Vikan


Vikan - 23.08.1990, Page 39

Vikan - 23.08.1990, Page 39
ing the Fifth World (Opnun fimmta heimsins). Mér fannst þaö gott tákn hversu vel upptak- an gekk svo ég sagðist mundu dansa dansinn ef ég fengi þaö „medicine" sem ég þyrfti að nota, þó ég sé ekki vanur aö gera draumsýnir annarra að veruleika, sérstaklega þar sem Nightchase er af Lakóta-ættflokki og þeirra siöir aö mörgu leyti allt öðruvlsi en siðir Choctaw. Viö höföum um það bil þrjár vikur til aö undirbúa dansinn og þaö sem viö þurftum aö hafa meö okkur hingað til að geta dansað hann. Ég heföi aldrei komist í gegnum þetta ef Nina Sammons, sambýliskona mín, hefði ekki hjálpað mér. Hún vann af kappi og ekki bara hún því okkur barst efni og hlutir, sem viö þurftum aö nota, hvaðanæva aö. Viö þurftum varla að kalla eftir þeim, þeir bara komu. í raun var ég mjög undrandi yfir því aö hafa fengið að fara meö dansinn út fyrir landstein- ana því indíánar eru ekki gjarnir á aö sam- þykkja aö aðrir en þeir dansi dansana þeirra en draumsýn Nightchase var að dansinn yrði dansaöur af öllum kynþáttum heims, án tillits til trúar þeirra eöa litarháttar, til friðar og samein- ingar öllu mannkyni. Á sama tíma og hann var dansaður hér á Islandi var hann dansaöur í Taos. Dætur mínar, þær Greta og Sara, döns- uðu líka til að senda mér styrk og Nightchase leiddi Sun Dance í Suður-Dakota og sendi okkur styrk gegnum bænir sínar. Ég tók að mér ábyrgðarmikið hlutverk að vera stjórnandi þessarar athafnar en ég held hún hefði hvergi nema á fslandi getað átt sér stað utan Bandaríkjanna. Samkvæmt venjum indíána bera þeir sem stjórna svona athöfnum fullkomna ábyrgð á öllum þátttakendum og þó þeir séu í forsvari ganga þeir alltaf síðastir. Byrðar fólksins hvíla á herðum þeirra sem stjórna." Bjóstu við svona mikilli þátttöku í dansinum? „Nei, ég varð satt að segja alveg undrandi. Eftir því sem ég best veit tóku hundrað sjötíu og fjórir þátt í honum. Það eru mörgum sinnum fleiri en ég átti von á. Samkvæmt hefðum indíána leitar maður alltaf leyfis hjá öldungi þeim sem er yfir svæð- inu sem dansað er á. Mér fannst því við hæfi að leita leyfis hjá Sveinbirni Beinteinssyni alls- herjargoða sem var á mótinu. Við indíánarnir tölum um að fá leyfi til að dansa I hring ann- arra. Þegar við Sveinbjörn hittumst færði ég honum tóbak en það er helgur hlutur meðal indíána. Hann gaf mér leyfi fyrir dansinum og veitti mér jafnframt þann heiður að vera inni I hringnum með mér. Með okkur var líka annar íslendingur, Hilmar Örn Hilmarsson. Hilmar Örn kom síðastur inn I hringinn og lagði hlut á altarið. Það var trédrumbur sem tálguð hafði verið á rún. Með því veitti hann mér mikinn heiður. Þegar ég kom til Reykjavík- ur og skoðaði myndirnar, sem höfðu verið teknar af altarinu eftir athöfnina, fann ég hvergi rúnina. Þá mundi ég eftir því að Hilmar Örn hafði hent henni í eldinn um leið og dansinum lauk. Henni fylgdu því sannkallaðir töfrar þar sem hún var á staðnum en var þó ekki hægt að festa hendur á og í gegnum eldinn fór til and- anna á himnum. Hún og Hilmar Örn hafa med- icine refsins. Þau ferðast um í felubúningi, eru til staðar án þess að nokkur verði þeirra var, hverfa síðan og birtast einhvers staðar þar sem þeirra var síst von. Það er mér heiður að hafa eignast hann sem vin. Við lentum í smávegis tæknilegum vand- ræðum með tónlistina í upphafi dansins. Hún var svo lág að hún varla heyrðist. Það var eins og öll orka væri að yfirgefa okkur og ég hélt að ekkert yrði úr dansinum. Þá kom Hilmar Örn til liðs við mig og fór að kyrja sönginn og byggja orkuna upp. Ég var mjög þakklátur