina fyrir tónleikana. Mér þótti vænt um að fá þetta tækifæri og þetta var heiður fyrir okkur báða. Einhvern tíma hefði þetta þótt mont, þegar ég segi þetta, en það er það ekki. Fyrir mér voru þetta eins og hverjir aðrir tónleikar, þegar maður dregur djúpt andann, einbeitir sér á sviði og gerir sitt besta. Af samskiptum okkar baksviðs fer ekki mörg- um sögum. Ég vissi nákvæm- lega hvernig hann hegðar sér og hef lesiö mikið um hann. Hann yrði ekki á nokkurn mann og umlar eitthvað í skjóli lífvarða. Þannig var hann í Höllinni, nákvæmlega eins og við var að búast. Það var helst að hann talaði við umboðs- manninn - við aðra ekki orð. Hann er haldinn ofsóknar- hræðslu eða brjálæði og vill engan snuðrandi í kringum sig, allra síst Ijósmyndara. Ungur alvarlega þenkjandi maður rétt um tvítugt, sem verður fyrir því að vera tekinn I dýrlingatölu og borinn saman við stórbrotnustu skáld aldar- innar, verður annaðhvort geð- veikur eða furðulegur sérvitr- ingur. Hann ásamt Bítlunum mótar heila kynslóö og verður tákn hennar. Þannig hefur sagan dæmt hann, hvort sem honum líkar betur eða verr. Með því verður hann að lifa. Hann er þarna á hillunni með þeim frægustu og hann óttast sífellt að það sem hann segir verði gert að Ijóði eða ein- hverri heimspeki án þess að til þess sé ætlast á nokkurn hátt - orðunum slegið upp og þau vegin og metin. Menn eins og hann eru alltaf undir smásjá og það gerir hann fælinn og styggan. Hann hefur stundum verið nefndur Howard Hughes poppsins og má vel vera rétt- nefni. Það kæmi mér ekki á óvart þótt leiðin til lífsloka yrði ,Hann yrðir ekki á nokkurn mann og umlar eitthvað í skjóli lífvarða. eitthvað svipuð. En menn verða að fá að hafa sitt í friði og velja sér sinn farveg. Með honum voru auk umboðs- manns tveir þéttvaxnir lífverð- ir, kokkur og fatahönnuður. Við getum sagt lítil hirð sem fór ekki mikið fyrir. Dylan var þó grautfúll yfir því aö þurfa að bíðaáflugvellinum í New York vegna vélarbilunar áður en hann kom hingað. Hann var hinn versti og honum hefði al- veg verið trúandi til þess að hætta við allt saman og láta sig hverfa. Það þarf oft minna kvað við annan tóm. Mamma sagði að hljóðin I honum væru eins og í geit en þessi furðu- rödd krækti í mín eyru. Þegar árið 1964 var ég orðinn aödá- andi hans en það var svo seinna á lífsleiðinni sem ég fór að glugga í Ijóðin hans og skilja þau. í orðanna fyllstu merkingu kom Dylan og fór, rétt eins og sjónhverfingar hafi átt sér stað. Þannig hefur hann farið um veröldina, þessi heimsins trúbador og þannig var það I Höllinni á Listahátíð í vor.“ □ 17. TBL. 1990 VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.