Vikan - 23.08.1990, Qupperneq 34
Frá pallborðsumræðunni: F.v. Guðrún G. Bergmann, Guðmundur S. Jónasson, Hilmar Örn
Hilmarsson, Helga Agústsdóttir, Guðmundur Einarsson, Guðjón Baldvinsson, Rafn Geirdal og
Brynjólfur Snorrason.
höföu fyrir tíu árum. Helga Ágústdóttir var
með kynningu á Michael-fræðunum en
margir hafa sýnt þeim áhuga hér á landi.
Fyrr um eftirmiðdaginn hafði dr. Paula Hor-
an flutt fyrirlestur sem hún nefndi Efling
mannshugans. Dr. Horan er mannúðarsál-
fræðingur og hefur áður heimsótt Snæfells-
ásmótið.
GHOST SHIRT DANCE
Strax upp úr fjögur um eftirmiðdaginn hófst
undirbúningur fyrir Ghost Shirt dansinn sem
David Carson ætlaði að leiða klukkan átta
um kvöldið. David lagði til að þeir sem ætl-
uðu að taka þátt í dansinum föstuðu á mat
og drykk frá miðjum degi. Ghost Shirt Dance
hefur ekki verið dansaður í um hundrað ár
eða síðan honum lauk með því að hermenn
Bandaríkjastjórnar stráfelldu yfir þrjú hundr-
uð indíána, vopnlausa menn, konurog börn,
við Wounded Knee í Bandaríkjunum. Þá
hafði fylgt dansinum sú draumsýn að með
því að dansa hann væri hægt að reka hvíta
manninn í burtu og laða buffalóana aftur á
GIFTING ÚTI f GUÐSGRÆNNI
NÁTTÚRUNNI
Úr hópi mótsgesta hafði í snatri verið settur
saman kirkjukór sem leiddi sönginn þarna
úti í náttúrunni. Organistinn í Ólafsvík, Elías
Davíðsson, kom og spilaði fyrir okkur á
helluspil. Þótt séra Rögnvaldur hefði lokið
predikuninni var embættisverkunum ekki al-
veg lokið því á mótinu var ungt par, Ingibjörg
Þengilsdóttir og Jón Jóhann Jóhannsson,
sem hafði beðið hann að gefa sig saman.
Þau voru bæði klædd í íslenska búninga
þarna innan um álfa og huldufólk í klettun-
um. Ein kona úr hópi mótsgesta tíndi fffla,
fífu og strá og batt brúðarvönd handa Ingi-
björgu. Séra Rögnvaldur las upp úr Spá-
manni Kahlils Gibran fyrir brúðhjónin áður
en þau játuðust hvort öðru. Viðstaddir klöpp-
uðu þeim síðan lof í lófa þegar þau kysstust
að athöfn lokinni.
Finnbogi Lárusson á Laugabrekku
gróðursetti því næst tré við lindina og hafði
séra Rögnvaldur á orði að þetta væri nokk-
urs konar „hjónabandstré" og sagðist reikna
með að það yrði orðið tuttugu metra hátt um
næstu aldamót.
SKÁLAÐ í VÍGÐU VATNI
í flestum brúðkaupum er venjan að skála í
kampavíni en þetta var ekkert venjulegt
brúðkaup og því var skálað í vígðu vatni úr
Lífslindinni. Höfðu margir viðstaddir á orði
að ef þeir hefðu ekki þegar verið giftir hefðu
þeir viljað gifta sig þarna á staðnum því
þetta var svo falleg stund. Fólk gekk til baka
á mótssvæðið fyllt uppnuminni kærleikstil-
finningu augnabliksins, léttstígt með endur-
nýjaða krafta eftir vatnið úr lindinni.
PALLBORÐSUMRÆÐUR UM
NÝÖLDINA
Eftir hádegi fóru fram pallborðsumræður
undir stjórn Guðmundar Einarssonar, verk-
fræðings og fyrrverandi formanns Sálar-
rannsóknafélags Islands. Eftirtaldir aðilar
sátu fyrir svörum: Brynjólfur Snorrason,
nuddari, kristallafræðingur og rannsóknar-
maður geislamengunar í umhverfinu; Rafn
Geirdal, nuddfræðingur og skólastjóri Nudd-
skólans; Guðjón Baldvinsson, formaður Sál-
arrannsóknarfélags íslands; Helga Ágústs-
dóttir, framkvæmdastjóri Hugræktarhússins;
Hilmar Örn Hilmarsson, hljómlistarmaður og
dulspekingur; Guðrún G. Bergmann, fram-
kvæmdastjóri verslunarinnar Betra líf og
einn af eigendum bókaútgáfunnar Nýaldar-
bækur, og Guðmundur S. Jónasson, dul-
spekingur og rithöfundur. ( upphafi gerðu
þessir aðilar grein fyrir því hvar þeir stæðu
innan Nýaldarhreyfingarinnar og hvert álit
þeirra væri á henni og í framhaldi af því voru
veiðilendurnar en þeir voru næstum því út-
dauðir. David sagði einmitt frá því í fyrir-
lestrinum daginn áður að þegar hvíti maður-
inn hafði gefist upp á að berjast við indíán-
ana til að ná valdi á þeim var beitt þeirri að-
ferð að drepa buffalóana svo indíánarnir
hefðu ekki fæði. Gekk hvíti maðurinn svo
hart fram í því að hægt var að ganga yfir
dauða buffalóa á þrjú hundruð mílna svæði.
Tilgangurinn með dansinum er að tengja
saman tvo heima, þann sem við lifum í og
andaheim forfeðra okkar og ef þátttakendur
ná því að öðlast „sýn“ eigi þeir að leita eftir
andlegum leiðbeiningum hjá forfeðrum
sínum. Dansinum fylgja ýmsar hefðir og má
til dæmis ekki taka myndir eftir að tónlistin
hefst og konur, sem hafa blæðingar, mega
ekki taka þátt í honum. Er talið að þær dragi
þá til sín allan þann kraft sem upp magnast.
Mótsgestir í
hugleiðsluferðalagi
með Erlu Stefáns.
leyfðar fyrirspurnir. Sköpuðust líflegar um-
ræður fram eftir degi með þátttöku móts-
gesta. Umræðum lauk með þeirri samþykkt
að þeir aðilar sem starfa innan Nýaldar-
hreyfingarinnar myndu stefna að því að
halda ráðstefnu á sólstöðum, þá fyrstu þann
21. september næstkomandi.
Að loknum umræðum var Brynjólfur
Snorrason með fyrirlestur um umhverfis-
mengun. Sýndi hann meðal annars fram á
það með dæmum að jafnvel kristallar jarðar-
innar hafa mengast svo á síðustu árum að
þeir hafa ekki lengur þann kraft sem þeir
ORKUPUNKTUR UNDIR ALTARINU
Undirbúningurinn fyrir dansinn fólst meðal
annars í því að merkja þurfti stóran hring
sem dansað var innan í. Merktar voru inn
höfuðáttirnar og voru valdir einstaklingar
fengnir til að verja þær. í gamla daga voru
það strfðsmenn indíánanna sem vörðu átt-
irnar og þá með Iffi sínu ef á þurfti að halda
en hér voru valdir tveir karlmenn og tvær
konur. I miðjum hringnum var merktur út
staður fyrir eldstæði. í austur frá því var sett
uþp altari. David valdi því stað með því að
leggja jakkann sinn á jörðina. Þá tóku við-
34 VIKAN 17, TBL. 1990