fyrir þaö. Þegar þátttakendurnir voru að ganga inn í hringinn úr austri birtust teikn á lofti yfir Jöklin- um. Mér hefur verið sagt að slíkt hafi ekki gerst áður. Ég tók það sem tákn um að okkur yrði veittur kraftur og að margir myndu öðlast „sýn“. Mér fannst alveg stórkostlegt að fimm skyldu öðlast „sýn“ og koma inn i hringinn. Eft- ir dansinn voru margir sem höfðu samband við mig til að segja mér að þeir hefðu upplifað sýn án þess að þora að fylgja henni eftir og því ekki komið inn I hringinn. Ég er ekki I nokkrum vafa um að Jökullinn á sinn þátt I þessari mögnun, svo og almennt næmi íslendinga. Það þykir mjög gott í Bandaríkjunum, ef dansaður er dans f líkingu við þetta í fjóra daga, að fjórir fái „sýn“. Því fór þetta allt langt fram úr mínum björtustu vonum. Þeir sem dansa Ghost Shirt Dance skuldbinda sig í raun til að dansa hann að minnsta kosti fjórum sinn- um á lífsleiðinni en Nightchase stendur fyrir einum slíkum í Bandaríkjunum á næsta ári. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt I honum geta haft samband við hann með því að skrifa: Nightchase, P.O. Box 3117, Taos, New Mex- ico 87581, U.S.A." ANDLITSMÁLNING Þú varst málaður á allsérstæðan máta I and- litinu, meðal annars með svartan lit í kringum augun. Táknaði þessi andlitsmálning eitthvað sérstakt? „Ég var með fjögur strik á enninu, eitt svart, eitt hvítt, eitt rautt og eitt gult. Litirnir tákna liti kynþátta heimsins en þeir tákna einnig höf- uðáttirnar hjá okkur indíánum. Ástæðan fyrir því að ég var með svarta hringi I kringum aug- un er sú að þannig tengist ég raccoon (þvotta- birni). Þeir eru ákaflega góðir að rekja slóðir og geta rakið þær bæði hér og í andaheimum. Mín ábyrgð í dansinum var að passa upp á að þeir sem fengu „sýn“ kæmu aftur til baka frá andaheimi eftir heimsókn þangað. Til að geta framfylgt þeirri ábyrgð notaði ég raccoon „medicine“.“ Ertu ánægður með dvölina hér á íslandi? „Já, svo sannarlega. Ég hef dvalið hér í níu daga. Áður en ég fór frá Bandaríkjunum var ég því miður búinn að skipuleggja tveggja vikna ferð til meginlands Evrópu. Ef ég hefði vitað hvað (sland er failegt hefði ég eytt þessum tveimur vikum hérna. Vonandi gefst mér tæki- færi til að koma hingað aftur og eyða meiri tíma hér. Fólkið, sem ég hef hitt, hefur verið yndislegt og ég er þakklátur forsjóninni fyrir að haft leiðbeint mér hingað." Undirrituð hefur í gegnum árin sýnt mörgum erlendum gestum landið, meðal annars staði eins og Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Enginn þeirra hefur sýnt Þingvöllum eins mikla virð- ingu og David Carson því hann skildi hversu mikil saga býr á bak við staðinn. Eins og við ræddum um síðar eru helgir staðir indíána I Bandaríkjunum allir úti í náttúrunni, lítið annað en sandur, gras og steinar, líkt og Þingvellir eru hjá okkur og því fannst okkur menningararf- ur okkar bera samhljóm. Raunar fékk hann þá tilfinningu á Þingvöllum aö hann hefði verið þarna áður og þá í einvígi úti í hólma. Hver veit? MhDlUINt CARDS Thc Discovery oj Power Tlmnifjh ihe Wtm oj Animah ■ Sú bók Davids Carson sem er ef til vill þekktust hér á landi, sem og í heimalandi hans, er Medicine Cards og hefur selst í milljónum eintaka. ■ „Á ferðalagi mínu um ísland undanfarna daga hef ég skynjað sterkt að hér á landi hefur örugglega verið mjög sterk seiðmenn- ing.“ ■ „Égtók að mérmikið ábyrgðarhlutverk að vera stjórnandi þessar- ar athafnar en ég held að hún hefði hvergi nema á íslandi getað átt sér stað utan Bandaríkjanna." David Carson í ræðustól a Snæfellsás '90.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.