Vikan - 23.08.1990, Síða 38
Frh. af bls. 37
hann, hann lyfti upp „medicine" poka með
kögri og gaf mér bendingu með höfðinu um að
ég ætti að kafa í pokann. Ég dró upp úlfatönn
sem hann benti mér að leggja á jörðina. Hann
gaf mér merki um að taka annan hlut og svo
koll af kolli þar til ég var búinn að draga fjóra
hluti. Þá sagði hann: „Þetta táknar..." og
„sýnin" hvarf.
Ég var alveg viss um að þessi „sýn“ hefði
eitthvað með dýra „medicine" að gera. Við
Jamie fórum strax að ræða um hvernig við
gætum útfært hana. Við töluðum um að gera
alla „medicine" hlutina úr plasti og ýmsar aðrar
hugmyndir komu upp, þangað til Jamie sagði
allt í einu: „Þú fékkst „sýnina" og ég er með
spilin, viö eigum auðvitað að gera spil.“ Þessi
fundur okkar átti sér stað í Taos og strax fyrsta
kvöldið skrifuðum við fyrstu þrjú spilin. Síðan
fluttum við okkur til Santa Fe þar sem Jamie á
hús og lukum bókinni á einni viku. Enn þann
dag í dag hef ég ekki hugmynd um hvað Jamie
sagði í tarotlestrinum.
í raun er spilastokkurinn ekki annað en
„medicine" poki nútímans. Spekin er enn hin
sama en í staðinn fyrir að draga bút úr skinni
úlfsins upp úr pokanum er dregið spil með
mynd af honum. Ég hef orðið var við að spilin
tengja nútímafólkið við náttúruna og fá þaö til
að opna augun fyrir því jafnvægi sem þarf að
ríkja milli manna og dýra, allra lifandi vera á
jörðinni og í raun jarðarinnar líka því hún er
lifandi vera.
Vinsældir spilanna hafa verið miklar f
Bandaríkjunum og þau hafa í meira en ár verið
í fyrsta sæti á lista hjá stærsta dreifingaraðila
nýaldarefnis, yfir bækur og hjálpartæki sem
fólk notar í andlegri leit. Ég er mjög ánægður
með að hafa komið þekkingu forfeðra minna á
framfæri og gert öðrum kleift að notfæra sér
hana.“
SHAMANINN DAVID CARSON
En hver er „shamanista" hliðin á David
Carson?
„í öllum menningarsamfélögum, þar sem
„shamanismi" er viðurkenndur, er um tvenns
konar shamana eða seiðmenn að ræða, þá
sem fæðast inn í shaman fjölskyldur og þá
sem hafa shaman hæfileika og þjálfa þá síðan
upp. Ég fell undir fjölskylduflokkinn en auðvit-
að er ég stöðugt að bæta við þekkingu mína. Á
ferðalagi mínu um Island undanfarna daga hef
ég skynjað sterkt að hér á landi hefur örugg-
lega verið mjög sterk seiðmenning. Ég finn
tengingu við blundandi kunnáttu sem án efa
hefur verið notuð í gegnum aldirnar og er að
koma fram aftur. Rúnirnar eru ekkert annað en
„Medicine Card“ ykkar. Shamanar nota á-
kveðnar aðferðir til að breyta vitundarástandi
sínu en margir þeirra geta einnig breytt útliti
sínu með „hamskiptum" og tekið á sig hinar
ýmsu myndir.
Starf mitt sem shaman hefur aðallega verið
í gegnum skriftir og námskeið sem ég hef
haldið víðs vegar um Bandaríkin.
Heimurinn skiptist í þrjú raunveruleikasvið
hjá indíánunum, efri heiminn, miðheiminn
(okkar heim) og undirheiminn. Indíáni getur í
hugleiðslu farið niður i undirheim og náð
sambandi við leiðbeinanda sinn í gegnum
breytt vitundarástand, fengið upplýsingar um
hvert máttardýr hans er og hvernig það getur
hjálpað honum. Fyrir indíánanum er þessi
David Carson og Guðrún G. Bergmann að lokn-
um Ghost Shirt dansinum.
heimur annar raunveruleiki, raunverulegri en
sá heimur sem við erum í hér í miðheimi en
fyrir hvíta manninum er þetta tóm ímyndun
eða ofskynjun og því ekki mikilvæg. Þarna
liggur ef til vill meginmismunurinn á milli
menningar okkar.“
Eitt þekktasta dæmið um samskipti hvítra og
indíána og þann lærdóm sem hvíti maðurinn
sækir til indíána í dag er ef til vill að finna í bók-
um Lynn Andrews. Hvert var samband ykkar
Lynn?
„Við Lynn bjuggum saman í sjö ár og hún
kynntist lifnaðarháttum og heimspeki indíána í
gegnum mig og Chuck (Hyemeyohst) Storm.
Lynn tileinkaði mér fyrstu bók sína, Medicine
Woman, með orðunum „The Truly invisible
one“ eöa hinn raunverulega ósýnilegi. Móð-
ursystur mínar voru andlegir leiðbeinendur
hennar.“
Hvað var það sem fékk þig til aö þiggja boð
Snæfellsásmótsins og koma til íslands?
