Vikan


Vikan - 23.08.1990, Qupperneq 37

Vikan - 23.08.1990, Qupperneq 37
En sem sagt, ef einhver varð veikur komu „medicine" menn og konur ættflokkanna til hjálpar með kunnáttu sína. Allir indíánar áttu sinn eigin „medicine" poka en „medicine" mennirnir og konurnar voru með poka með orkumeiri hlutum í en aðrir. Þeir sem voru veik- ir fengu að kafa ofan í þeirra poka. Þar var að finna klær af úlfum og björnum, skinnpjötlur af hinum ýmsu dýrum, fuglsklær eða fjaðrir og parta af öllum þeim dýrum sem lifðu umhverfis ættflokkana. Hluturinn, sem hinn veiki dró, gaf vísbendingu um hvaða orka ylli ójafnvægi hjá honum. Síðan var læknað á ýmsan máta. Stundum hafði „medicine" maðurinn sérstaka orku í höndum sínum og læknaði með þeim, stundum var læknað með bænum, söng, endurteknu hljómfalli, tóbaki sem er helgur hlutur meðal indíánanna, allt eftir því hver veikin var. Shamaninn tekur ekki aðeins að sér að lækna fólk heldur líka að hjálpa þeim sem vilja deyja yfir í andaheim. Til dæmis um hversu langt aftur þessar hefðir indíánanna ganga get ég sagt þér að hjá Choctaw-ættflokknum, sem er minn ættflokk- ur, er til veiki sem kennd er við frumfílinn (mastodon) sem var ekki ósvipaður mamm- útinum. Sú veiki er í raun matareitrun. Ekki alls fyrir löngu birtist grein í National Geography þar sem birtar voru niðurstöður fornleifarann- sókna. Samkvæmt þeim höfðu fundist minjar um að indíánarnir hefðu geymt kjöt af frumfíln- um í köldu vatni til að verja það skemmdum. Sennilega hafa þeir uppgötvað þessa aðferð eftir að hafa orðið veikir af úldnu kjöti og fengið matareitrun. Enn þann dag í dag vitna Choct- aw-indíánar, sem halda sig við gamlar hefðir, til matareitrunar sem frumfílaveiki. Þegar ég fór að gera mér grein fyrir því hversu dýrmætur menningararfur minn sem indiána var fór ég að kynna mér þessar lækn- ingaaðferðir og tákn dýranna hjá hinum ýmsu ættflokkum. Ég dvaldi meðal annars hjá Crow-, Cheyanne- og Sioux-indíánum og rannsakaði hvaða þýðingu hvert dýr hafði. Ég var því með mikla bakgrunnsþekkingu þegar ég hitti Jamie sem skrifaði bókina með mér. Fyrstu kynni okkar voru þau að hún las fyrir mig í tarotspil. Spurning mín til spilanna var hvaða verk ég ætti að leysa af hendi með henni. Ég hallaði aftur augunum og fékk þessa „sýn“. Ég sá innkaupa- körfu eins og f stórmörkuðum, hendur sem ýttu henni áfram og síð- an var komið að rekka og blár kassi settur í körfuna. Mér fannst þetta ekki nógu mikil vísbending svo ég bað hinn mikla leyndardóm að gefa mér fleiri vísbendingar ef ég ætti að geta tekið mark á þessu. „Sýnin" hélt áfram og ég kom að sex indíánaöld- ungum sem sátu undir nýju tungli. Ég gekk til þess manns sem sat vinstra megin við miðju. Ég settist fyrir framan Frh. á næstu opnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.