„ísland hefur alltaf heillað mig og ég vissi
ýmislegt úr sögu ykkar. Meðal annars hafði ég
lesið um Egil Skallagrímsson og Höfuðlausn
hans og ég hafði kynnt mér ásatrú. Mér skilst
það hafi verið hlegið nokkuð að því að ég
skyldi spyrja þig, Guðrún, í okkar fyrsta sím-
tali, hvort ekki væri staður „where all your chi-
efs used to meet“ (þar sem allir höfðingjarnir
hefðu hist). Ég átti við Þingvelli en það er frek-
ar erfitt að bera nafnið fram.
Mér finnst landið ykkar ákaflega fallegt. Ég
hef raunar alltaf sagt aö ekki sé til fegurri stað-
ur á jörðinni en Taos í New Mexico þar sem ég
bý en ég verð að endurmeta þá skoðun eftir að
hafa séð ísland. Ég er alveg heillaður yfir allri
þeirri orku sem er í þessu landi. Það lýsir af
Jöklinum á Snæfellsnesi og ég er alveg viss
um að í gegnum hann liggur leiðin inn í fimmta
heiminn, eins og indíánarnir kalla það, það er
að segja þá nýju heimsmynd sem margir kalla
Nýöldina. Ég lít á Móður Jörð sem lifandi veru
og mér finnst ég skynja hjartslátt hennar svo
vel hér uppi á Islandi. Það var stórkostlegt að
skoða hverina við Geysi og Gullfoss er mjög
öfiugur. Ef ég fengi einhvern tímann krabba-
mein myndi ég fara og sitja við þann foss í
nokkra daga. Vatnsorkan virðist vera mikil hér
á landi og tengist sennilega miklu tilfinninga-
flæði og næmi hjá íbúum landsins.
Það vildi svo einkennilega til að daginn áður
en hringt var í mig frá Islandi hafði ég farið á
bílskúrssölur með dóttur minni og keypt mér
bók um fsland. Það var eins og ég fyndi á mér
á hverju var von. Kvöldið sem hringt var í mig
var ég að bíða eftir að eignast barnabarn.
Dóttir mín eignaðist reyndar síðar þá nótt litla
dóttur. Rétt áður en hringt var hafði ég lagt
mig. Yfir rúminu var himnasæng og þegar ég
var lagstur upp í fannst mér birtast leðurblaka
yfir mér. Hjá indíánum er leðurblakan tákn fyrir
fæðingu, sem í þessu tilviki var fæðing dóttur-
dóttur minnar, en leðurblakan er líka tákn fyrir
endurfæðingu og það er hún sem mér finnst
ég hafa upplifað hér á landi."
Islendingar eru ekki, frekar en aðrir hvítir
menn, mjög kunnugir dönsum og siðum indf-
ána. Þú leíddir sérstakan dans, Ghost Shirt
Dance, á Snæfellsásmótinu. Hvernig bar það
til?
„Þetta er ein af þessum „tilviljunum" sem
manni finnst eftir á að hafi alls ekki verið tilvilj-
anir heldur hafi verið eitthvað sem átti að
gerast. Þú manst að þú hringdir í mig, Guðrún,
og baðst mig um að vera með einhvern dans á
kvöldvökunni hjá ykkur. Ég tók það svona
mátulega alvarlega og hugsaði með mér að ég
myndi setja einhver spor saman og leiða ykkur
í hringdans. Ég fór að stíga ýmis spor og spá
í hvað yrði heppilegast. Ég var eiginlega kom-
inn niöur á það að dansa hringdans, þar sem
konurnar færu í aðra áttina og mennirnir í hina.
Inn á milli gerði ég grín að því að ég væri Fred
Astaire indíánanna.
En svo fór ég að ræða þessi mál við Night-
chase vin minn. Hann sagði mér þá að hann
hefði fengið draumsýn um að það þyrfti aftur
að dansa Ghost Shirt dansinn og nú til friðar
og sameiningar öllu mannkyninu og sem opn-
un inn í fimmta heiminn, sem þið kallið Nýöld.
Hann vildi endilega að ég færi með þann dans
til íslands. Ég var hikandi og spurði hann hvort
hann teldi rétt að ég tæki þetta að mér en hann
svaraði því til að hann teldi að rétti tíminn væri
kominn og það væri mitt „medicine11 að endur-
vekja dansinn.
Af mörgum ástæðum var ég enn hikandi. Ég
átti að fara að endurvekja dans sem hafði ekki
verið dansaður í um hundrað ár. Það hafði ver-
ið reynt áður og ekki heppnast. Ég átti að fara
að dansa hann í ókunnugu landi, eingöngu
með hvítu fólki sem vissi sama og ekkert um
sögu dansins, það vantaði rétta tónlist og ým-
islegt fleira. Nightchase, sem spilar á trommur
við hátíðarathafnir, bauðst til að fara í hljóðver
og taka upp rétta tónlist við dansinn. Þessi
tónlist hefur aldrei áður verið hljóðrituð. Við
komumst i samband við aðila sem bauðst til
að taka að sér hljóðritunina. Venjulega syngja
indíánarnir um leið og þeir tromma en í upp-
tökunni þurfti Nightchase að spila fyrst og
syngja svo. Hann hafði aldrei gert það áður en
upptakan gekk svo vel að allt heppnaðist i
fyrstu töku. Við komum með nokkrar segul-
bandsspólur með okkur til (slands en tónlistin
kemur til með að fást i versluninni Betra líf
undir lok september. Titill spólunnar er: Open-
38 VIKAN 17. TBL. 1990